Skrifað undir kaupsamning vegna kaupa N1 á Festi Hörður Ægisson skrifar 3. október 2017 09:45 Festi er næst stærsta smásölufélag landsins og rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. VÍSIR/ERNIR Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun en kaupsamningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem N1 og hluthafar Festi skrifuðu undir þann 9. júní síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með nýrri lántöku. Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um rúmlega 6 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins. Gera áætlanir yfirstandandi rekstrarárs Festi ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 3.340 milljónir og eru 2.125 milljónir vegna rekstrarfélaga Festi en 1.215 milljónir vegna fasteignastarfsemi þess. Heildarvirði félagsins getur tekið breytingum vegna afkomu rekstrarfélaga Festi. Þannig kemur fram í tilkynningunni að reynist EBITDA rekstrarfélaganna vera lægri en 2.050 milljónir skal kaupverðið lækka en þó aldrei meira en um 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 1.925 milljónir króna eða lægri.Væntingar um lakari afkomu eftir innkomu Costco Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í byrjun síðasta mánaðar að búist væri við því að EBITDA rekstrarfélaga Festi yrði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi ári en fyrri spár höfðu áður gert ráð fyrir. Stjórnendur N1 færu því fram á að kaupverðið á öllu hlutafé Festi myndi lækka ef afkoma rekstrarfélaganna verður ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins frá því í júní. Væntingar um minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Þá segir í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar í morgun, eins og fram kom í viljayfirlýsingunni fyrr á árinu, að reynist EBITDA rekstrarfélaga Festi fyrir yfirstandandi rekstrarár vera hærri en 2.125 milljónir skal kaupverð hækka en þó aldrei meira en 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 2.250 milljónir eða hærri. Eggert Kristófersson, forstjóri N1, segir í tilkynningu: „Það er okkur sönn ánægja að samningum um kaup N1 á Festi hafi lokið í dag með undirritun kaupsamnings. Með kaupunum verður til stærra og öflugra félag með getu til að þjónusta viðskiptavinum sínum enn betur um land allt með samþættingu í rekstri fyrirtækjanna og góðum staðsetningum.“ Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018. Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Olíufélagið N1 og Festi skrifuðu í dag undir kaupsamning vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í næst stærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Þá á Festi 18 fasteignir og er heildarstærð þeirra um 71.500 fermetrar. Þetta kom fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun en kaupsamningurinn byggir á viljayfirlýsingu sem N1 og hluthafar Festi skrifuðu undir þann 9. júní síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festi 37,9 milljarðar sem verður greitt annars vegar með rúmlega 78 milljónum hluta í N1 á genginu 115, eða sem nemur 8.750 milljónum króna, og hins vegar með nýrri lántöku. Gengi bréfa í N1 hefur hækkað um rúmlega 6 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um undirritun kaupsamningsins. Gera áætlanir yfirstandandi rekstrarárs Festi ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 3.340 milljónir og eru 2.125 milljónir vegna rekstrarfélaga Festi en 1.215 milljónir vegna fasteignastarfsemi þess. Heildarvirði félagsins getur tekið breytingum vegna afkomu rekstrarfélaga Festi. Þannig kemur fram í tilkynningunni að reynist EBITDA rekstrarfélaganna vera lægri en 2.050 milljónir skal kaupverðið lækka en þó aldrei meira en um 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 1.925 milljónir króna eða lægri.Væntingar um lakari afkomu eftir innkomu Costco Frá því var greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í byrjun síðasta mánaðar að búist væri við því að EBITDA rekstrarfélaga Festi yrði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi ári en fyrri spár höfðu áður gert ráð fyrir. Stjórnendur N1 færu því fram á að kaupverðið á öllu hlutafé Festi myndi lækka ef afkoma rekstrarfélaganna verður ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins frá því í júní. Væntingar um minni EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði heildsöluverslun sína í lok maímánaðar en á móti kemur að rekstur raftækjaverslunarinnar Elko, sem einnig er í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Þá segir í tilkynningu N1 til Kauphallarinnar í morgun, eins og fram kom í viljayfirlýsingunni fyrr á árinu, að reynist EBITDA rekstrarfélaga Festi fyrir yfirstandandi rekstrarár vera hærri en 2.125 milljónir skal kaupverð hækka en þó aldrei meira en 1 milljarð króna, þ.e.a.s. verði EBITDA 2.250 milljónir eða hærri. Eggert Kristófersson, forstjóri N1, segir í tilkynningu: „Það er okkur sönn ánægja að samningum um kaup N1 á Festi hafi lokið í dag með undirritun kaupsamnings. Með kaupunum verður til stærra og öflugra félag með getu til að þjónusta viðskiptavinum sínum enn betur um land allt með samþættingu í rekstri fyrirtækjanna og góðum staðsetningum.“ Viðskiptin eru meðal annars háð skilyrðum um að hluthafafundir beggja aðila samþykki kaupin og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018.
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira