Kirkuk í höndum Íraka Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2017 19:57 Vísir/AFP Írakski herinn er nú með stjórn á borginni Kirkuk eftir sókn gegn Kúrdum sem hófst í gærkvöldi. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið og þá hve margir en yfirvöld í Baghdad segja að Peshmerga-sveitir og aðrar vopnaðar sveitir Kúrda hafi hörfað án átaka. Það er þó ljóst að til bardaga kom sunnan við borgina og munu einhverjir hafa fallið þar samkvæmt frétt Reuters.Undanhald Kúrda hefur leitt til deilna á milli tveggja helstu fylkinga þeirra í Írak, KDP og PUK. Yfirstjórn Peshmerga-sveitanna hefur samkvæmt BBC sakað PUK-liða um að hafa svikið íbúa Kúrdistan. PUK-liðar segja hins vegar að þeir hafi ekki fyrirskipað undanhald og að tugir meðlima þeirra hafi dáið og særst. Það hafi hins vegar enginn meðlimur Peshmerga-sveitanna gert.Kúrdar tóku yfir stjórn Kirkuk eftir að írakski herinn flúði undan skyndisókn Íslamska ríkisins sumarið 2014. Peshmerga-sveitir Kúrda ráku ISIS-liða svo frá borginni og nærliggjandi svæðum. Stórar olíulindir eru umhverfis borgina en tekjurnar þaðan hafa reynst Kúrdum mikilvægar á undanförnum árum. Ekki er vitað hvort og þá hvenær írakski herinn mun reyna að ná tökum á olíulindunum. Þrjár vikur eru síðan atkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Írak var haldin á sjálfstjórnarsvæði Kúrda og í Kirkuk. Leiðtogar Írak hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna. Þúsundir Kúrda flúðu frá Kirkuk í dag af ótta við hefndaraðgerðir. Bandaríkin hafa kallað eftir ró á svæðinu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nú í kvöld að Bandaríkin væru hlutlaus en það væri ekki gott að til átaka hefðu komið þar sem Bandaríkin hafi átt í góðu samstarfi með báðum aðilum. Aðgerðir Íraka voru studdar af yfirvöldum í Tyrklandi og í Íran. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands.Án ríkis í hundrað árVið lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar beittir þrýstingi Yfirvöld Írak, Tyrklandi og Íran vilja að Kúrdar felli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstætt ríki Kúrda úr gildi. 29. september 2017 13:16 Írakar handtaka háttsetta Kúrda Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar. 12. október 2017 06:00 Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00 Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. 16. október 2017 06:42 Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Írakski herinn er nú með stjórn á borginni Kirkuk eftir sókn gegn Kúrdum sem hófst í gærkvöldi. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið og þá hve margir en yfirvöld í Baghdad segja að Peshmerga-sveitir og aðrar vopnaðar sveitir Kúrda hafi hörfað án átaka. Það er þó ljóst að til bardaga kom sunnan við borgina og munu einhverjir hafa fallið þar samkvæmt frétt Reuters.Undanhald Kúrda hefur leitt til deilna á milli tveggja helstu fylkinga þeirra í Írak, KDP og PUK. Yfirstjórn Peshmerga-sveitanna hefur samkvæmt BBC sakað PUK-liða um að hafa svikið íbúa Kúrdistan. PUK-liðar segja hins vegar að þeir hafi ekki fyrirskipað undanhald og að tugir meðlima þeirra hafi dáið og særst. Það hafi hins vegar enginn meðlimur Peshmerga-sveitanna gert.Kúrdar tóku yfir stjórn Kirkuk eftir að írakski herinn flúði undan skyndisókn Íslamska ríkisins sumarið 2014. Peshmerga-sveitir Kúrda ráku ISIS-liða svo frá borginni og nærliggjandi svæðum. Stórar olíulindir eru umhverfis borgina en tekjurnar þaðan hafa reynst Kúrdum mikilvægar á undanförnum árum. Ekki er vitað hvort og þá hvenær írakski herinn mun reyna að ná tökum á olíulindunum. Þrjár vikur eru síðan atkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Írak var haldin á sjálfstjórnarsvæði Kúrda og í Kirkuk. Leiðtogar Írak hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna. Þúsundir Kúrda flúðu frá Kirkuk í dag af ótta við hefndaraðgerðir. Bandaríkin hafa kallað eftir ró á svæðinu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nú í kvöld að Bandaríkin væru hlutlaus en það væri ekki gott að til átaka hefðu komið þar sem Bandaríkin hafi átt í góðu samstarfi með báðum aðilum. Aðgerðir Íraka voru studdar af yfirvöldum í Tyrklandi og í Íran. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands.Án ríkis í hundrað árVið lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar beittir þrýstingi Yfirvöld Írak, Tyrklandi og Íran vilja að Kúrdar felli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstætt ríki Kúrda úr gildi. 29. september 2017 13:16 Írakar handtaka háttsetta Kúrda Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar. 12. október 2017 06:00 Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00 Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. 16. október 2017 06:42 Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Kúrdar beittir þrýstingi Yfirvöld Írak, Tyrklandi og Íran vilja að Kúrdar felli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstætt ríki Kúrda úr gildi. 29. september 2017 13:16
Írakar handtaka háttsetta Kúrda Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar. 12. október 2017 06:00
Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00
Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. 16. október 2017 06:42
Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00
Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00