Fóru í 12 þús km ferðalag á Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2017 17:54 Nissan Leaf bíllinn hlaðinn við frumstæðar aðstæður. Í fjölmiðlum hér á landi hefur nokkuð verið um það rætt nýlega að enn sé ekki tímabært að fjárfesta í rafbílum þar sem þeir séu ekki tilbúnir og því eigi fólk ekki að hugsa um þá á næstu árum. Á þessum efasemdaröddum vakti m.a. Sigurður Ingi Friðleifsson athygli í grein sem birtist á visir.is 25. september undir yfirskriftinni „Ekki kaupa rafbíl“, þar sem hann benti jafnframt á fjölmargar gagnstæðar staðreyndir sem mæla einmitt með því að fleiri ökumenn taki rafbíla í notkun. Því hefur t.d. oft verið haldið á lofti að ekki sé hægt að fara í langt ferðalag á rabíl þar sem ekki sé boðið upp á hleðslustöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta hefur breyst því þeim fjölgar mjög hratt þessa dagana og er nú t.d. vel hægt að aka til Akureyrar þar sem hægt er að hlaða bílana á nokkrum stöðum á leiðinni norður. Frá Skotlandi til Ulan-Ude í Rússlandi En kannski myndu ekki allir leggja í 12 þúsund km ferðalag frá Skotlandi til Ulan-Ude í Rússlandi á hreinum rafbíl, en það gerðu þau engu að síður hjónin Chris og Julie Ramsey sem fóru á Nissan Leaf í „Mongol Rally“ sem Chris stofnaði fyrir nokkrum árum í æfingaskyni. Ferðalaginu lauk 9. september í Ulan-Ude og í stuttu máli sagt gekk þeim mjög vel, engin teljandi vandamál komu upp og Leaf-inn stóð sig eins og hetja. Þau eru nú á leið til baka heim til Skotlands. Áður en ferðalagið hófst var bíllinn settur á alhliðadekk (all-terrain) auk þess sem álplata var sett á undirvagninn til að hlífa honum við skemmdum af völdum grjóts á misjöfnum vegunum. Þá var toppgrind sett á þakið fyrir farangur, aftursætið fjarlægt og sitthvað fleira gert til undirbúnings. Hlaðinn 111 sinnum Keppnin hófst 16. júlí og var ekið um þrettán lönd áður en komið var í endamark þann 9. september í Ulan-Ude í Síberíu sem er skammt frá landamærum Mongólíu. Þá höfðu Chris og Julie hlaðið bílinn 111 sinnum í mislangan tíma og sums staðar við vægast sagt frumstæðar aðstæður eins og sjá má á mynd með fréttinni. Chris áætlar að rafmagnskaupin hafi kostað í kringum 100 sterlingspund. Að lokinni keppni var bíllinn settur um borð í járnbrautalest á leið til Eistlands þaðan sem þau aka fjögur þúsund kílómetra leið heim til Aberdeen þangað sem þau eru væntanleg núna um mánaðamótin. Þá sem langar að taka þátt í næsta Mongol Rally geta skráð sig á theadventurist.com. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Í fjölmiðlum hér á landi hefur nokkuð verið um það rætt nýlega að enn sé ekki tímabært að fjárfesta í rafbílum þar sem þeir séu ekki tilbúnir og því eigi fólk ekki að hugsa um þá á næstu árum. Á þessum efasemdaröddum vakti m.a. Sigurður Ingi Friðleifsson athygli í grein sem birtist á visir.is 25. september undir yfirskriftinni „Ekki kaupa rafbíl“, þar sem hann benti jafnframt á fjölmargar gagnstæðar staðreyndir sem mæla einmitt með því að fleiri ökumenn taki rafbíla í notkun. Því hefur t.d. oft verið haldið á lofti að ekki sé hægt að fara í langt ferðalag á rabíl þar sem ekki sé boðið upp á hleðslustöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta hefur breyst því þeim fjölgar mjög hratt þessa dagana og er nú t.d. vel hægt að aka til Akureyrar þar sem hægt er að hlaða bílana á nokkrum stöðum á leiðinni norður. Frá Skotlandi til Ulan-Ude í Rússlandi En kannski myndu ekki allir leggja í 12 þúsund km ferðalag frá Skotlandi til Ulan-Ude í Rússlandi á hreinum rafbíl, en það gerðu þau engu að síður hjónin Chris og Julie Ramsey sem fóru á Nissan Leaf í „Mongol Rally“ sem Chris stofnaði fyrir nokkrum árum í æfingaskyni. Ferðalaginu lauk 9. september í Ulan-Ude og í stuttu máli sagt gekk þeim mjög vel, engin teljandi vandamál komu upp og Leaf-inn stóð sig eins og hetja. Þau eru nú á leið til baka heim til Skotlands. Áður en ferðalagið hófst var bíllinn settur á alhliðadekk (all-terrain) auk þess sem álplata var sett á undirvagninn til að hlífa honum við skemmdum af völdum grjóts á misjöfnum vegunum. Þá var toppgrind sett á þakið fyrir farangur, aftursætið fjarlægt og sitthvað fleira gert til undirbúnings. Hlaðinn 111 sinnum Keppnin hófst 16. júlí og var ekið um þrettán lönd áður en komið var í endamark þann 9. september í Ulan-Ude í Síberíu sem er skammt frá landamærum Mongólíu. Þá höfðu Chris og Julie hlaðið bílinn 111 sinnum í mislangan tíma og sums staðar við vægast sagt frumstæðar aðstæður eins og sjá má á mynd með fréttinni. Chris áætlar að rafmagnskaupin hafi kostað í kringum 100 sterlingspund. Að lokinni keppni var bíllinn settur um borð í járnbrautalest á leið til Eistlands þaðan sem þau aka fjögur þúsund kílómetra leið heim til Aberdeen þangað sem þau eru væntanleg núna um mánaðamótin. Þá sem langar að taka þátt í næsta Mongol Rally geta skráð sig á theadventurist.com.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent