Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2017 16:29 Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað Þórólf Matthíasson prófessor í verðlagsnefnd búvara. Kristrún M Frostadóttir hagfræðingur er formaður nefndarinnar. Þórólfur er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra en Þorsteinn lagði auk þess til að Dóra Sif Tynes tæki sæti í nefndinni, en Dóra Sif er sérfræðingur í Evrópurétti og reyndar frönskum ostum einnig. Óhætt er að segja að þessi skipan falli í grýttan jarðveg, ekki síst hjá þeim fyrrverandi Framsóknarmönnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. En þeir halda því blákalt fram að Þórólfur, sem fjallað hefur talsvert um landbúnaðarkerfið í gegnum tíðina, sé einn helsti óvildarmaður bænda. Óhætt er að segja að þeir séu alveg æfir vegna skipunarinnar. „Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið talað um Þórólf Matthíasson og landbúnað? Örugglega ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafi skipað hann í verðlagsnefnd búvara ! Jamm hún skipaði mann sem er líklega mest leiðrétti maður Íslands af bændasamtökunum í þessa nefnd,“ segir Gunnar Bragi í nýlegum Facebookstatus. Og Sigmundur vandar Þorgerði og Þórólfi ekki kveðjurnar: „Formaður í nefndinni kemur frá Viðskiptaráði og í nefndina er auk þess settur einn helsti óvildarmaður bænda í opinberri umræðu, Þórólfur Matthíasson. Þótt þessi nefnd hafi varla umboð til að gera neitt er ekki hægt að líta á þetta sem annað en hálfgerða stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina.“ Sigmundur Davíð hefur áður, þá sem forsætisráðherra, ráðist harkalega á Þórólf og kallað hann pólitískan krossfara, eins og til dæmis kom fram í ítarlegu viðtali sem Gísli Marteinn Baldursson átti við hann í þætti Ríkissjónvarpsins Sunnudagsmorgun, 16. febrúar árið 2014. Kosningar 2017 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað Þórólf Matthíasson prófessor í verðlagsnefnd búvara. Kristrún M Frostadóttir hagfræðingur er formaður nefndarinnar. Þórólfur er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra en Þorsteinn lagði auk þess til að Dóra Sif Tynes tæki sæti í nefndinni, en Dóra Sif er sérfræðingur í Evrópurétti og reyndar frönskum ostum einnig. Óhætt er að segja að þessi skipan falli í grýttan jarðveg, ekki síst hjá þeim fyrrverandi Framsóknarmönnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. En þeir halda því blákalt fram að Þórólfur, sem fjallað hefur talsvert um landbúnaðarkerfið í gegnum tíðina, sé einn helsti óvildarmaður bænda. Óhætt er að segja að þeir séu alveg æfir vegna skipunarinnar. „Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið talað um Þórólf Matthíasson og landbúnað? Örugglega ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafi skipað hann í verðlagsnefnd búvara ! Jamm hún skipaði mann sem er líklega mest leiðrétti maður Íslands af bændasamtökunum í þessa nefnd,“ segir Gunnar Bragi í nýlegum Facebookstatus. Og Sigmundur vandar Þorgerði og Þórólfi ekki kveðjurnar: „Formaður í nefndinni kemur frá Viðskiptaráði og í nefndina er auk þess settur einn helsti óvildarmaður bænda í opinberri umræðu, Þórólfur Matthíasson. Þótt þessi nefnd hafi varla umboð til að gera neitt er ekki hægt að líta á þetta sem annað en hálfgerða stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina.“ Sigmundur Davíð hefur áður, þá sem forsætisráðherra, ráðist harkalega á Þórólf og kallað hann pólitískan krossfara, eins og til dæmis kom fram í ítarlegu viðtali sem Gísli Marteinn Baldursson átti við hann í þætti Ríkissjónvarpsins Sunnudagsmorgun, 16. febrúar árið 2014.
Kosningar 2017 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent