Þetta kemur fram í svari Arion banka við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar er tekið fram að bankinn muni ekki svara því á hvaða mögulegu meintu brotum kæran byggist.

United Silicon kærði Magnús til héraðssaksóknara 11. september síðastliðinn. Kæran byggir á grun um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust.
Í lok september fór stjórn þess fram á kyrrsetningu á eignum Magnúsar hér á landi sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti. Var það gert vegna bótakröfu sem fyrirtækið gerir á hendur Magnúsi. Stjórnin telur hann hafa dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum.
Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar.