Segir takmarkanir aldraðra brot á mannréttindum: „Neitum að vera á síðasta söludegi“ Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. október 2017 21:08 Formaður landssambands eldri borgara segir takmarkanir sem aldraðir verða fyrir vegna aldurs vera brot á mannréttindum. Eldri borgarar gera þá kröfu til þingmanna að loknum kosningum að frítekjumarkið verði hækkað svo aldraðir festist ekki í fátæktargildrum. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur á Íslandi eru um 40 þúsund talsins og fer óðum fjölgandi. Í tilkynningu frá samtökum eldri borgara telja þeir sig að ýmsu leyti afskipta í því meinta góðæri sem nú ríkir. Hagsmunasamtök eldri borgara boðuðu til samstöðufundar í Háskóalbíó í dag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum sátu fyrir svörum. „Eldri borgurum þessa lands líður ekki mjög vel og þeir vilja láta af sér fyrir þessar Alþingiskosningar að það er breytinga þörf á högum þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Gráa hernum, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Háskólabíó í dag.Vísir/SkjáskotTakmarkanir vegna aldurs mannréttindabrotUrgur hefur verið í hópi eldri borgara frá því að ný lög um frítekjumark tóku gildi um síðustu áramót en lögin lækkuðu frítekjumark aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund. Einungis vegna þessara breytinga hafa margir látið af störfum þrátt fyrir a vera tilbúnir til frekari atvinnuþátttöku. Eldri borgarar gera líka þá kröfu að fá að vinna lengur. „Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir, svo sem vegna aldurs, eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki þótt það komi einn afmælisdagur í viðbót,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í ávarpi sínu í Háskólabíói í dag. „Neitum að vera á síðasta söludegi.“Loforð eru loforð„Það að fólk megi vinna fyrir 25 þúsund krónur er alveg út í hött. Og það er fullkomið brot á mannréttindum,“ sagði Þórunn enn fremur í samtali við fréttastofu. „Og hin frítekjumörkin gagnvart lífeyrissjóðunum, 45 prósent, það er líka út í hött, það er verið að skemma með þessu.“Nær allir, ef ekki allir, flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis fyrir þessar kosningar hafa sett málefni eldri borgara á sína stefnuskrá. Þurfiði að hafa einhverjar áhyggjur?„Eins og ég sagði áðan í minni ræðu: ekki setja tíu loforð á blað og standa svo við eitt þeirra. Það gengur ekki, það hefur gerst. Loforð eru loforð.“ Kosningar 2017 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Formaður landssambands eldri borgara segir takmarkanir sem aldraðir verða fyrir vegna aldurs vera brot á mannréttindum. Eldri borgarar gera þá kröfu til þingmanna að loknum kosningum að frítekjumarkið verði hækkað svo aldraðir festist ekki í fátæktargildrum. Þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur á Íslandi eru um 40 þúsund talsins og fer óðum fjölgandi. Í tilkynningu frá samtökum eldri borgara telja þeir sig að ýmsu leyti afskipta í því meinta góðæri sem nú ríkir. Hagsmunasamtök eldri borgara boðuðu til samstöðufundar í Háskóalbíó í dag þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í komandi Alþingiskosningum sátu fyrir svörum. „Eldri borgurum þessa lands líður ekki mjög vel og þeir vilja láta af sér fyrir þessar Alþingiskosningar að það er breytinga þörf á högum þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Gráa hernum, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Háskólabíó í dag.Vísir/SkjáskotTakmarkanir vegna aldurs mannréttindabrotUrgur hefur verið í hópi eldri borgara frá því að ný lög um frítekjumark tóku gildi um síðustu áramót en lögin lækkuðu frítekjumark aldraðra úr 109 þúsund krónum á mánuði niður í 25 þúsund. Einungis vegna þessara breytinga hafa margir látið af störfum þrátt fyrir a vera tilbúnir til frekari atvinnuþátttöku. Eldri borgarar gera líka þá kröfu að fá að vinna lengur. „Það eru mannréttindi að vera sjálfbær eldri borgari og takmarkanir, svo sem vegna aldurs, eru brot á mannréttindum. Heilinn hættir ekki þótt það komi einn afmælisdagur í viðbót,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í ávarpi sínu í Háskólabíói í dag. „Neitum að vera á síðasta söludegi.“Loforð eru loforð„Það að fólk megi vinna fyrir 25 þúsund krónur er alveg út í hött. Og það er fullkomið brot á mannréttindum,“ sagði Þórunn enn fremur í samtali við fréttastofu. „Og hin frítekjumörkin gagnvart lífeyrissjóðunum, 45 prósent, það er líka út í hött, það er verið að skemma með þessu.“Nær allir, ef ekki allir, flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis fyrir þessar kosningar hafa sett málefni eldri borgara á sína stefnuskrá. Þurfiði að hafa einhverjar áhyggjur?„Eins og ég sagði áðan í minni ræðu: ekki setja tíu loforð á blað og standa svo við eitt þeirra. Það gengur ekki, það hefur gerst. Loforð eru loforð.“
Kosningar 2017 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels