Fær stundum óþægileg viðbrögð vegna fósturláts: „Það eru allir að meina vel en það er stundum betra að vera til staðar en að segja eitthvað“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. október 2017 20:00 Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. María Peta Hlöðversdóttir átti von á sínu öðru barni fyrir fjórum árum. Gríðarleg eftirvænting var á heimilinu en þegar María var komin 19 vikur á leið hætti hún skyndilega að finna fyrir hreyfingum og áttaði sig fljótt á því að ekki væri allt með felldu. „Og fékk tíma hjá ljósmóðurinni minni í aukaskoðun og hún heyrði ekki hjartsláttinn og sendi mig beint niður á fósturgreiningadeild og þar kom í ljós að þetta var bara búið,“ segir María en tveimur dögum síðar, eða þann 24 mars árið 2013, fæddist Friðgeir Freyr.„Tilfinningin að fá ekki að taka barnið með heim: afhverju ég? Þetta er eitthvað sem maður á að geta verndað. Það eru börnin manns. En þarna getur maður það ekki,“ segir María Peta en við tók erfitt tímabil. María Peta, sem fékk tveggja mánaða fæðingarorlof, nýtti sér alla þá sálfræðiþjónustu sem í boði er hjá Landspítalanum en það eru nokkrir tímar hjá sálfræðingi. „Það þarf að koma eitthvað þarna eftir á. Það þarf að vera einhver eftirfylgni. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það þarf einhverju að breyta,“ segir María Peta. Missir á meðgöngu snertir hundruði manna á Íslandi árlega að sögn Hildu Friðfinnsdóttur, yfirljósmóður. Hún segir að alltaf sé verið að reyna að gera betur í þjónustu við konurnar og aðstandendur. „Við erum að taka á móti konum sem missa á tímabilinu 12 til 22 vikum. Það eru um það bil fimmtíu konur á ári. Síðan eru það konurnar sem missa eftir 22 vikur og þær eru svona um 10 á ári. Við erum að tala um allavega eina á viku og stundum tvær,“ segir Hilda. Á morgun er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Gleym mér ei, styrktarfélag, stendur fyrir minningarstund í Neskirkju en María Peta hvetur alla sem gætu átt erindi að mæta. Þá segir hún mikilvægt að opna á umræðu um þessi mál. „Ég held að fólk sé hrætt við að ræða þetta. Maður er mikið að fá: þið bara komið með annað eða þetta átti bara að fara svona. En kannski átti þetta ekki að fara svona. Ég meina sonur minn, það var hnútur á nafnastrengnum á honum, og kannski átti þetta ekkert að fara svona. Það er erfitt að heyra svona. Það eru allir að meina vel en það er kannski frekar að vera heldur en að segja eitthvað,“ segir María Peta. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. María Peta Hlöðversdóttir átti von á sínu öðru barni fyrir fjórum árum. Gríðarleg eftirvænting var á heimilinu en þegar María var komin 19 vikur á leið hætti hún skyndilega að finna fyrir hreyfingum og áttaði sig fljótt á því að ekki væri allt með felldu. „Og fékk tíma hjá ljósmóðurinni minni í aukaskoðun og hún heyrði ekki hjartsláttinn og sendi mig beint niður á fósturgreiningadeild og þar kom í ljós að þetta var bara búið,“ segir María en tveimur dögum síðar, eða þann 24 mars árið 2013, fæddist Friðgeir Freyr.„Tilfinningin að fá ekki að taka barnið með heim: afhverju ég? Þetta er eitthvað sem maður á að geta verndað. Það eru börnin manns. En þarna getur maður það ekki,“ segir María Peta en við tók erfitt tímabil. María Peta, sem fékk tveggja mánaða fæðingarorlof, nýtti sér alla þá sálfræðiþjónustu sem í boði er hjá Landspítalanum en það eru nokkrir tímar hjá sálfræðingi. „Það þarf að koma eitthvað þarna eftir á. Það þarf að vera einhver eftirfylgni. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það þarf einhverju að breyta,“ segir María Peta. Missir á meðgöngu snertir hundruði manna á Íslandi árlega að sögn Hildu Friðfinnsdóttur, yfirljósmóður. Hún segir að alltaf sé verið að reyna að gera betur í þjónustu við konurnar og aðstandendur. „Við erum að taka á móti konum sem missa á tímabilinu 12 til 22 vikum. Það eru um það bil fimmtíu konur á ári. Síðan eru það konurnar sem missa eftir 22 vikur og þær eru svona um 10 á ári. Við erum að tala um allavega eina á viku og stundum tvær,“ segir Hilda. Á morgun er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Gleym mér ei, styrktarfélag, stendur fyrir minningarstund í Neskirkju en María Peta hvetur alla sem gætu átt erindi að mæta. Þá segir hún mikilvægt að opna á umræðu um þessi mál. „Ég held að fólk sé hrætt við að ræða þetta. Maður er mikið að fá: þið bara komið með annað eða þetta átti bara að fara svona. En kannski átti þetta ekki að fara svona. Ég meina sonur minn, það var hnútur á nafnastrengnum á honum, og kannski átti þetta ekkert að fara svona. Það er erfitt að heyra svona. Það eru allir að meina vel en það er kannski frekar að vera heldur en að segja eitthvað,“ segir María Peta.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira