Bjarni segir „tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2017 19:00 Bjarni Benediktsson segir Íslendinga eiga að senda skýr skilaboð um að þeir muni leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Flokksbróðir hans Ásmundur Friðriksson ritaði grein um hælisleitendur í Morgunblaðið í gær sem hefur vakið mikið umtal. Vísir „Mannúð og mildi eru leiðarljós okkar í þessum málaflokki og fjármunum til hans er vel varið,“ segir Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, í grein um hælisumsóknir sem hann birtir á Facebook. Tilefni greinarinnar er væntanlega skrif Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda sem birtist í Morgunblaðinu í gær og hefur vakið mikið umtal. Bjarni segir Íslendinga eiga að senda út skýr skilaboð um að þeir ætli að leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Framlag Íslendinga muni ávallt takmarkast við stærð og styrk en Íslendingar hafi sýnt að það sem þeir gera skipti máli.„Tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Hann segir einn þátt þessa málaflokks verða iðulega tilefni til harðra orðaskipta en það varði það sem á stjórnsýslumáli kallast „tilhæfulausar umsóknir“ um alþjóðlega vernd. Flestar umsóknir þeirra sem koma frá ríkjum sem ekki eru á lista yfir óörugg lönd falla undir þá skilgreiningu að sögn Bjarna. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að beita sambærilegri túlkun og samstarfsþjóðir þeirra. „Reynsla stjórnvalda í öðrum löndum sýnir að það er mikilvægt að beita samræmdri túlkun reglnanna. Ella er boðið heim hættunni á að fá yfir okkur aukinn fjölda umsókna um hæli sem alls staðar annars staðar yrði hafnað. Um leið dregur úr getu okkar til að hjálpa þeim sem þurfa raunverulega á skjóli að halda,“ segir Bjarni. Hann nefnir að mikil fjölgun hafi orðið í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd í fyrra, þegar tölurnar þrefölduðust á milli áranna 2015 og 2016. „Við sjáum ekki sömu þróun milli ára nú, þar sem meðalfjöldi umsækjenda á mánuði er sambærilegur milli ára. Með samfellu í afgreiðslu þessara mála höfum við ekki ástæðu til að ætla að tilhæfulausum umsóknum þurfi að fjölga hér frekar,“ segir Bjarni.Nærtækara að endurskoða lagaumhverfið Hann spyr hvort tímabært sé að fara nánar yfir almenna regluverkið. „Í gildi eru reglur vegna þeirra sem vilja koma til landsins og sækjast eftir dvalarleyfi. Allir utan EES svæðisins þurfa þannig að uppfylla ákveðin grunnskilyrði eins og að vera sjúkratryggðir, geta framfleytt sér og sannað á sér deili. Í gegnum tíðina hef ég rekist á dæmi um mál þar sem þessar almennu reglur gerðu fólki, sem vildi flytja hingað til að búa og starfa, allt of erfitt fyrir. Mér finnst því að það hljóti að vera mun nærtækara að endurskoða þetta lagaumhverfi en að slaka verulega á málsmeðferðarkröfum vegna hælisleitenda.“Framlag Íslendinga stórvaxið Bjarni segir framlag Íslendinga til hjálparstarfa hafa stórvaxið og hluti aðstoðar þeirra felist í því að senda fólk á vettvang og sinna borgaralegum verkefnum. Íslendingar hafi í stórauknum mæli tekið við flóttafólki beint úr flóttamannabúðum og á Íslandi hafi verið aukinn stuðningur við íslenskukennslu, húsnæðisleit og aðlögun að samfélaginu. „Alls kyns áskoranir hafa fylgt þessum breyttu aðstæðum fyrir stjórnkerfi okkar en heilt yfir hefur tekist ágætlega til. Við höfum brugðist hratt við. Málsmeðferðartími hefur styst verulega. Við höfum styrkt stjórnsýsluna fjárhagslega og faglega og sett okkur það markmið að aðstoð við þá sem fá hér hæli verði sambærileg við þá sem flóttamenn hafa fengið.“Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook að umræðan um málefni útlendinga sé flókin og hún hafi lært mikið sem aðstoðarmaður í ráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal þegar mikið gekk á í málefnum hælisleitenda. „Við fengum málaflokkinn í fangið og þurftum að vinna hratt, læra hratt, þróa hratt, breyta hratt. Það sem skiptir máli í þessu er að oft er verið að blanda ýmsum hlutum saman. Við tökum á móti kvótaflóttafólki, ekki mörgu fólki en þegar við gerum það stöndum við almennt vel að því. Við tökum á móti fólki sem býr við hræðilegar aðstæður, í flóttamannabúðum, þar sem það hefur þurft að flýja heimili sín vegna þess að það er verið að sprengja þau í loft upp. Að sjálfsögðu á eitt ríkasta land í heimi að taka þátt í slíku alþjóðlegu hjálparstarfi. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar Þórdís. Hún segir innflytjendur eitt, kvótaflóttafólk annað, hælisleitendur enn annað og þegar hælisleitendur hafi fengið umsókn sína samþykkta fái þeir alþjóðlega vernd. Á þessu sé mikill munur að sögn Þórdísar og ekki hægt að grauta því saman í umræðum um málefni útlendinga almennt. Hún segir afstöðu Sjálfstæðisflokksins skýra þegar kemur að málefnum útlendinga, þeir sem tala gegn henni geri það á eigin ábyrgð. Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
„Mannúð og mildi eru leiðarljós okkar í þessum málaflokki og fjármunum til hans er vel varið,“ segir Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, í grein um hælisumsóknir sem hann birtir á Facebook. Tilefni greinarinnar er væntanlega skrif Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda sem birtist í Morgunblaðinu í gær og hefur vakið mikið umtal. Bjarni segir Íslendinga eiga að senda út skýr skilaboð um að þeir ætli að leggja sitt af mörkum vegna flóttamannavandans. Framlag Íslendinga muni ávallt takmarkast við stærð og styrk en Íslendingar hafi sýnt að það sem þeir gera skipti máli.„Tilhæfulausar umsóknir“ iðulega tilefni til harðra orðaskipta Hann segir einn þátt þessa málaflokks verða iðulega tilefni til harðra orðaskipta en það varði það sem á stjórnsýslumáli kallast „tilhæfulausar umsóknir“ um alþjóðlega vernd. Flestar umsóknir þeirra sem koma frá ríkjum sem ekki eru á lista yfir óörugg lönd falla undir þá skilgreiningu að sögn Bjarna. Formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að beita sambærilegri túlkun og samstarfsþjóðir þeirra. „Reynsla stjórnvalda í öðrum löndum sýnir að það er mikilvægt að beita samræmdri túlkun reglnanna. Ella er boðið heim hættunni á að fá yfir okkur aukinn fjölda umsókna um hæli sem alls staðar annars staðar yrði hafnað. Um leið dregur úr getu okkar til að hjálpa þeim sem þurfa raunverulega á skjóli að halda,“ segir Bjarni. Hann nefnir að mikil fjölgun hafi orðið í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd í fyrra, þegar tölurnar þrefölduðust á milli áranna 2015 og 2016. „Við sjáum ekki sömu þróun milli ára nú, þar sem meðalfjöldi umsækjenda á mánuði er sambærilegur milli ára. Með samfellu í afgreiðslu þessara mála höfum við ekki ástæðu til að ætla að tilhæfulausum umsóknum þurfi að fjölga hér frekar,“ segir Bjarni.Nærtækara að endurskoða lagaumhverfið Hann spyr hvort tímabært sé að fara nánar yfir almenna regluverkið. „Í gildi eru reglur vegna þeirra sem vilja koma til landsins og sækjast eftir dvalarleyfi. Allir utan EES svæðisins þurfa þannig að uppfylla ákveðin grunnskilyrði eins og að vera sjúkratryggðir, geta framfleytt sér og sannað á sér deili. Í gegnum tíðina hef ég rekist á dæmi um mál þar sem þessar almennu reglur gerðu fólki, sem vildi flytja hingað til að búa og starfa, allt of erfitt fyrir. Mér finnst því að það hljóti að vera mun nærtækara að endurskoða þetta lagaumhverfi en að slaka verulega á málsmeðferðarkröfum vegna hælisleitenda.“Framlag Íslendinga stórvaxið Bjarni segir framlag Íslendinga til hjálparstarfa hafa stórvaxið og hluti aðstoðar þeirra felist í því að senda fólk á vettvang og sinna borgaralegum verkefnum. Íslendingar hafi í stórauknum mæli tekið við flóttafólki beint úr flóttamannabúðum og á Íslandi hafi verið aukinn stuðningur við íslenskukennslu, húsnæðisleit og aðlögun að samfélaginu. „Alls kyns áskoranir hafa fylgt þessum breyttu aðstæðum fyrir stjórnkerfi okkar en heilt yfir hefur tekist ágætlega til. Við höfum brugðist hratt við. Málsmeðferðartími hefur styst verulega. Við höfum styrkt stjórnsýsluna fjárhagslega og faglega og sett okkur það markmið að aðstoð við þá sem fá hér hæli verði sambærileg við þá sem flóttamenn hafa fengið.“Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook að umræðan um málefni útlendinga sé flókin og hún hafi lært mikið sem aðstoðarmaður í ráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal þegar mikið gekk á í málefnum hælisleitenda. „Við fengum málaflokkinn í fangið og þurftum að vinna hratt, læra hratt, þróa hratt, breyta hratt. Það sem skiptir máli í þessu er að oft er verið að blanda ýmsum hlutum saman. Við tökum á móti kvótaflóttafólki, ekki mörgu fólki en þegar við gerum það stöndum við almennt vel að því. Við tökum á móti fólki sem býr við hræðilegar aðstæður, í flóttamannabúðum, þar sem það hefur þurft að flýja heimili sín vegna þess að það er verið að sprengja þau í loft upp. Að sjálfsögðu á eitt ríkasta land í heimi að taka þátt í slíku alþjóðlegu hjálparstarfi. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar Þórdís. Hún segir innflytjendur eitt, kvótaflóttafólk annað, hælisleitendur enn annað og þegar hælisleitendur hafi fengið umsókn sína samþykkta fái þeir alþjóðlega vernd. Á þessu sé mikill munur að sögn Þórdísar og ekki hægt að grauta því saman í umræðum um málefni útlendinga almennt. Hún segir afstöðu Sjálfstæðisflokksins skýra þegar kemur að málefnum útlendinga, þeir sem tala gegn henni geri það á eigin ábyrgð.
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00 Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni. 15. október 2017 12:00
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30
Páll ósammála Ásmundi en segir viðbrögð við greininni yfirdrifin Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segist ósammála þeirri framsetningu sem Ásmundur Friðriksson setur fram í grein um hælisleitendur og birtist í Morgunblaðinu í gær. 15. október 2017 15:30