Heimir gekk í raðir KA fyrir tímabilið og lék með liðinu gegn ÍBV U í 1. umferð Grill 66-deildarinnar. Heimir fór úr lið á putta í leiknum og er því frá keppni eins og staðan er núna. Það styttist þó í að hann komi til baka, að því er fram kemur á heimasíðu KA.
Heimir lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum og sneri sér að dómgæslu með góðum árangri.
Heimir og félagi hans, Sigurður Hjörtur Þrastarson, voru valdir bestu dómararnir á lokahófi HSÍ í vor.
Virkilega erfið ákvörðun en nauðsynleg #handbolti #LifiFyrirKA https://t.co/LKNGsYYOIO
— Heimir Örn Árnason (@heimirarna) October 3, 2017