Lausir kjarasamningar BHM – skýr krafa um afturvirkni Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 16. október 2017 06:00 Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa samninga við ríkið frá 1. sept. sl. eða frá því að úrskurður gerðardóms, sem settur var í kjölfar lagasetningar á lögmætar verkfallsaðgerðir, féll úr gildi. Um er að ræða 6.000 starfsmenn á 200 ríkisstofnunum. Hvert félaganna sautján fer með samningsréttinn fyrir hönd félagsmanna sinna. Það eru um margt óvenjulegar aðstæður uppi í stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin er fallin tæpu ári eftir kosningar og boðað hefur verið að nýju til alþingiskosninga. Í þessu róti er mikilvægt að missa ekki sjónar á því mikilvæga verkefni að ná kjarasamningum við BHM-félögin. Af okkar hálfu er skýrt að samningur tekur við af samningi, þ.e.a.s. nýir kjarasamningar þurfa að gilda frá 1. september 2017. Fyrir afturvirkni eru fjölmörg fordæmi og varla þarf að eyða orku samningafólks í að þrasa um sjálfsagða hluti. Það er nóg annað um að ræða við samningaborðið. Samninganefndir BHM hafa ítrekað bent ríkinu á þann vanda sem skapast þegar launasetning stétta er ólík á milli stofnana, auk þess sem fyrir liggur hvaða ríkisstofnanir eru krónískar láglaunastofnanir og hverjar ekki. Stofnanasamningakerfið stendur víða á brauðfótum. Nýtt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna kallar á leiðréttingu launa á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og enn er krafan um að menntun skuli metin til launa jafn brýn og áður. Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins en ber einnig ásamt sveitarfélögunum ábyrgð á almannaþjónustu við alla landsmenn á sviði heilbrigðis- og menntamála. Það heldur úti stjórnsýslu og réttarvörslukerfi og ber ábyrgð á uppbyggingu innviða hvort heldur er samgöngum eða sjúkrahúsbyggingum. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld hafi vilja og getu til að aðgreina þetta tvíþætta hlutverk hins opinbera sem framkvæmdarvald annars vegar og vinnuveitandi hins vegar í kjaraviðræðum vetrarins.Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa samninga við ríkið frá 1. sept. sl. eða frá því að úrskurður gerðardóms, sem settur var í kjölfar lagasetningar á lögmætar verkfallsaðgerðir, féll úr gildi. Um er að ræða 6.000 starfsmenn á 200 ríkisstofnunum. Hvert félaganna sautján fer með samningsréttinn fyrir hönd félagsmanna sinna. Það eru um margt óvenjulegar aðstæður uppi í stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin er fallin tæpu ári eftir kosningar og boðað hefur verið að nýju til alþingiskosninga. Í þessu róti er mikilvægt að missa ekki sjónar á því mikilvæga verkefni að ná kjarasamningum við BHM-félögin. Af okkar hálfu er skýrt að samningur tekur við af samningi, þ.e.a.s. nýir kjarasamningar þurfa að gilda frá 1. september 2017. Fyrir afturvirkni eru fjölmörg fordæmi og varla þarf að eyða orku samningafólks í að þrasa um sjálfsagða hluti. Það er nóg annað um að ræða við samningaborðið. Samninganefndir BHM hafa ítrekað bent ríkinu á þann vanda sem skapast þegar launasetning stétta er ólík á milli stofnana, auk þess sem fyrir liggur hvaða ríkisstofnanir eru krónískar láglaunastofnanir og hverjar ekki. Stofnanasamningakerfið stendur víða á brauðfótum. Nýtt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna kallar á leiðréttingu launa á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og enn er krafan um að menntun skuli metin til launa jafn brýn og áður. Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins en ber einnig ásamt sveitarfélögunum ábyrgð á almannaþjónustu við alla landsmenn á sviði heilbrigðis- og menntamála. Það heldur úti stjórnsýslu og réttarvörslukerfi og ber ábyrgð á uppbyggingu innviða hvort heldur er samgöngum eða sjúkrahúsbyggingum. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld hafi vilja og getu til að aðgreina þetta tvíþætta hlutverk hins opinbera sem framkvæmdarvald annars vegar og vinnuveitandi hins vegar í kjaraviðræðum vetrarins.Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar