Þetta vitum við um árásina:
- 58 manns eru látnir og á sjötta hundrað særðir.
- Þetta er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna.
- Byssumaðurinn, hinn 64 ára gamli Stephen Paddock, er talinn hafa svipt sig lífi. Hann er einn grunaður um aðild að árásinni.
- Fjöldi skotvopna fundust á hótelherbergi Paddock.
- ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en ekki lagt fram neitt sem sannar að árásarmaðurinn hafi verið einn af hermönnum hryðjuverkasamtakanna.
- Kona sem talin var að hefði verið í fylgd með Paddock er fundin. Hún var ekki með honum á hótelinu og er ekki grunuð um aðild að árásinni.
- Fimm Íslendingar gista á Mandalay-hótelinu en þá sakaði ekki.