Hræðsla og múgæsingur í Las Vegas: „Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 14:00 Tónleikagestir hlúa að slösuðum einstakling á vettvangi árásarinnar í gær. Aðrir klifra yfir girðingar og reyna að komast í skjól. Á innfelldu myndinni er árásarmaðurin Stephen Paddock. vísir/afp Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. Árásin hófst klukkan 22:08 að staðartíma, eða klukkan 05:08 að íslenskum tíma. Tæpum tveimur tímum seinna var árásaramaðurinn látinn en talið er að hann framið sjálfsmorð. Paddock skaut á mannfjöldann af 32. hæð á Mandalay-hótelinu. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 400 manns særðir en skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Tónleikagestir og aðrir sjónarvottar hafa í morgun rætt við fjölmiðla og sagt frá atburðarásinni. Þar á meðal eru Íslendingar sem dvelja á Mandalay-hótelinu og urðu vitni að árásinni. Íslendingarnir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp og sagði forstjórinn, Jón Þorgrímur Stefánsson, í samtali við fréttastofu í morgun að það hefði verið hræðilegt að fylgjast með fólki hlaupa um og tvístrast eftir að árásin hófst.Stukku yfir veggi og klifruðu yfir bíla til að bjarga lífi sínu Jackie Hoffing var á tónlistarhátíðinni en kántrístjarnan Jason Alean var nýstiginn á svið. „Við vorum að skemmta okkur en það var mjög augljóst að það var skotum beint að mannfjöldanum. Það varð múgæsingur. Fólk var troðið niður. Við stukkum yfir veggi, klifruðum yfir bíla og hlupum til að bjarga lífi okkar. Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni,“ segir Hoffing í samtali við Guardian. „Ég var að senda sms til barnanna minna. Ég hélt að við myndum deyja. Ég sagði við þau að ég elski þau.“Hnipruðu sig saman í felum á bak við bíl William Walker sem einnig var á tónleikunum segir að það hafi hljómað eins og eitthvað hafi verið að hátalarakerfinu. „Jason Aldean hélt áfram að spila í smástund en um leið og hann stoppaði varð öllum ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði. Ég byrjaði að sparka niður girðingar til að koma mér í skjól á bak við einhverja byggingu,“ segir Walker. „Tvær stelpur földu sig á bak við bíl með okkur, rétt utan við tónleikasvæðið,“ segir Desiree Price sem kom til Las Vegas frá San Diego. „Við hnipruðum okkur saman. Þess vegna er ég með blóð úr þeim á mér en önnur stelpan hafði verið skotin í fótinn og hin í öxlina. Skothríðinni linnti hins vegar ekki svo við hlupum burt.“ Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira
Gríðarleg hræðsla og múgæsingur greip um sig á meðal gesta tónlistarhátíðarinnar Route 91 Harvest og annarra vegfarenda í Las Vegas í nótt þegar Stephen Paddock, 64 ára gamall karlmaður, hóf skothríð á tug þúsundir tónleikagesta. Árásin hófst klukkan 22:08 að staðartíma, eða klukkan 05:08 að íslenskum tíma. Tæpum tveimur tímum seinna var árásaramaðurinn látinn en talið er að hann framið sjálfsmorð. Paddock skaut á mannfjöldann af 32. hæð á Mandalay-hótelinu. Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 400 manns særðir en skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna á síðari tímum. Tónleikagestir og aðrir sjónarvottar hafa í morgun rætt við fjölmiðla og sagt frá atburðarásinni. Þar á meðal eru Íslendingar sem dvelja á Mandalay-hótelinu og urðu vitni að árásinni. Íslendingarnir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp og sagði forstjórinn, Jón Þorgrímur Stefánsson, í samtali við fréttastofu í morgun að það hefði verið hræðilegt að fylgjast með fólki hlaupa um og tvístrast eftir að árásin hófst.Stukku yfir veggi og klifruðu yfir bíla til að bjarga lífi sínu Jackie Hoffing var á tónlistarhátíðinni en kántrístjarnan Jason Alean var nýstiginn á svið. „Við vorum að skemmta okkur en það var mjög augljóst að það var skotum beint að mannfjöldanum. Það varð múgæsingur. Fólk var troðið niður. Við stukkum yfir veggi, klifruðum yfir bíla og hlupum til að bjarga lífi okkar. Ég hef aldrei hlaupið jafn hratt eða verið eins hrædd á ævi minni,“ segir Hoffing í samtali við Guardian. „Ég var að senda sms til barnanna minna. Ég hélt að við myndum deyja. Ég sagði við þau að ég elski þau.“Hnipruðu sig saman í felum á bak við bíl William Walker sem einnig var á tónleikunum segir að það hafi hljómað eins og eitthvað hafi verið að hátalarakerfinu. „Jason Aldean hélt áfram að spila í smástund en um leið og hann stoppaði varð öllum ljóst að eitthvað alvarlegt var á seyði. Ég byrjaði að sparka niður girðingar til að koma mér í skjól á bak við einhverja byggingu,“ segir Walker. „Tvær stelpur földu sig á bak við bíl með okkur, rétt utan við tónleikasvæðið,“ segir Desiree Price sem kom til Las Vegas frá San Diego. „Við hnipruðum okkur saman. Þess vegna er ég með blóð úr þeim á mér en önnur stelpan hafði verið skotin í fótinn og hin í öxlina. Skothríðinni linnti hins vegar ekki svo við hlupum burt.“
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna Að minnsta kosti 50 eru látnir og meira en 200 manns eru særðir. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. 2. október 2017 11:42
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49