Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 09:01 Frá vettvangi í Las Vegas í morgun. vísir/getty Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. Íslendingarnir eru annars vegar læstir inni nokkrum hæðum neðar eða á 28. hæð og hins vegar á veitingastað nánast á efstu hæð hótelsins. Íslendingarnir eru allir starfsmenn fyrirtækisins NetApp og eru þeir allir heilir á húfi. Starfsmennirnir eru á ráðstefnu í Las Vegas. Vísir náði tali af Jóni Þorgrími Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins, sem gat þó lítið rætt í símann vegna ástandsins á hótelinu. Hann sagði að allir starfsmenn NetApp væru heilir á húfi og að sérsveitin færi nú um hótelið vegna árásarinnar. Staðfest er að rúmlega að 20 manns hafi látist í árásinni og talið er að meira en 100 hafi særst. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið heimamaður en hann féll í átökum við lögregluna sem gefur ekki upp nafn hans að svo stöddu. Lögreglan í Las Vegas leitar konu sem var í slagtogi við byssumanninn. Talið er að 30 þúsund manns hafi verið komnir saman á tónlistarhátíð skammt frá Mandalay-hótelinu. Kántrístjarnan Jason Aldean, stærsta nafn hátíðarinnar í ár, var á sviðinu þegar skotárásin hófst. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Eiríkur Hrafnsson, starsmaður NetApp, tók af fólki að flýja vettvang skömmu eftir að árásin hófst.Fréttin hefur verið uppfærð.Shooting in Las Vegas. People fleeing (video from the Mandalay Bay hotel) pic.twitter.com/hs98J5uK6T— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 SWAT combing the Mandalay Bay Hotel - ordered to stay where we are #lvshooting— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. Íslendingarnir eru annars vegar læstir inni nokkrum hæðum neðar eða á 28. hæð og hins vegar á veitingastað nánast á efstu hæð hótelsins. Íslendingarnir eru allir starfsmenn fyrirtækisins NetApp og eru þeir allir heilir á húfi. Starfsmennirnir eru á ráðstefnu í Las Vegas. Vísir náði tali af Jóni Þorgrími Stefánssyni, forstjóra fyrirtækisins, sem gat þó lítið rætt í símann vegna ástandsins á hótelinu. Hann sagði að allir starfsmenn NetApp væru heilir á húfi og að sérsveitin færi nú um hótelið vegna árásarinnar. Staðfest er að rúmlega að 20 manns hafi látist í árásinni og talið er að meira en 100 hafi særst. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið heimamaður en hann féll í átökum við lögregluna sem gefur ekki upp nafn hans að svo stöddu. Lögreglan í Las Vegas leitar konu sem var í slagtogi við byssumanninn. Talið er að 30 þúsund manns hafi verið komnir saman á tónlistarhátíð skammt frá Mandalay-hótelinu. Kántrístjarnan Jason Aldean, stærsta nafn hátíðarinnar í ár, var á sviðinu þegar skotárásin hófst. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Eiríkur Hrafnsson, starsmaður NetApp, tók af fólki að flýja vettvang skömmu eftir að árásin hófst.Fréttin hefur verið uppfærð.Shooting in Las Vegas. People fleeing (video from the Mandalay Bay hotel) pic.twitter.com/hs98J5uK6T— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017 SWAT combing the Mandalay Bay Hotel - ordered to stay where we are #lvshooting— Eiki Hrafnsson (@EirikurH) October 2, 2017
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Í beinni: Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39