Eldur í ruslatunnu við heimili ritstjóra Stundarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. október 2017 00:30 Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Mynd/Jón Trausti Um það leyti sem Leiðtogaumræðurnar hófust á Ríkisútvarpinu á sunnudag fann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar brunalykt. Þegar Jón Trausti gaumgæfði aðstæður kom í ljós að ein ruslatunnanna í ruslageymslu fjölbýlishússins sem hann býr í stóð í ljósum logum auk þess sem úrgangur var fyrir utan dyr ruslageymslunnar. Í samtali við Vísi sagðist Jón Trausti hafa brugðist skjótt við og reynt að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki enn þó með takmörkuðum árangri því það tæmdist.Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar trúir ótrauður á það góða í fólki þrátt fyrir uppákomuna.Jón TraustiÁður en leið á löngu kom björgunarsveitamaður aðvífandi og dró logandi ruslatunnuna út úr geymslunni til þess að eldurinn næði ekki til nærliggjandi sorptunna. Jón Trausti bendir á að það hafi verið hárrétt ákvörðun í ljósi þess að tunnurnar voru farnar að bráðna. Íbúarnir hafa tilkynnt íkveikju til lögreglunnar en engin vitni hafa stigið fram enn sem komið er. Jón Trausti biðlar til fólks að setja sig í samband við lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Aðspurður segist Jón Trausti ekki hafa neinn grunaðann: „Nei, ég hef engan grunaðan, eins og ég segi. Það getur vel verið að það sé bara tilviljun að þetta hafi gerst á þessum stað, á þessum tíma og í þessu andrúmslofti sem hefur verið undanfarna daga. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ásetning þarna.“ Jón Trausti segist sjálfur ekki vera skelkaður en að fimm ára dóttir hans hefði lagst í jörðina og brostið í grát. Hún hafi verið virkilega hrædd. Jón Trausti kýs þó að horfa til þess góða sem hann lærði af atvikinu sem er hjálpsemi björgunarsveitarmannsins og hyggst hann „trúa ótrauður áfram á það góða í fólki“.Hér að neðan er pistill ritstjórans í heild þar sem hann lýsir atvikinu. Fjölmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Um það leyti sem Leiðtogaumræðurnar hófust á Ríkisútvarpinu á sunnudag fann Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar brunalykt. Þegar Jón Trausti gaumgæfði aðstæður kom í ljós að ein ruslatunnanna í ruslageymslu fjölbýlishússins sem hann býr í stóð í ljósum logum auk þess sem úrgangur var fyrir utan dyr ruslageymslunnar. Í samtali við Vísi sagðist Jón Trausti hafa brugðist skjótt við og reynt að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki enn þó með takmörkuðum árangri því það tæmdist.Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar trúir ótrauður á það góða í fólki þrátt fyrir uppákomuna.Jón TraustiÁður en leið á löngu kom björgunarsveitamaður aðvífandi og dró logandi ruslatunnuna út úr geymslunni til þess að eldurinn næði ekki til nærliggjandi sorptunna. Jón Trausti bendir á að það hafi verið hárrétt ákvörðun í ljósi þess að tunnurnar voru farnar að bráðna. Íbúarnir hafa tilkynnt íkveikju til lögreglunnar en engin vitni hafa stigið fram enn sem komið er. Jón Trausti biðlar til fólks að setja sig í samband við lögreglu hafi það einhverjar upplýsingar um málið. Aðspurður segist Jón Trausti ekki hafa neinn grunaðann: „Nei, ég hef engan grunaðan, eins og ég segi. Það getur vel verið að það sé bara tilviljun að þetta hafi gerst á þessum stað, á þessum tíma og í þessu andrúmslofti sem hefur verið undanfarna daga. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um ásetning þarna.“ Jón Trausti segist sjálfur ekki vera skelkaður en að fimm ára dóttir hans hefði lagst í jörðina og brostið í grát. Hún hafi verið virkilega hrædd. Jón Trausti kýs þó að horfa til þess góða sem hann lærði af atvikinu sem er hjálpsemi björgunarsveitarmannsins og hyggst hann „trúa ótrauður áfram á það góða í fólki“.Hér að neðan er pistill ritstjórans í heild þar sem hann lýsir atvikinu.
Fjölmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira