Handbolti

Arnar Birkir: Ég miða aldrei. Ég negli bara

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Arnar Birkir Hálfdánsson.
Arnar Birkir Hálfdánsson. Vísir/Anton
„Bara yes! Tvö stig. Það eru viðbrögðin mín í dag,“ sagði hin eldheiti Arnar Birkir Hálfdánsson eftir að 10 mörk hans hjálpuðu Fram að sigra Gróttu í kvöld, 28-24.

Arnar Birkir átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en í þeim seinni small allt inn í markið hjá honum þar sem hann negldi boltanum ítrekað upp í samskeytin. Óverjandi fyrir Hreiðar Leví.

En hvað breyttist frá fyrri hálfleik?

„Fór örugglega að hugsa minna og skjóta meira. Held að það sé bara málið. Ég miða aldrei. Ég negli bara,“ sagði  Arnar Birkir.

Hann hrósaði vörninni hástert en hún lokaði á nær allar sóknaraðgerðir Gróttu en markahæsti leikmaður Gróttu var Maximillian Jonsson sem skoraði 10 mörk og þar af komu níu mörk af vítapunktinum.

„Ég var mjög ánægður með vörnina. Í svona fimmtíu mínútur þá vorum við frábærir. Vorum þéttir í dag og flottir,“ sagði  Arnar Birkir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×