Ólína gengur til liðs við Útvarp Sögu: „Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2017 08:00 Ólína Þorvarðardóttir snýr aftur í fjölmiðla. Vísir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gengið til liðs við kosningaútvarpið á Útvarpi Sögu. „Þetta er bara tveggja vikna vertíð, ég er bara rétt að hlaupa undir bagga. Taka sig upp gamlir taktar í nokkra daga, það er ágætt.“ Spurð að því hvort það hafi nokkuð verið mál að rifja upp þess gömlu takta, svarar Ólína því að þetta hafi verið eins og að byrja að hjóla eftir langa mæðu. Ólína segir að hún og Arnþrúður Karlsdóttir séu gamlir vinnufélagar og vinkonur frá gamalli tíð en þær unnu saman á Ríkisútvarpinu. „Við erum nokkrar fréttakonur sem höfum haldið hópinn síðan,“ segir Ólína. Aðspurð hvernig það sé að vera nú í hlutverki spyrilsins svarar Ólína: „Það er bara alveg ljómandi skemmtilegt, það er eiginlega mun skemmtilegra. Að geta bara verið sú sem spyr hinna gagnrýnu spurninga og stýrir umræðunni. Maður fær það nú ekki alltaf þegar maður er stjórnmálamaður.“ „Ég hafði hugsað mér að reyna að veita innsýn inn í kosningamálin og ég hef fyrirætlanir um að gefa öllum tækifæri í því og gera ekki greinarmun á milli flokka hvað það varðar. Ég ætla hins vegar að vera ég sjálf eins og ég hef alltaf verið. Það er engin launung á því að ég er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og jafnaðarmaður og ég tala sem slík. Hlutleysi felst ekki í því að vera laus við skoðanir heldur að hafa allt upp á borðum og leyfa öllum að tala. Það verður mín nálgun á þetta,“ segir Ólína sem vann við fyrsta þáttinn í gær. Spurð út í umræðuhefðina segir Ólína að umræðan sé á stundum óöguð. „Ég verð að viðurkenna það og menn eru svolítið fljótir að stökkva á veikleikana ef þeir finna þá en auðvitað eiga menn ekkert að sýna neina miskunn í stjórnmálaumræðu en fólk verður að sýna ákveðinn drengskap og vera málefnalegt. Það er kannski fyrst og fremst það sem mér finnst skipta máli. Það má auðvitað gagnrýna stjórnmálamenn og sjálfsagt að gera það, verk þeirra, skulum við segja, frekar heldur en þá sjálfa.“Hefurðu áhuga á frekari störfum á vettvangi fjölmiðla?„Ég er nú svo ævintýragjörn að ég læt yfirleitt ekki góð tækifæri fram hjá mér fara þannig að það er aldrei að vita. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti, að vera með fingur á púlsinum.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur gengið til liðs við kosningaútvarpið á Útvarpi Sögu. „Þetta er bara tveggja vikna vertíð, ég er bara rétt að hlaupa undir bagga. Taka sig upp gamlir taktar í nokkra daga, það er ágætt.“ Spurð að því hvort það hafi nokkuð verið mál að rifja upp þess gömlu takta, svarar Ólína því að þetta hafi verið eins og að byrja að hjóla eftir langa mæðu. Ólína segir að hún og Arnþrúður Karlsdóttir séu gamlir vinnufélagar og vinkonur frá gamalli tíð en þær unnu saman á Ríkisútvarpinu. „Við erum nokkrar fréttakonur sem höfum haldið hópinn síðan,“ segir Ólína. Aðspurð hvernig það sé að vera nú í hlutverki spyrilsins svarar Ólína: „Það er bara alveg ljómandi skemmtilegt, það er eiginlega mun skemmtilegra. Að geta bara verið sú sem spyr hinna gagnrýnu spurninga og stýrir umræðunni. Maður fær það nú ekki alltaf þegar maður er stjórnmálamaður.“ „Ég hafði hugsað mér að reyna að veita innsýn inn í kosningamálin og ég hef fyrirætlanir um að gefa öllum tækifæri í því og gera ekki greinarmun á milli flokka hvað það varðar. Ég ætla hins vegar að vera ég sjálf eins og ég hef alltaf verið. Það er engin launung á því að ég er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og jafnaðarmaður og ég tala sem slík. Hlutleysi felst ekki í því að vera laus við skoðanir heldur að hafa allt upp á borðum og leyfa öllum að tala. Það verður mín nálgun á þetta,“ segir Ólína sem vann við fyrsta þáttinn í gær. Spurð út í umræðuhefðina segir Ólína að umræðan sé á stundum óöguð. „Ég verð að viðurkenna það og menn eru svolítið fljótir að stökkva á veikleikana ef þeir finna þá en auðvitað eiga menn ekkert að sýna neina miskunn í stjórnmálaumræðu en fólk verður að sýna ákveðinn drengskap og vera málefnalegt. Það er kannski fyrst og fremst það sem mér finnst skipta máli. Það má auðvitað gagnrýna stjórnmálamenn og sjálfsagt að gera það, verk þeirra, skulum við segja, frekar heldur en þá sjálfa.“Hefurðu áhuga á frekari störfum á vettvangi fjölmiðla?„Ég er nú svo ævintýragjörn að ég læt yfirleitt ekki góð tækifæri fram hjá mér fara þannig að það er aldrei að vita. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu andrúmslofti, að vera með fingur á púlsinum.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira