Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 14:00 Tónleikagestir hlúa að slösuðum einstakling á vettvangi árásarinnar í gær. Aðrir klifra yfir girðingar og reyna að komast í skjól. Á innfelldu myndinni er árásarmaðurin Stephen Paddock. vísir/afp Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. Árásin hófst klukkan 22:08 að staðartíma, eða klukkan 05:08 að íslenskum tíma. Tæpum tveimur tímum seinna var árásaramaðurinn látinn en talið er að hann framið sjálfsmorð. Paddock skaut á mannfjöldann af 32. hæð á Mandalay-hótelinu. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 400 manns særðir en skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Tónleikagestir og aðrir sjónarvottar hafa í morgun rætt við fjölmiðla og sagt frá atburðarásinni. Þar á meðal eru Íslendingar sem dvelja á Mandalay-hótelinu og urðu vitni að árásinni. Íslendingarnir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp og sagði forstjórinn, Jón Þorgrímur Stefánsson, í samtali við fréttastofu í morgun að það hefði verið hræðilegt að fylgjast með fólki hlaupa um og tvístrast eftir að árásin hófst.Stukku yfir veggi og klifruðu yfir bíla til að bjarga lífi sínu Jackie Hoffing var á tónlistarhátíðinni en kántrístjarnan Jason Alean var nýstiginn á svið. „Við vorum að skemmta okkur en það var mjög augljóst að það var skotum beint að mannfjöldanum. Það varð múgæsingur. Fólk var troðið niður. Við stukkum yfir veggi, klifruðum yfir bíla og hlupum til að bjarga lífi okkar. Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni,“ segir Hoffing í samtali við Guardian. „Ég var að senda sms til barnanna minna. Ég hélt að við myndum deyja. Ég sagði við þau að ég elski þau.“Hnipruðu sig saman í felum á bak við bíl William Walker sem einnig var á tónleikunum segir að það hafi hljómað eins og eitthvað hafi verið að hátalarakerfinu. „Jason Aldean hélt áfram að spila í smástund en um leið og hann stoppaði varð öllum ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði. Ég byrjaði að sparka niður girðingar til að koma mér í skjól á bak við einhverja byggingu,“ segir Walker. „Tvær stelpur földu sig á bak við bíl með okkur, rétt utan við tónleikasvæðið,“ segir Desiree Price sem kom til Las Vegas frá San Diego. „Við hnipruðum okkur saman. Þess vegna er ég með blóð úr þeim á mér en önnur stelpan hafði verið skotin í fótinn og hin í öxlina. Skothríðinni linnti hins vegar ekki svo við hlupum burt.“ Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. Árásin hófst klukkan 22:08 að staðartíma, eða klukkan 05:08 að íslenskum tíma. Tæpum tveimur tímum seinna var árásaramaðurinn látinn en talið er að hann framið sjálfsmorð. Paddock skaut á mannfjöldann af 32. hæð á Mandalay-hótelinu. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 400 manns særðir en skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Tónleikagestir og aðrir sjónarvottar hafa í morgun rætt við fjölmiðla og sagt frá atburðarásinni. Þar á meðal eru Íslendingar sem dvelja á Mandalay-hótelinu og urðu vitni að árásinni. Íslendingarnir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp og sagði forstjórinn, Jón Þorgrímur Stefánsson, í samtali við fréttastofu í morgun að það hefði verið hræðilegt að fylgjast með fólki hlaupa um og tvístrast eftir að árásin hófst.Stukku yfir veggi og klifruðu yfir bíla til að bjarga lífi sínu Jackie Hoffing var á tónlistarhátíðinni en kántrístjarnan Jason Alean var nýstiginn á svið. „Við vorum að skemmta okkur en það var mjög augljóst að það var skotum beint að mannfjöldanum. Það varð múgæsingur. Fólk var troðið niður. Við stukkum yfir veggi, klifruðum yfir bíla og hlupum til að bjarga lífi okkar. Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni,“ segir Hoffing í samtali við Guardian. „Ég var að senda sms til barnanna minna. Ég hélt að við myndum deyja. Ég sagði við þau að ég elski þau.“Hnipruðu sig saman í felum á bak við bíl William Walker sem einnig var á tónleikunum segir að það hafi hljómað eins og eitthvað hafi verið að hátalarakerfinu. „Jason Aldean hélt áfram að spila í smástund en um leið og hann stoppaði varð öllum ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði. Ég byrjaði að sparka niður girðingar til að koma mér í skjól á bak við einhverja byggingu,“ segir Walker. „Tvær stelpur földu sig á bak við bíl með okkur, rétt utan við tónleikasvæðið,“ segir Desiree Price sem kom til Las Vegas frá San Diego. „Við hnipruðum okkur saman. Þess vegna er ég með blóð úr þeim á mér en önnur stelpan hafði verið skotin í fótinn og hin í öxlina. Skothríðinni linnti hins vegar ekki svo við hlupum burt.“
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49