Sannfærð um að flokkurinn muni sameinast aftur Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 11:57 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, harmar klofning flokksins og er sannfærð um að hann muni sameinast aftur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur yfirgefið flokkinn og sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson einnig sem segist hafa fengið upp í kok af vinnubrögðum flokksins. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur inn í Framsóknarflokknum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því og það hef ég sagt í viðtölum. Ég er hins vegar á því og hef sagt að ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur. Ég er bara eiginlega sannfærð um það og það er það sem ég vonast til að muni gerast og stefni að því.“ Þetta sagði Lilja í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðuna innan Framsóknarflokksins og komandi kosningar. „Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum og þetta endar með þessu. Ég hefði kosið að svo væri ekki. Ég tel að liðið sé auðvitað miklu sterkara þegar það stendur saman og menn reyna að vinna úr ágreiningnum. Menn töldu sig ekki geta gert það og þetta fór svona.“Hefur trú á flokknum „Við reyndum og ég sem varaformaður reyndi allt sem ég gat til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Lilja. Hún segir enn fremur að hún hefði auðvitað vilja halda flokknum saman og því sé hún enn í Framsóknarflokknum. „Ég hef trú á þessum flokki. Þetta er flokkur sem hefur starfað í þágu íslensks samfélags í hundrað ár.“ Hún segir að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum aftur og styrkjast í komandi kosningum. Hún telur einnig að Miðflokkur Sigmundar muni ganga vel. „Við erum að tala um talsverða breytingu í íslenskum stjórnmálum. Ég held að öðrum minni flokkum muni ekki vegna jafn vel. Þeir koma til að mynda mjög laskaðir frá misheppnuðu stjórnarsamstarfi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að ofan. Hlusta má á allan þáttinn og aðra hluta hans á útvarpshluta Vísis. Kosningar 2017 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, harmar klofning flokksins og er sannfærð um að hann muni sameinast aftur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur yfirgefið flokkinn og sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson einnig sem segist hafa fengið upp í kok af vinnubrögðum flokksins. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur inn í Framsóknarflokknum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því og það hef ég sagt í viðtölum. Ég er hins vegar á því og hef sagt að ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur. Ég er bara eiginlega sannfærð um það og það er það sem ég vonast til að muni gerast og stefni að því.“ Þetta sagði Lilja í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðuna innan Framsóknarflokksins og komandi kosningar. „Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum og þetta endar með þessu. Ég hefði kosið að svo væri ekki. Ég tel að liðið sé auðvitað miklu sterkara þegar það stendur saman og menn reyna að vinna úr ágreiningnum. Menn töldu sig ekki geta gert það og þetta fór svona.“Hefur trú á flokknum „Við reyndum og ég sem varaformaður reyndi allt sem ég gat til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Lilja. Hún segir enn fremur að hún hefði auðvitað vilja halda flokknum saman og því sé hún enn í Framsóknarflokknum. „Ég hef trú á þessum flokki. Þetta er flokkur sem hefur starfað í þágu íslensks samfélags í hundrað ár.“ Hún segir að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum aftur og styrkjast í komandi kosningum. Hún telur einnig að Miðflokkur Sigmundar muni ganga vel. „Við erum að tala um talsverða breytingu í íslenskum stjórnmálum. Ég held að öðrum minni flokkum muni ekki vegna jafn vel. Þeir koma til að mynda mjög laskaðir frá misheppnuðu stjórnarsamstarfi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að ofan. Hlusta má á allan þáttinn og aðra hluta hans á útvarpshluta Vísis.
Kosningar 2017 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira