Trúir varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. október 2017 09:57 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist varla trúa því að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þá hugmynd að fækka þurfi börnum í leikskólum. „Ég trúi því varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þessari hugmynd sinni. Það þarf að efla leikskólastigið en ekki draga úr þjónustu þess,“ segir Þorsteinn á Facebokk-síðu sinni.Í fréttablaðinu í dag var rætt við Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum borgarinnar tuttugu þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Haraldur sagði að leggja þyrfti áherslu á að fækka börnum í leikskólum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun,“ sagði Haraldur.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Vísir/GVAAðgengi að dagvistunarþjónustu einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaðiÞorsteinn segist vilja fjölga starfsfólki en ekki fækka börnum á leikskólum. „Aðgengi að dagvistunarþjónustu er í senn einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaði og forsenda fyrir atvinnuþátttöku foreldra. Að ógleymdu því að flestar ungar fjölskyldur byggja afkomu sína á því að- báðir foreldrar geta unnið,“ skrifar Þorsteinn. Þá segir Þorsteinn að formaðurinn ætti frekar að endurskoða afstöðu sína til hugmyndar borgarstjóra fyrir ári síðan að fá lífeyrisþega til að starfa á leikskólum. „Það kallar á langtímasýn þar sem ráðist er að rót vandans, launakjörum í samanburði við lengd háskólanáms, en til skemmri tíma þarf að tryggja þjónustuna. Þar gætu eldri borgarar verið góður liðstyrkur.“ Kosningar 2017 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist varla trúa því að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þá hugmynd að fækka þurfi börnum í leikskólum. „Ég trúi því varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þessari hugmynd sinni. Það þarf að efla leikskólastigið en ekki draga úr þjónustu þess,“ segir Þorsteinn á Facebokk-síðu sinni.Í fréttablaðinu í dag var rætt við Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum borgarinnar tuttugu þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Haraldur sagði að leggja þyrfti áherslu á að fækka börnum í leikskólum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun,“ sagði Haraldur.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Vísir/GVAAðgengi að dagvistunarþjónustu einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaðiÞorsteinn segist vilja fjölga starfsfólki en ekki fækka börnum á leikskólum. „Aðgengi að dagvistunarþjónustu er í senn einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaði og forsenda fyrir atvinnuþátttöku foreldra. Að ógleymdu því að flestar ungar fjölskyldur byggja afkomu sína á því að- báðir foreldrar geta unnið,“ skrifar Þorsteinn. Þá segir Þorsteinn að formaðurinn ætti frekar að endurskoða afstöðu sína til hugmyndar borgarstjóra fyrir ári síðan að fá lífeyrisþega til að starfa á leikskólum. „Það kallar á langtímasýn þar sem ráðist er að rót vandans, launakjörum í samanburði við lengd háskólanáms, en til skemmri tíma þarf að tryggja þjónustuna. Þar gætu eldri borgarar verið góður liðstyrkur.“
Kosningar 2017 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira