Tesla rekur hundruði starfsmanna Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2017 12:48 Heilmikil vandræði virðast innanhúss hjá Tesla nú um stundir. Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum rak um 400 starfsmenn sína í síðustu viku, þar á meðal fjölmarga yfirmenn og hópstjóra. Svo virðist sem heilmikil vandræði séu nú í herbúðum Tesla þar sem fyrirtækinu tekst illa upp við að auka framleiðslu sína þó svo yfir 450.000 pantanir liggi fyrir af nýjasta bíl Tesla, Model 3. Tesla er langt á eftir fyrri áætlunum um framleiðsluhraða og svo virðist sem geta fyrirtækisins til að auka við hann sé takmörkuð og það fer illa í yfirstjórn Tesla og því gætu þessar brottvikningar endurspeglað þann pirring. Tesla lét ekki vita af þessum brottvikningum, en fréttir þess efnis bárust í fyrstu frá fyrrum starfsmanni Tesla. Í fyrri áætlunum Tesla hefði nú átt að vera farin af stað heilmikil fjöldaframleiðsla á Tesla Model 3 bílnum, en engan veginn tekst að hraða framleiðslunni að neinu marki og á þriðja ársfjórðungi ársisns, frá júlí til september tókst aðeins að framleiða 260 Model 3 bíla. Á meðan bíða óþreyjufullir kaupendur, sem fyrir löngu hafa pantað sinn Model 3 bíl og horfa bara á að afgreiðslutíminn mun áfram lengjast og það umtalsvert ef Tesla fer ekki að takast að auka hraðann í framleiðslunni. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla í Bandaríkjunum rak um 400 starfsmenn sína í síðustu viku, þar á meðal fjölmarga yfirmenn og hópstjóra. Svo virðist sem heilmikil vandræði séu nú í herbúðum Tesla þar sem fyrirtækinu tekst illa upp við að auka framleiðslu sína þó svo yfir 450.000 pantanir liggi fyrir af nýjasta bíl Tesla, Model 3. Tesla er langt á eftir fyrri áætlunum um framleiðsluhraða og svo virðist sem geta fyrirtækisins til að auka við hann sé takmörkuð og það fer illa í yfirstjórn Tesla og því gætu þessar brottvikningar endurspeglað þann pirring. Tesla lét ekki vita af þessum brottvikningum, en fréttir þess efnis bárust í fyrstu frá fyrrum starfsmanni Tesla. Í fyrri áætlunum Tesla hefði nú átt að vera farin af stað heilmikil fjöldaframleiðsla á Tesla Model 3 bílnum, en engan veginn tekst að hraða framleiðslunni að neinu marki og á þriðja ársfjórðungi ársisns, frá júlí til september tókst aðeins að framleiða 260 Model 3 bíla. Á meðan bíða óþreyjufullir kaupendur, sem fyrir löngu hafa pantað sinn Model 3 bíl og horfa bara á að afgreiðslutíminn mun áfram lengjast og það umtalsvert ef Tesla fer ekki að takast að auka hraðann í framleiðslunni.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent