„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 14:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag þar sem hann var spurður út í það hvað honum fyndist um lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni. Umfjöllun Stundarinnar hefur að mestu snúist um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og fjölskyldu hans. Hafa ýmsir ýjað að því á samfélagsmiðlum að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið að ganga erinda flokksins þar sem embættið féllst á lögbannskröfuna. Guðlaugur segir þetta af og frá. Þannig tengist slitastjórn Glitnis, sem krafðist lögbannsins, ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. „Þegar það kemur á lögbann á umfjöllun um ráðamenn og forystumenn í stjórnmálum þá er ég einfaldlega á móti því. Það er eðilegt í opnu lýðræðisþjóðfélagi að fjölmiðlar bendi á einhverja hluti ef þeir telja að það sé maðkur í mysunni, eitthvað sem misfarið er. Þessi slitastjórn Glitnis tengist okkur ekki með neinum hætti, þetta er í eigu erlendra kröfuhafa, og mér finnst svolítið sérstakt að þeir komi núna með þetta, tíu dögum eftir að þessi umfjöllun fór af stað. Eitt er alveg víst að það er að við höfum ekki með neinum hætti reynt að fara fram á lögbann við umfjöllun sem hefur snúið að okkur eða okkar forystumönnum,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðspurður hvort hann teldi það eðlilegt í lýðræðissamfélagi að aðilar geti fengið lögbann á umfjöllun sem getur talist óþægileg fyrir forsætisráðherra stuttu fyrir kosningar sagði hann: „Ég held að ég hafi svarað þessu mjög skýrt. Ég er algjörlega á móti þessu lögbanni. Það skiptir engu máli hvort að það sé fólk í mínum flokki eða ekki. Við sem erum í stjórnmálum verðum að þola það og eigum að þola það og vitum af því að um okkur sé fjallað. Það gildir allt öðru máli um forystumenn í stjórnmálum, fyrirtækjum, embættismenn og annað heldur en um almenning.“Þannig að þér finnst þetta lögbann ekki eiga rétt á sér?„Ég er bara algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Það skiptir engu máli hvort að þeir forystumenn eru í mínum flokki eða einhverjum öðrum.“Sjá má Kosningaspjall Vísis við Guðlaug Þór í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag þar sem hann var spurður út í það hvað honum fyndist um lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni. Umfjöllun Stundarinnar hefur að mestu snúist um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og fjölskyldu hans. Hafa ýmsir ýjað að því á samfélagsmiðlum að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið að ganga erinda flokksins þar sem embættið féllst á lögbannskröfuna. Guðlaugur segir þetta af og frá. Þannig tengist slitastjórn Glitnis, sem krafðist lögbannsins, ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. „Þegar það kemur á lögbann á umfjöllun um ráðamenn og forystumenn í stjórnmálum þá er ég einfaldlega á móti því. Það er eðilegt í opnu lýðræðisþjóðfélagi að fjölmiðlar bendi á einhverja hluti ef þeir telja að það sé maðkur í mysunni, eitthvað sem misfarið er. Þessi slitastjórn Glitnis tengist okkur ekki með neinum hætti, þetta er í eigu erlendra kröfuhafa, og mér finnst svolítið sérstakt að þeir komi núna með þetta, tíu dögum eftir að þessi umfjöllun fór af stað. Eitt er alveg víst að það er að við höfum ekki með neinum hætti reynt að fara fram á lögbann við umfjöllun sem hefur snúið að okkur eða okkar forystumönnum,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðspurður hvort hann teldi það eðlilegt í lýðræðissamfélagi að aðilar geti fengið lögbann á umfjöllun sem getur talist óþægileg fyrir forsætisráðherra stuttu fyrir kosningar sagði hann: „Ég held að ég hafi svarað þessu mjög skýrt. Ég er algjörlega á móti þessu lögbanni. Það skiptir engu máli hvort að það sé fólk í mínum flokki eða ekki. Við sem erum í stjórnmálum verðum að þola það og eigum að þola það og vitum af því að um okkur sé fjallað. Það gildir allt öðru máli um forystumenn í stjórnmálum, fyrirtækjum, embættismenn og annað heldur en um almenning.“Þannig að þér finnst þetta lögbann ekki eiga rétt á sér?„Ég er bara algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Það skiptir engu máli hvort að þeir forystumenn eru í mínum flokki eða einhverjum öðrum.“Sjá má Kosningaspjall Vísis við Guðlaug Þór í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39