Stefnir á að ná 160 kílóum upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2017 06:00 Afrekskona. Fanney hefur náð ótrúlegum árangri og er hvergi nærri hætt. Hún stefnir hærra og að lyfta enn þyngra. fréttablaðið/anton Fanney Hauksdóttir varð um helgina Evrópumeistari í bekkpressu þriðja árið í röð. Mótið fór fram á La Manga á Spáni. „Ég fór út til að reyna að verja titilinn minn og það var markmiðið allt frá byrjun. Og það er æðislegt að það gekk upp,“ sagði Fanney í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún var þá nýkomin heim frá Spáni og gullmedalían góða var enn í töskunni. Fanney hefur sankað að sér verðlaunagripum síðan hún byrjaði að keppa á alþjóðamótum árið 2013. Síðan þá hefur Seltirningurinn unnið til 10 verðlauna á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Sigur Fanneyjar á EM um helgina var afar öruggur. Hún lyfti 155 kg í fyrstu tilraun og það dugði henni til sigurs. Sonja-Stefanie Krüger frá Þýskaland varð í 2. sæti en hún lyfti 142,5 kg.Öruggur sigur „Sigurinn var öruggur í þetta skiptið. Það var gaman að tryggja þetta í fyrstu lyftu. Ég get ekki verið annað en glöð með þetta,“ sagði Fanney. En fékk hún meiri samkeppni þegar hún vann hina tvo titlana? „Maður veit aldrei hvernig þetta verður. Það er alltaf samkeppni og maður veit aldrei hvað andstæðingurinn gerir. Þetta er alltaf keppni.“ Fanney reyndi tvisvar sinnum við 160 kg en án árangurs. Hún segist stefna að því að ná lyfta þeirri þyngd. „Ég var nærri því að ná þessu í annarri lyftu en var svo alveg búin í þeirri þriðju. Ég finn að ég á þetta inni. Maður þarf bara að vinna vel og reyna að ná því upp,“ sagði Fanney en hennar besti árangur er 157,5 kg sem er bæði Íslands- og Norðurlandamet. Engin mót eru á dagskránni hjá Fanneyju það sem eftir lifir árs en hún tekur aftur upp þráðinn á árinu 2018.Fínt að fá smá hlé „Þetta hefur verið langt keppnistímabil, mörg mót og mikið að gera. Það er fínt að fá smá hlé til að geta æft almennilega. Maður æfir svolítið öðruvísi þegar það er ekki keppnistímabil,“ sagði Fanney sem mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. Hún stefnir að því að keppa á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Aðrar íþróttir Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Fanney Hauksdóttir varð um helgina Evrópumeistari í bekkpressu þriðja árið í röð. Mótið fór fram á La Manga á Spáni. „Ég fór út til að reyna að verja titilinn minn og það var markmiðið allt frá byrjun. Og það er æðislegt að það gekk upp,“ sagði Fanney í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún var þá nýkomin heim frá Spáni og gullmedalían góða var enn í töskunni. Fanney hefur sankað að sér verðlaunagripum síðan hún byrjaði að keppa á alþjóðamótum árið 2013. Síðan þá hefur Seltirningurinn unnið til 10 verðlauna á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði. Sigur Fanneyjar á EM um helgina var afar öruggur. Hún lyfti 155 kg í fyrstu tilraun og það dugði henni til sigurs. Sonja-Stefanie Krüger frá Þýskaland varð í 2. sæti en hún lyfti 142,5 kg.Öruggur sigur „Sigurinn var öruggur í þetta skiptið. Það var gaman að tryggja þetta í fyrstu lyftu. Ég get ekki verið annað en glöð með þetta,“ sagði Fanney. En fékk hún meiri samkeppni þegar hún vann hina tvo titlana? „Maður veit aldrei hvernig þetta verður. Það er alltaf samkeppni og maður veit aldrei hvað andstæðingurinn gerir. Þetta er alltaf keppni.“ Fanney reyndi tvisvar sinnum við 160 kg en án árangurs. Hún segist stefna að því að ná lyfta þeirri þyngd. „Ég var nærri því að ná þessu í annarri lyftu en var svo alveg búin í þeirri þriðju. Ég finn að ég á þetta inni. Maður þarf bara að vinna vel og reyna að ná því upp,“ sagði Fanney en hennar besti árangur er 157,5 kg sem er bæði Íslands- og Norðurlandamet. Engin mót eru á dagskránni hjá Fanneyju það sem eftir lifir árs en hún tekur aftur upp þráðinn á árinu 2018.Fínt að fá smá hlé „Þetta hefur verið langt keppnistímabil, mörg mót og mikið að gera. Það er fínt að fá smá hlé til að geta æft almennilega. Maður æfir svolítið öðruvísi þegar það er ekki keppnistímabil,“ sagði Fanney sem mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. Hún stefnir að því að keppa á HM og EM, bæði í klassískri bekkpressu og bekkpressu með búnaði.
Aðrar íþróttir Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira