Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. október 2017 06:00 Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason vilja reisa nýtt hús fjölskyldunnar á lóðinni í Hafnarfirði en baráttan er þrautin þyngri. vísir/vilhelm Það ræðst í dag hvort fimm manna fjölskylda, sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna veggjatítlna og myglu í miðbæ Hafnarfjarðar í vor, fær að byggja nýtt draumahús í stað þess sem úrskurðað hefur verið ónýtt. Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason, sem búa nú með börnum sínum þremur í leiguhúsnæði eftir martröðina í vor, vilja fá að reisa nýtt og stærra steinhús í gömlum byggingarstíl. Þau bíða nú niðurstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Austurgötu 36. Anna segir baráttuna við óliðlegt og ósveigjanlegt kerfið hafa tekið verulega á og framlengt óþarflega martröðina sem málið hefur verið. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús.“ Líkt og fram kom í fjölmiðlum höfðu Anna og Ingvar farið í minniháttar viðhald á húsinu um páskana þegar versti ótti húsnæðiseigenda var staðfestur. Veggjatítlur fundust í húsinu, mygla í þakinu og húsið var úrskurðað ónýtt. Þau höfðu búið í húsinu frá árinu 2012 og var þriðja barn þeirra nokkurra vikna gamalt þegar málið kom upp. Þar sem húsið var friðað þurfti Minjastofnun að veita sérstakt leyfi til að það yrði rifið. Það leyfi var veitt. Bærinn veitti fjölskyldunni styrk til að rífa húsið en enn á eftir að samþykkja niðurrifið formlega. Samhugur fólks varð til þess að hrint var af stað söfnun fyrir fjölskylduna sem stóð húsnæðislaus eftir. Síðan í sumar hafa málin hins vegar dregist á langinn. „Við héldum, kannski í einfeldni okkar, að það væri vilji til að koma þessu fljótt og vel í gegn þar sem einhver myndi leiða okkur í gegnum þetta. En við höfum þurft að berjast út í eitt fyrir okkar hóflegu kröfum sem studdar eru af embættismönnum og Minjastofnun. Við erum orðin mjög þreytt á að standa í að eyða öllum kvöldum í að skrifa bréf, lesa deili- og aðalskipulag, lesa lögin– ofan á allt,“ segir Anna sem vill að ráðið setji mál þeirra í samhengi. Fjölmörg dæmi séu um sambærilega framkvæmd í miðbænum. Verði þeim synjað fari allt í lás. „Við erum ekki tilbúin til að byggja þarna lítið bárujárnshús. Við erum orðin þreytt á þessum slag og við munu ekki rífa þetta hús án þess að vita hvað við fáum að byggja í staðinn. Ef þeir ætla að tefja þetta eða fresta út í hið óendanlega þá verður húsið bara þarna. Við erum búin að segja skipulagsfulltrúa það.“ Anna segir þau vona að tillaga þeirra verði samþykkt. Gangi allt að óskum geta þau þó aldrei byrjað að byggja fyrr en um áramót. Ferlið sé langt og strangt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Það ræðst í dag hvort fimm manna fjölskylda, sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna veggjatítlna og myglu í miðbæ Hafnarfjarðar í vor, fær að byggja nýtt draumahús í stað þess sem úrskurðað hefur verið ónýtt. Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason, sem búa nú með börnum sínum þremur í leiguhúsnæði eftir martröðina í vor, vilja fá að reisa nýtt og stærra steinhús í gömlum byggingarstíl. Þau bíða nú niðurstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Austurgötu 36. Anna segir baráttuna við óliðlegt og ósveigjanlegt kerfið hafa tekið verulega á og framlengt óþarflega martröðina sem málið hefur verið. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús.“ Líkt og fram kom í fjölmiðlum höfðu Anna og Ingvar farið í minniháttar viðhald á húsinu um páskana þegar versti ótti húsnæðiseigenda var staðfestur. Veggjatítlur fundust í húsinu, mygla í þakinu og húsið var úrskurðað ónýtt. Þau höfðu búið í húsinu frá árinu 2012 og var þriðja barn þeirra nokkurra vikna gamalt þegar málið kom upp. Þar sem húsið var friðað þurfti Minjastofnun að veita sérstakt leyfi til að það yrði rifið. Það leyfi var veitt. Bærinn veitti fjölskyldunni styrk til að rífa húsið en enn á eftir að samþykkja niðurrifið formlega. Samhugur fólks varð til þess að hrint var af stað söfnun fyrir fjölskylduna sem stóð húsnæðislaus eftir. Síðan í sumar hafa málin hins vegar dregist á langinn. „Við héldum, kannski í einfeldni okkar, að það væri vilji til að koma þessu fljótt og vel í gegn þar sem einhver myndi leiða okkur í gegnum þetta. En við höfum þurft að berjast út í eitt fyrir okkar hóflegu kröfum sem studdar eru af embættismönnum og Minjastofnun. Við erum orðin mjög þreytt á að standa í að eyða öllum kvöldum í að skrifa bréf, lesa deili- og aðalskipulag, lesa lögin– ofan á allt,“ segir Anna sem vill að ráðið setji mál þeirra í samhengi. Fjölmörg dæmi séu um sambærilega framkvæmd í miðbænum. Verði þeim synjað fari allt í lás. „Við erum ekki tilbúin til að byggja þarna lítið bárujárnshús. Við erum orðin þreytt á þessum slag og við munu ekki rífa þetta hús án þess að vita hvað við fáum að byggja í staðinn. Ef þeir ætla að tefja þetta eða fresta út í hið óendanlega þá verður húsið bara þarna. Við erum búin að segja skipulagsfulltrúa það.“ Anna segir þau vona að tillaga þeirra verði samþykkt. Gangi allt að óskum geta þau þó aldrei byrjað að byggja fyrr en um áramót. Ferlið sé langt og strangt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45
Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27