Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í Norrænu Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. október 2017 18:30 Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu fyrr í þessum mánuði en úr magninu er hægt að framleiða vel á annað hundrað kíló af amfetamíndufti. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tollverðir fundu amfetamínbasa sem var falinn í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann vildi þó ekki gefa upp nákvæmt magn en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega 11 lítra af basanum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft. Styrkleiki amfetamíns sem dreift er hér á markaði er að meðaltali 5,8 prósent samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi. Sé miðað við þennan styrkleika er að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti.Aðeins einu sinni verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasaEftir því sem næst verður komist hefur aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Austurlandi, sem vinnur nú að rannsókn málsins. Ökumaður bílsins var erlendur karlmaður en með honum í för var annar karlmaður frá sama landi. Báðir eru þeir á sextugsaldri. Mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út í gær og voru þeir færðir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 10 daga til viðbótar. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu fyrr í þessum mánuði en úr magninu er hægt að framleiða vel á annað hundrað kíló af amfetamíndufti. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tollverðir fundu amfetamínbasa sem var falinn í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann vildi þó ekki gefa upp nákvæmt magn en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega 11 lítra af basanum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft. Styrkleiki amfetamíns sem dreift er hér á markaði er að meðaltali 5,8 prósent samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi. Sé miðað við þennan styrkleika er að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti.Aðeins einu sinni verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasaEftir því sem næst verður komist hefur aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Austurlandi, sem vinnur nú að rannsókn málsins. Ökumaður bílsins var erlendur karlmaður en með honum í för var annar karlmaður frá sama landi. Báðir eru þeir á sextugsaldri. Mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út í gær og voru þeir færðir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 10 daga til viðbótar.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53