Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. október 2017 06:00 Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason vilja reisa nýtt hús fjölskyldunnar á lóðinni í Hafnarfirði en baráttan er þrautin þyngri. vísir/vilhelm Það ræðst í dag hvort fimm manna fjölskylda, sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna veggjatítlna og myglu í miðbæ Hafnarfjarðar í vor, fær að byggja nýtt draumahús í stað þess sem úrskurðað hefur verið ónýtt. Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason, sem búa nú með börnum sínum þremur í leiguhúsnæði eftir martröðina í vor, vilja fá að reisa nýtt og stærra steinhús í gömlum byggingarstíl. Þau bíða nú niðurstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Austurgötu 36. Anna segir baráttuna við óliðlegt og ósveigjanlegt kerfið hafa tekið verulega á og framlengt óþarflega martröðina sem málið hefur verið. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús.“ Líkt og fram kom í fjölmiðlum höfðu Anna og Ingvar farið í minniháttar viðhald á húsinu um páskana þegar versti ótti húsnæðiseigenda var staðfestur. Veggjatítlur fundust í húsinu, mygla í þakinu og húsið var úrskurðað ónýtt. Þau höfðu búið í húsinu frá árinu 2012 og var þriðja barn þeirra nokkurra vikna gamalt þegar málið kom upp. Þar sem húsið var friðað þurfti Minjastofnun að veita sérstakt leyfi til að það yrði rifið. Það leyfi var veitt. Bærinn veitti fjölskyldunni styrk til að rífa húsið en enn á eftir að samþykkja niðurrifið formlega. Samhugur fólks varð til þess að hrint var af stað söfnun fyrir fjölskylduna sem stóð húsnæðislaus eftir. Síðan í sumar hafa málin hins vegar dregist á langinn. „Við héldum, kannski í einfeldni okkar, að það væri vilji til að koma þessu fljótt og vel í gegn þar sem einhver myndi leiða okkur í gegnum þetta. En við höfum þurft að berjast út í eitt fyrir okkar hóflegu kröfum sem studdar eru af embættismönnum og Minjastofnun. Við erum orðin mjög þreytt á að standa í að eyða öllum kvöldum í að skrifa bréf, lesa deili- og aðalskipulag, lesa lögin– ofan á allt,“ segir Anna sem vill að ráðið setji mál þeirra í samhengi. Fjölmörg dæmi séu um sambærilega framkvæmd í miðbænum. Verði þeim synjað fari allt í lás. „Við erum ekki tilbúin til að byggja þarna lítið bárujárnshús. Við erum orðin þreytt á þessum slag og við munu ekki rífa þetta hús án þess að vita hvað við fáum að byggja í staðinn. Ef þeir ætla að tefja þetta eða fresta út í hið óendanlega þá verður húsið bara þarna. Við erum búin að segja skipulagsfulltrúa það.“ Anna segir þau vona að tillaga þeirra verði samþykkt. Gangi allt að óskum geta þau þó aldrei byrjað að byggja fyrr en um áramót. Ferlið sé langt og strangt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Það ræðst í dag hvort fimm manna fjölskylda, sem þurfti að yfirgefa heimili sitt vegna veggjatítlna og myglu í miðbæ Hafnarfjarðar í vor, fær að byggja nýtt draumahús í stað þess sem úrskurðað hefur verið ónýtt. Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason, sem búa nú með börnum sínum þremur í leiguhúsnæði eftir martröðina í vor, vilja fá að reisa nýtt og stærra steinhús í gömlum byggingarstíl. Þau bíða nú niðurstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Austurgötu 36. Anna segir baráttuna við óliðlegt og ósveigjanlegt kerfið hafa tekið verulega á og framlengt óþarflega martröðina sem málið hefur verið. „Okkur finnst við vera með raunhæfar kröfur um hvað við viljum fá í staðinn á lóðina. Við viljum byggja steinhús í gömlum stíl, sem passar vel í virðulega götu. Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna sem væri galið. Að neyða fólk sem missti hús í veggjatítlur að byggja annað bárujárnshús.“ Líkt og fram kom í fjölmiðlum höfðu Anna og Ingvar farið í minniháttar viðhald á húsinu um páskana þegar versti ótti húsnæðiseigenda var staðfestur. Veggjatítlur fundust í húsinu, mygla í þakinu og húsið var úrskurðað ónýtt. Þau höfðu búið í húsinu frá árinu 2012 og var þriðja barn þeirra nokkurra vikna gamalt þegar málið kom upp. Þar sem húsið var friðað þurfti Minjastofnun að veita sérstakt leyfi til að það yrði rifið. Það leyfi var veitt. Bærinn veitti fjölskyldunni styrk til að rífa húsið en enn á eftir að samþykkja niðurrifið formlega. Samhugur fólks varð til þess að hrint var af stað söfnun fyrir fjölskylduna sem stóð húsnæðislaus eftir. Síðan í sumar hafa málin hins vegar dregist á langinn. „Við héldum, kannski í einfeldni okkar, að það væri vilji til að koma þessu fljótt og vel í gegn þar sem einhver myndi leiða okkur í gegnum þetta. En við höfum þurft að berjast út í eitt fyrir okkar hóflegu kröfum sem studdar eru af embættismönnum og Minjastofnun. Við erum orðin mjög þreytt á að standa í að eyða öllum kvöldum í að skrifa bréf, lesa deili- og aðalskipulag, lesa lögin– ofan á allt,“ segir Anna sem vill að ráðið setji mál þeirra í samhengi. Fjölmörg dæmi séu um sambærilega framkvæmd í miðbænum. Verði þeim synjað fari allt í lás. „Við erum ekki tilbúin til að byggja þarna lítið bárujárnshús. Við erum orðin þreytt á þessum slag og við munu ekki rífa þetta hús án þess að vita hvað við fáum að byggja í staðinn. Ef þeir ætla að tefja þetta eða fresta út í hið óendanlega þá verður húsið bara þarna. Við erum búin að segja skipulagsfulltrúa það.“ Anna segir þau vona að tillaga þeirra verði samþykkt. Gangi allt að óskum geta þau þó aldrei byrjað að byggja fyrr en um áramót. Ferlið sé langt og strangt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45
Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27