Mætti í íslensku landsliðstreyjunni og gaf síðan boltann á karlmennina í salnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2017 08:00 Halla Tómasdóttir. Mynd/ÍSÍ Ísland átti þrjá fulltrúa á ráðstefnu Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, um konur í leiðtogastörfum sem fram fór í Vilnius í Litháen 10. til 11. október síðastliðinn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni en um tvö hundruð þátttakendur frá 40 Ólympíunefndum, frá Alþjóðaólympíunefndinni, Evrópusambandi ólympíunefnda (EOC) og mörgum alþjóðasamböndum íþrótta, sóttu ráðstefnuna. Frá ÍSÍ mættu Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ en auk þeirra var Halla Tómasdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi á Íslandi, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Halla hélt mjög hvetjandi og kröftugan fyrirlestur á persónulegu nótunum um konur í leiðtogastörfum samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ. Þar segir að fyrirlestur Höllu hafi vakið gríðarlega mikla athygli meðal ráðstefnugesta og að hún hafi hlotið mikið lof fyrir innlegg sitt til ráðstefnunnar. „Halla var mætt til leiks í landsliðstreyju KSÍ og í lok fyrirlestursins gaf hún boltann, í bókstaflegum skilningi, til karlmannanna í salnum með ósk um að þeir "tækju boltann" og leggðu sitt af mörkum með því að hvetja og styðja konur til leiðtogastarfa innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir í fréttinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í fréttinni er líka farið yfir hvað kom helst fram á ráðstefnunni að þessu sinni. „ Jafnrétti kynjanna er ekki bara á höndum kvenna heldur beggja kynja. Jafnvægi í skiptingu kynja í stjórnunarstöðum leiðir af sér betri stjórnun og betri stjórnunarhætti. Ekkert mun breytast nema bæði karlar og konur sameini krafta sína til breytinga og að núverandi leiðtogar í íþróttahreyfingunni skuldbindi sig til að ná því markmiði að jafna skiptingu kynjanna innan viðkomandi samtaka. Markmið IOC er að konur verði í a.m.k. 30% kjörinna embætta innan íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2020,“ segir í fyrrnefndri frétt sem lesa má alla hér. Ólympíuleikar Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira
Ísland átti þrjá fulltrúa á ráðstefnu Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, um konur í leiðtogastörfum sem fram fór í Vilnius í Litháen 10. til 11. október síðastliðinn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni en um tvö hundruð þátttakendur frá 40 Ólympíunefndum, frá Alþjóðaólympíunefndinni, Evrópusambandi ólympíunefnda (EOC) og mörgum alþjóðasamböndum íþrótta, sóttu ráðstefnuna. Frá ÍSÍ mættu Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ en auk þeirra var Halla Tómasdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi á Íslandi, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. Halla hélt mjög hvetjandi og kröftugan fyrirlestur á persónulegu nótunum um konur í leiðtogastörfum samkvæmt frétt á heimasíðu ÍSÍ. Þar segir að fyrirlestur Höllu hafi vakið gríðarlega mikla athygli meðal ráðstefnugesta og að hún hafi hlotið mikið lof fyrir innlegg sitt til ráðstefnunnar. „Halla var mætt til leiks í landsliðstreyju KSÍ og í lok fyrirlestursins gaf hún boltann, í bókstaflegum skilningi, til karlmannanna í salnum með ósk um að þeir "tækju boltann" og leggðu sitt af mörkum með því að hvetja og styðja konur til leiðtogastarfa innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir í fréttinni á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í fréttinni er líka farið yfir hvað kom helst fram á ráðstefnunni að þessu sinni. „ Jafnrétti kynjanna er ekki bara á höndum kvenna heldur beggja kynja. Jafnvægi í skiptingu kynja í stjórnunarstöðum leiðir af sér betri stjórnun og betri stjórnunarhætti. Ekkert mun breytast nema bæði karlar og konur sameini krafta sína til breytinga og að núverandi leiðtogar í íþróttahreyfingunni skuldbindi sig til að ná því markmiði að jafna skiptingu kynjanna innan viðkomandi samtaka. Markmið IOC er að konur verði í a.m.k. 30% kjörinna embætta innan íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 2020,“ segir í fyrrnefndri frétt sem lesa má alla hér.
Ólympíuleikar Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira