Annmarkar á þremur framboðum í tveimur kjördæmum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 13. október 2017 19:45 Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum og fá flokkarnir frest til þess að gera útbætur til morguns. Frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Ellefu flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar en það er í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmum norður og suður og Suðurkjördæmi. Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi en fæst eru framboðin í Norðvesturkjördæmi eða níu. Eftir hádegi í dag hófu svo yfirkjörstjórnir að yfirfara framboðin. Suðvesturkjördæmi eða Kraginn er fjölmennasta kjördæmið með 69.498 kjósendur. Hér þurfa framboðin að lágmarki að skila 390 meðmælendum og að hámarki 520. Í Suðvesturkjördæmi kjósa 1200 nýir kjósendur fleiri en í kosningunum í fyrra. Klukkan tíu í morgun höfðu engin framboð skilað inn framboðs- og meðmælalistum í Kraganum en þau mættu þó öll og voru búin að skila fyrir hádegi í dag. Fréttastofa hitti nokkra fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Kraganum en þeir voru fegnir að þessari vinnu væri lokið. „Fyrir mér er þetta lýðræðisleg hátíð“ segir Oktavía Hrund Jónsdóttir frambjóðandi Pírata í SV-kjördæmi. „Þetta eru varnaglarnir okkar, að öll framboð þurfi að fara eftir þessum reglum. „Þetta gekk alveg furðuvel hjá okkur, við vorum með mjög samstilltan hóp hjá samfylkingunni og rúlluðum þessu bara upp,“segir Bergljót Kristinsdóttir kosningastjóri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi „Þetta gekk bara ótrúlega vel miðað við stuttan tíma,“ segir Karólína Helga Símonardóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Hún segist ekki sammála því að þetta sé eitt erfiðasta kjördæmið varðandi undirskriftir. „Þetta var töluverð vinna en það tókst með góðra manna hjálp,“ segir Geir Harðarson frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Hann segir flokkinn hafa skilað rúmlega lágmarksfjölda. Þorvarður Bergmann Kjartansson frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar í SV-kjördæmi segir mjög þægilegt að vera búinn að skila undirskriftum „Þetta tók svakalega mikla vinnu að safna þessu öllu saman, sérstaklega á þessum tíma sem við fengum, en gekk alveg merkilega vel. Þrjú kjördæmi koma til með að úrskuða um gildi framboða á morgun en nú síðdegis höfðu hin þrjú þegar úrskurðað. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og sömuleiðis í Suðurkjördæmi fyrir utan framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ekki fengust skýringar hjá kjörstjórn á hverju annmarkar framboðsins voru en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort flokkurinn fái frest til úrbóta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá formanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum. Kosningar 2017 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum og fá flokkarnir frest til þess að gera útbætur til morguns. Frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Ellefu flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar en það er í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmum norður og suður og Suðurkjördæmi. Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi en fæst eru framboðin í Norðvesturkjördæmi eða níu. Eftir hádegi í dag hófu svo yfirkjörstjórnir að yfirfara framboðin. Suðvesturkjördæmi eða Kraginn er fjölmennasta kjördæmið með 69.498 kjósendur. Hér þurfa framboðin að lágmarki að skila 390 meðmælendum og að hámarki 520. Í Suðvesturkjördæmi kjósa 1200 nýir kjósendur fleiri en í kosningunum í fyrra. Klukkan tíu í morgun höfðu engin framboð skilað inn framboðs- og meðmælalistum í Kraganum en þau mættu þó öll og voru búin að skila fyrir hádegi í dag. Fréttastofa hitti nokkra fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Kraganum en þeir voru fegnir að þessari vinnu væri lokið. „Fyrir mér er þetta lýðræðisleg hátíð“ segir Oktavía Hrund Jónsdóttir frambjóðandi Pírata í SV-kjördæmi. „Þetta eru varnaglarnir okkar, að öll framboð þurfi að fara eftir þessum reglum. „Þetta gekk alveg furðuvel hjá okkur, við vorum með mjög samstilltan hóp hjá samfylkingunni og rúlluðum þessu bara upp,“segir Bergljót Kristinsdóttir kosningastjóri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi „Þetta gekk bara ótrúlega vel miðað við stuttan tíma,“ segir Karólína Helga Símonardóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Hún segist ekki sammála því að þetta sé eitt erfiðasta kjördæmið varðandi undirskriftir. „Þetta var töluverð vinna en það tókst með góðra manna hjálp,“ segir Geir Harðarson frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Hann segir flokkinn hafa skilað rúmlega lágmarksfjölda. Þorvarður Bergmann Kjartansson frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar í SV-kjördæmi segir mjög þægilegt að vera búinn að skila undirskriftum „Þetta tók svakalega mikla vinnu að safna þessu öllu saman, sérstaklega á þessum tíma sem við fengum, en gekk alveg merkilega vel. Þrjú kjördæmi koma til með að úrskuða um gildi framboða á morgun en nú síðdegis höfðu hin þrjú þegar úrskurðað. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og sömuleiðis í Suðurkjördæmi fyrir utan framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ekki fengust skýringar hjá kjörstjórn á hverju annmarkar framboðsins voru en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort flokkurinn fái frest til úrbóta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá formanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum.
Kosningar 2017 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira