Þrályndi milli ríkis og borgar er sjálfstætt vandamál Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. október 2017 14:36 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að einangrast þau innan Samfylkingar, Viðreisn, Framsóknar og Pírata vilja meina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vegna óvildar á borgarstjórarmeirihlutanum viljað bregða fæti fyrir uppbyggingu í Reykjavík. Jón segir þessu einmitt öfugt farið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segir samskiptin við Sjálfstæðisflokkinn í landsmálunum hafa verið vandamál í því sem snýr að uppbyggingu í borginni. Jón Gunnarsson segist kunna ágætlega við Dag en það sé vissulega ágreiningur uppi þeirra á milli í því sem snýr að skipulagi borgarinnar. Ásakanir um hver dragi lappirnar í hverju ganga á víxl.Í gær greindi Vísir frá alvarlegum ásökunum sem borgarstjórnarflokkur Pírata setti fram í kjölfar ummæla Jónu Sólveigar Elínardóttur í kosningaspjalli Vísis á miðvikudag. Píratar vildu meina að ummælin ættu fyllsta rétt á sér og þar var fordæmt fortakslaust að meint andúð Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn á Degi B. Eggertssyni stæði uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum. Jóna Sólveig var að ræða húsnæðisvandann og uppbyggingu í Reykjavík. „Staðreyndin er auðvitað sú að síðustu áratugi hefur það verið þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki í rauninni, ef við segjum hlutina bara eins og þeir eru, Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“Framburður Sigurðar Inga og Jónu Sólveigar sá samiStaðan sé sú að Sjálfstæðismenn hafi viljað bregða fæti fyrir uppbyggingu í borginni vegna pólitískra hagsmuna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist, í samtali við Vísi, auðvitað hafa tekið eftir yfirlýsingu Jónu Sólveigar. „Og síðastliðið vor sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mjög svipaða hluti. Það er að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafði staðið í vegi fyrir hugmyndum um samvinnu á sviði húsnæðismála í borginni. Vegna andstöðu við meirihlutann sem hér ríkir. Þetta eru auðvitað mjög alvarlegar ásakanir.“Getur ekkert fjölyrt um persónulega andúðDagur segist ekki vera í nokkurri aðstöðu til að vita hvað fer fólks á milli innan ríkisstjórnarinnar eða í ríkisstjórnarsamstarfi.Jóna Sólveig. Ummæli hennar um þrályndi Sjálfstæðismanna gagnvart meirihlutanum í Reykjavík hafa undið uppá sig.„En, eins og þetta blasir við okkur í borginni þá höfum við verið að kalla eftir því, sem hluta af okkar húsnæðisaðgerðum, frá 2013, að fá lóðir í borgarlandinu sem ríkið býr yfir til uppbyggingar. Það var ekki fyrr en núna í vor að ráðherra Viðreisnar komu til skjalanna að við náðum samkomulagi um þetta. Þó að við höfum verið búin að senda inn fjölmörg erindi og ræða á mörgum fundum, bæði niðrí húsnæðismálaráðuneyti og uppí fjármálaráðuneyti.“Ríkið hefur legið á lóðum sínumEn, upplifir þú eitthvað í samskiptum þínum við foringja Sjálfstæðismanna í landsmálunum sem hreina og klára andúð? „Ekki persónulega andúð. Þetta er kannski meiri arfur frá þessari gamaldags pólitík að Sjálfstæðisflokkurinn geri mun á sveitarfélögum eftir því hvaða meirihluti ræður þar hverju sinni. Og það eru auðvitað úrelt viðhorf sem eiga að heyra sögunni til. Fyrir löngu.“ Dagur segir að svo sé sem ríkið, með Sjálfstæðismenn í ráðandi stöðu, vilji síður vinna með borginni meðan félagshyggjumeirihluti sé þar við völd. „Og þegar kemur að húsnæðismálum, sem lykilmálaflokkur í mínum huga og gríðarlega mikilvægt að koma sem flestum svæðum og vel staðsettum lóðum í uppbyggingu, þá er alvarlegt mál að staðan sé sú að einu óskipulögðu lóðirnar sem ekki á að byggja á besta stað í borginni, séu lóðir sem ríkið ræður yfir. En, það er sem betur fer að breytast núna.“Sjálfstæðisflokkurinn geri hreint fyrir sínum dyrumÞær lóðir sem um ræðir eru Landhelgisgæslureiturinn úti í Ánanaustum, Veðurstofureiturinn í Litlu Öskjuhlíð, Sjómannaskólalóðin í Holtunum, Listaháskólareiturinn í Lauganesi, og Keldnaland og Keldnaholt í Grafarvogi.En, sé litið frá meintri persónulegri andúð, erum við þá að horfa til þess að Sjálfstæðiflokkurinn í landsmálunum, sé að bregða fyrir þig fæti í pólitískum tilgangi?Dagur segir vandann hvíla á gömlum merg. Hann fullyrðir að afstaða ríkisstjórna hvar Sjálfstæðisflokkur ræður för til hinna mismunandi meirihluta á sveitarstjórnarstigi sé ólíkur eftir því hverjir eru þar við völd.„Allavega náðum við engum árangri á meðan þeir réðu yfir fjármálaráðuneytinu en það leystist hratt og vel þegar urðu flokka- og mannaskipti. Og, ég heyrði bara, eins og aðrir, hvað Jóna Sólveig segir og Sigurður Ingi síðastliðið vor og mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn verði einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli.“Vísar ásökunum um að vera Þrándur í Götu til föðurhúsannaHreint fyrir sínum dyrum, já. Fyrir liggur að mismunandi áherslur eru uppi milli borgaryfirvalda og ríkis hvað varðar uppbyggingu í Reykjavíkurborg. Þannig að hér er um grátt svæði að ræða sem snýr að stjórnskipulagi. Með talsverðum einföldunum má segja að meðan áhersla núverandi borgarstjórnarmeirihluta hefur verið á þéttingu byggðar vilji Sjálfstæðismenn koma gangi á mál í uppbyggingu í úthverfunum. Sjálfstæðisflokkurinn er að einangrast í málinu, en nú liggur fyrir að Viðreisn, Píratar, Framsóknarflokkurinn og svo Samfylking telja þrályndi Sjálfstæðisflokksins í landsmálum gagnvart borginni sjálfstætt vandamál. En, Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson sveitarstjórnarráðherra vill vísa þessum ásökunum til föðurhúsanna. Hann telur fráleitt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum, því sé reyndar þveröfugt farið.Hefur skipað Dag í starfshóp„Ég vil snúa þessu við,“ segir Jón. „Og þá er ég að hugsa til þeirra málefna sem heyra undir það ráðuneyti sem ég stýri. Þar er verið að vinna að heilindum áfram að úttekt á þeim svæðum sem mögulega koma til greina sem framtíðarstæði fyrir Reykjavíkurflugvöll. Og þar er Dagur í starfshópi sjálfur, sem ég skipaði, og fjallar um þau mál.“ Jón bendir á að ríkisstjórnin hafi stóraukið framlög einmitt til íbúðabygginga á félagslegum grunni hinna efnaminni. Þar er Jón reyndar um að vísa til áðurnefnds máls sem var á forræði Viðreisnar, Benedikts Jóhannesarsonar fjármálaráðherra og Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra. Þegar á það er bent segist Jón segist ekki geta fjölyrt um lóðamálin beint, þau heyri ekki undir hann og verði að ræðast við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. Vísir reyndi að ná tali af Bjarna en hann var fastur á fundi og ráðstefnunni Arctic Circle sem nú er í Hörpu.Jón Gunnarsson sveitarstjórnarráðherra vísar ásökunum um að Sjálfstæðismenn láti Reykjavík líða fyrir andúð á Degi og meirihlutanum, til föðurhúsanna.En, í því sem Jón þekkir gjörla sé það frekar að það hafi staðið á borgaryfirvöldum en að ríkisstjórnin hafi verið Þrándur í Götu.Það er borgin sem er að draga lappirnarJón nefnir sem dæmi að á hans vegum sé unnið að byggingu nýrrar flugstöðvar sem er ótengd flugvellinum sjálfum, hana verði hægt að nýta til annars ef vellinum verður valinn annar staður. En, nauðsynlegur sé vegna þess að aðstaða fyrir flugfarþega sé nú með öllu óviðunandi. „Þar erum við að verða fyrir því að embættismenn borgarinnar, eða borgin, hefur verið að draga lappirnar. Við höfum ítrekað fengið óskir um einhverja frekari fresti, erum að bíða eftir svörum frá því. Það sem snýr að þeim gengur hvorki né rekur í raun.“ Jón nefnir jafnframt að ágreiningur sé milli ríkisstjórnar og vegagerðarinnar og svo borgarinnar í forgangsröðun í samgöngumálum í höfuðborginni. „Þar hafa borgarfulltrúar meirihlutans lagst gegn nauðsynlegum umbótum við lagningu mislægra gatnamóta og frekari staðsetningu Sundabrautar. Þar er uppi mikill ágreiningur milli manna en þar hefur borgin verið að draga lappirnar. Já, ég vísa því til föðurhúsanna að við séum að standa í vegi fyrir uppbyggingu.“Líkar bara ágætlega við DagJón nefnir jafnframt borgarlínuna til dæmis um erfitt samstarf við borgaryfirvöld. Honum þykir Dagur hafa farið verulega framúr sér þar, talað um að þær framkvæmdir séu á næsta leyti.Kjartan Magnússon. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við það hvernig umræðan hefur þróast.En, þar er um að ræða framkvæmdir sem kosta mikið, talað er um að sá kostnaður geti hlaupið á 30 og allt uppí 70 milljarða. Hins vegar hafi ekki verið leitað eftir samstarfi við ríkið, málið sé á byrjunarstigi og í fjárlagagerðinni síðustu hafi ekki neitt fé verið eyrnamerktir til þess verkefnis.En, hvernig kanntu við Dag? „Mér líkar bara alveg ágætlega við Dag. En, ég tel hann reyndar ekki hafa unnið að hagsmunum borgarbúa, ég er ósammála áherslum þeirra í meirihlutanum. Og ágreiningurinn er af þeirra hálfu en ekki okkar.“Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ósáttirVíst er að málið hefur þegar valdið verulegri ólgu og ræddi Vísir meðal annars við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokkinn sem fullyrðir að framsetning Pírata sé rakin lygi og þvættingur. Og hann vill meina að þetta útspil þeirra sé liður í kosningabaráttu, og eigi að skoðast með slíkum fyrirvara. Kjartan hefur skrifað samantekt sem hann hefur birt á sinni Facebook-síðu þar sem hann fer ítarlega í saumana á þessu máli, eins og það horfir við honum og þeim í borgarstjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins. Víst er að skapast hefur veruleg gjá milli flokka og borgarmálefnin hafa blandast með afgerandi hætti inn í kosningabaráttuna, en nú eru aðeins tvær vikur til alþingiskosninga. Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Segja andúð Sjálfstæðismanna á Degi standa uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum Píratar segja forkastanlegt að andúð Sjálfstæðismanna á Degi skuli bitna með þessum hætti á borgarbúum. 12. október 2017 14:22 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segir samskiptin við Sjálfstæðisflokkinn í landsmálunum hafa verið vandamál í því sem snýr að uppbyggingu í borginni. Jón Gunnarsson segist kunna ágætlega við Dag en það sé vissulega ágreiningur uppi þeirra á milli í því sem snýr að skipulagi borgarinnar. Ásakanir um hver dragi lappirnar í hverju ganga á víxl.Í gær greindi Vísir frá alvarlegum ásökunum sem borgarstjórnarflokkur Pírata setti fram í kjölfar ummæla Jónu Sólveigar Elínardóttur í kosningaspjalli Vísis á miðvikudag. Píratar vildu meina að ummælin ættu fyllsta rétt á sér og þar var fordæmt fortakslaust að meint andúð Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn á Degi B. Eggertssyni stæði uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum. Jóna Sólveig var að ræða húsnæðisvandann og uppbyggingu í Reykjavík. „Staðreyndin er auðvitað sú að síðustu áratugi hefur það verið þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki í rauninni, ef við segjum hlutina bara eins og þeir eru, Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. Þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“Framburður Sigurðar Inga og Jónu Sólveigar sá samiStaðan sé sú að Sjálfstæðismenn hafi viljað bregða fæti fyrir uppbyggingu í borginni vegna pólitískra hagsmuna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist, í samtali við Vísi, auðvitað hafa tekið eftir yfirlýsingu Jónu Sólveigar. „Og síðastliðið vor sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mjög svipaða hluti. Það er að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafði staðið í vegi fyrir hugmyndum um samvinnu á sviði húsnæðismála í borginni. Vegna andstöðu við meirihlutann sem hér ríkir. Þetta eru auðvitað mjög alvarlegar ásakanir.“Getur ekkert fjölyrt um persónulega andúðDagur segist ekki vera í nokkurri aðstöðu til að vita hvað fer fólks á milli innan ríkisstjórnarinnar eða í ríkisstjórnarsamstarfi.Jóna Sólveig. Ummæli hennar um þrályndi Sjálfstæðismanna gagnvart meirihlutanum í Reykjavík hafa undið uppá sig.„En, eins og þetta blasir við okkur í borginni þá höfum við verið að kalla eftir því, sem hluta af okkar húsnæðisaðgerðum, frá 2013, að fá lóðir í borgarlandinu sem ríkið býr yfir til uppbyggingar. Það var ekki fyrr en núna í vor að ráðherra Viðreisnar komu til skjalanna að við náðum samkomulagi um þetta. Þó að við höfum verið búin að senda inn fjölmörg erindi og ræða á mörgum fundum, bæði niðrí húsnæðismálaráðuneyti og uppí fjármálaráðuneyti.“Ríkið hefur legið á lóðum sínumEn, upplifir þú eitthvað í samskiptum þínum við foringja Sjálfstæðismanna í landsmálunum sem hreina og klára andúð? „Ekki persónulega andúð. Þetta er kannski meiri arfur frá þessari gamaldags pólitík að Sjálfstæðisflokkurinn geri mun á sveitarfélögum eftir því hvaða meirihluti ræður þar hverju sinni. Og það eru auðvitað úrelt viðhorf sem eiga að heyra sögunni til. Fyrir löngu.“ Dagur segir að svo sé sem ríkið, með Sjálfstæðismenn í ráðandi stöðu, vilji síður vinna með borginni meðan félagshyggjumeirihluti sé þar við völd. „Og þegar kemur að húsnæðismálum, sem lykilmálaflokkur í mínum huga og gríðarlega mikilvægt að koma sem flestum svæðum og vel staðsettum lóðum í uppbyggingu, þá er alvarlegt mál að staðan sé sú að einu óskipulögðu lóðirnar sem ekki á að byggja á besta stað í borginni, séu lóðir sem ríkið ræður yfir. En, það er sem betur fer að breytast núna.“Sjálfstæðisflokkurinn geri hreint fyrir sínum dyrumÞær lóðir sem um ræðir eru Landhelgisgæslureiturinn úti í Ánanaustum, Veðurstofureiturinn í Litlu Öskjuhlíð, Sjómannaskólalóðin í Holtunum, Listaháskólareiturinn í Lauganesi, og Keldnaland og Keldnaholt í Grafarvogi.En, sé litið frá meintri persónulegri andúð, erum við þá að horfa til þess að Sjálfstæðiflokkurinn í landsmálunum, sé að bregða fyrir þig fæti í pólitískum tilgangi?Dagur segir vandann hvíla á gömlum merg. Hann fullyrðir að afstaða ríkisstjórna hvar Sjálfstæðisflokkur ræður för til hinna mismunandi meirihluta á sveitarstjórnarstigi sé ólíkur eftir því hverjir eru þar við völd.„Allavega náðum við engum árangri á meðan þeir réðu yfir fjármálaráðuneytinu en það leystist hratt og vel þegar urðu flokka- og mannaskipti. Og, ég heyrði bara, eins og aðrir, hvað Jóna Sólveig segir og Sigurður Ingi síðastliðið vor og mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn verði einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli.“Vísar ásökunum um að vera Þrándur í Götu til föðurhúsannaHreint fyrir sínum dyrum, já. Fyrir liggur að mismunandi áherslur eru uppi milli borgaryfirvalda og ríkis hvað varðar uppbyggingu í Reykjavíkurborg. Þannig að hér er um grátt svæði að ræða sem snýr að stjórnskipulagi. Með talsverðum einföldunum má segja að meðan áhersla núverandi borgarstjórnarmeirihluta hefur verið á þéttingu byggðar vilji Sjálfstæðismenn koma gangi á mál í uppbyggingu í úthverfunum. Sjálfstæðisflokkurinn er að einangrast í málinu, en nú liggur fyrir að Viðreisn, Píratar, Framsóknarflokkurinn og svo Samfylking telja þrályndi Sjálfstæðisflokksins í landsmálum gagnvart borginni sjálfstætt vandamál. En, Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson sveitarstjórnarráðherra vill vísa þessum ásökunum til föðurhúsanna. Hann telur fráleitt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum, því sé reyndar þveröfugt farið.Hefur skipað Dag í starfshóp„Ég vil snúa þessu við,“ segir Jón. „Og þá er ég að hugsa til þeirra málefna sem heyra undir það ráðuneyti sem ég stýri. Þar er verið að vinna að heilindum áfram að úttekt á þeim svæðum sem mögulega koma til greina sem framtíðarstæði fyrir Reykjavíkurflugvöll. Og þar er Dagur í starfshópi sjálfur, sem ég skipaði, og fjallar um þau mál.“ Jón bendir á að ríkisstjórnin hafi stóraukið framlög einmitt til íbúðabygginga á félagslegum grunni hinna efnaminni. Þar er Jón reyndar um að vísa til áðurnefnds máls sem var á forræði Viðreisnar, Benedikts Jóhannesarsonar fjármálaráðherra og Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra. Þegar á það er bent segist Jón segist ekki geta fjölyrt um lóðamálin beint, þau heyri ekki undir hann og verði að ræðast við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. Vísir reyndi að ná tali af Bjarna en hann var fastur á fundi og ráðstefnunni Arctic Circle sem nú er í Hörpu.Jón Gunnarsson sveitarstjórnarráðherra vísar ásökunum um að Sjálfstæðismenn láti Reykjavík líða fyrir andúð á Degi og meirihlutanum, til föðurhúsanna.En, í því sem Jón þekkir gjörla sé það frekar að það hafi staðið á borgaryfirvöldum en að ríkisstjórnin hafi verið Þrándur í Götu.Það er borgin sem er að draga lappirnarJón nefnir sem dæmi að á hans vegum sé unnið að byggingu nýrrar flugstöðvar sem er ótengd flugvellinum sjálfum, hana verði hægt að nýta til annars ef vellinum verður valinn annar staður. En, nauðsynlegur sé vegna þess að aðstaða fyrir flugfarþega sé nú með öllu óviðunandi. „Þar erum við að verða fyrir því að embættismenn borgarinnar, eða borgin, hefur verið að draga lappirnar. Við höfum ítrekað fengið óskir um einhverja frekari fresti, erum að bíða eftir svörum frá því. Það sem snýr að þeim gengur hvorki né rekur í raun.“ Jón nefnir jafnframt að ágreiningur sé milli ríkisstjórnar og vegagerðarinnar og svo borgarinnar í forgangsröðun í samgöngumálum í höfuðborginni. „Þar hafa borgarfulltrúar meirihlutans lagst gegn nauðsynlegum umbótum við lagningu mislægra gatnamóta og frekari staðsetningu Sundabrautar. Þar er uppi mikill ágreiningur milli manna en þar hefur borgin verið að draga lappirnar. Já, ég vísa því til föðurhúsanna að við séum að standa í vegi fyrir uppbyggingu.“Líkar bara ágætlega við DagJón nefnir jafnframt borgarlínuna til dæmis um erfitt samstarf við borgaryfirvöld. Honum þykir Dagur hafa farið verulega framúr sér þar, talað um að þær framkvæmdir séu á næsta leyti.Kjartan Magnússon. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við það hvernig umræðan hefur þróast.En, þar er um að ræða framkvæmdir sem kosta mikið, talað er um að sá kostnaður geti hlaupið á 30 og allt uppí 70 milljarða. Hins vegar hafi ekki verið leitað eftir samstarfi við ríkið, málið sé á byrjunarstigi og í fjárlagagerðinni síðustu hafi ekki neitt fé verið eyrnamerktir til þess verkefnis.En, hvernig kanntu við Dag? „Mér líkar bara alveg ágætlega við Dag. En, ég tel hann reyndar ekki hafa unnið að hagsmunum borgarbúa, ég er ósammála áherslum þeirra í meirihlutanum. Og ágreiningurinn er af þeirra hálfu en ekki okkar.“Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ósáttirVíst er að málið hefur þegar valdið verulegri ólgu og ræddi Vísir meðal annars við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokkinn sem fullyrðir að framsetning Pírata sé rakin lygi og þvættingur. Og hann vill meina að þetta útspil þeirra sé liður í kosningabaráttu, og eigi að skoðast með slíkum fyrirvara. Kjartan hefur skrifað samantekt sem hann hefur birt á sinni Facebook-síðu þar sem hann fer ítarlega í saumana á þessu máli, eins og það horfir við honum og þeim í borgarstjórnarhópi Sjálfstæðisflokksins. Víst er að skapast hefur veruleg gjá milli flokka og borgarmálefnin hafa blandast með afgerandi hætti inn í kosningabaráttuna, en nú eru aðeins tvær vikur til alþingiskosninga.
Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48 Segja andúð Sjálfstæðismanna á Degi standa uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum Píratar segja forkastanlegt að andúð Sjálfstæðismanna á Degi skuli bitna með þessum hætti á borgarbúum. 12. október 2017 14:22 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. 11. október 2017 15:48
Segja andúð Sjálfstæðismanna á Degi standa uppbyggingu í Reykjavík fyrir þrifum Píratar segja forkastanlegt að andúð Sjálfstæðismanna á Degi skuli bitna með þessum hætti á borgarbúum. 12. október 2017 14:22