Sannfærð um að flokkurinn muni sameinast aftur Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 11:57 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, harmar klofning flokksins og er sannfærð um að hann muni sameinast aftur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur yfirgefið flokkinn og sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson einnig sem segist hafa fengið upp í kok af vinnubrögðum flokksins. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur inn í Framsóknarflokknum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því og það hef ég sagt í viðtölum. Ég er hins vegar á því og hef sagt að ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur. Ég er bara eiginlega sannfærð um það og það er það sem ég vonast til að muni gerast og stefni að því.“ Þetta sagði Lilja í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðuna innan Framsóknarflokksins og komandi kosningar. „Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum og þetta endar með þessu. Ég hefði kosið að svo væri ekki. Ég tel að liðið sé auðvitað miklu sterkara þegar það stendur saman og menn reyna að vinna úr ágreiningnum. Menn töldu sig ekki geta gert það og þetta fór svona.“Hefur trú á flokknum „Við reyndum og ég sem varaformaður reyndi allt sem ég gat til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Lilja. Hún segir enn fremur að hún hefði auðvitað vilja halda flokknum saman og því sé hún enn í Framsóknarflokknum. „Ég hef trú á þessum flokki. Þetta er flokkur sem hefur starfað í þágu íslensks samfélags í hundrað ár.“ Hún segir að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum aftur og styrkjast í komandi kosningum. Hún telur einnig að Miðflokkur Sigmundar muni ganga vel. „Við erum að tala um talsverða breytingu í íslenskum stjórnmálum. Ég held að öðrum minni flokkum muni ekki vegna jafn vel. Þeir koma til að mynda mjög laskaðir frá misheppnuðu stjórnarsamstarfi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að ofan. Hlusta má á allan þáttinn og aðra hluta hans á útvarpshluta Vísis. Kosningar 2017 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, harmar klofning flokksins og er sannfærð um að hann muni sameinast aftur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur yfirgefið flokkinn og sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson einnig sem segist hafa fengið upp í kok af vinnubrögðum flokksins. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur inn í Framsóknarflokknum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því og það hef ég sagt í viðtölum. Ég er hins vegar á því og hef sagt að ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur. Ég er bara eiginlega sannfærð um það og það er það sem ég vonast til að muni gerast og stefni að því.“ Þetta sagði Lilja í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðuna innan Framsóknarflokksins og komandi kosningar. „Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum og þetta endar með þessu. Ég hefði kosið að svo væri ekki. Ég tel að liðið sé auðvitað miklu sterkara þegar það stendur saman og menn reyna að vinna úr ágreiningnum. Menn töldu sig ekki geta gert það og þetta fór svona.“Hefur trú á flokknum „Við reyndum og ég sem varaformaður reyndi allt sem ég gat til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Lilja. Hún segir enn fremur að hún hefði auðvitað vilja halda flokknum saman og því sé hún enn í Framsóknarflokknum. „Ég hef trú á þessum flokki. Þetta er flokkur sem hefur starfað í þágu íslensks samfélags í hundrað ár.“ Hún segir að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum aftur og styrkjast í komandi kosningum. Hún telur einnig að Miðflokkur Sigmundar muni ganga vel. „Við erum að tala um talsverða breytingu í íslenskum stjórnmálum. Ég held að öðrum minni flokkum muni ekki vegna jafn vel. Þeir koma til að mynda mjög laskaðir frá misheppnuðu stjórnarsamstarfi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að ofan. Hlusta má á allan þáttinn og aðra hluta hans á útvarpshluta Vísis.
Kosningar 2017 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira