Flokkarnir flestir á elleftu stundu með framboðslista sína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. október 2017 06:00 Flokkarnir hafa til hádegis í dag til að skila framboðum. Vísir/Ernir Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag. Á framboðslista skulu vera tvöfalt fleiri frambjóðendur en nemur þingsætum í kjördæminu. Listanum þarf að fylgja skrifleg yfirlýsing þeirra sem á honum eru um að þeir veiti leyfi fyrir því að nöfn þeirra séu þar. Þá þarf að skila inn meðmælum, skriflegri yfirlýsingu um stuðning við listann frá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. Kjörstjórnir fara síðan yfir hvort framboð séu gild og veita flokkum skamman frest, ef þörf er á, til að bæta úr. Staðan á framlagningu framboðslista er mismunandi milli kjördæma. Í Suðvesturkjördæmi hafði til að mynda enginn flokkur skilað inn formlegum framboðslista þegar Fréttablaðið athugaði málið hjá yfirkjörstjórn þar. Tekið verður á móti framboðum í Kaplakrika kl. 10-12 í dag og stefnir því í að það verði traffík í Krikanum fram að hádegi. Í Norðvesturkjördæmi höfðu þrír flokkar skilað inn listum í gær, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn. Þar fengust þær upplýsingar að von væri á fleiri framboðum, eins og gefur að skilja. Staðan er best í Norðausturkjördæmi þar sem 10 flokkar hafa skilað framboðslistum og bjóst oddviti yfirkjörstjórnar ekki við fleiri listum. Sjö framboðslistar höfðu borist í Suðurkjördæmi og höfðu þeir komið á þriðjudag. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, suður og norður, höfðu aðeins Vinstri græn og Píratar skilað inn framboðslistum sínum á þriðjudag. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag. Á framboðslista skulu vera tvöfalt fleiri frambjóðendur en nemur þingsætum í kjördæminu. Listanum þarf að fylgja skrifleg yfirlýsing þeirra sem á honum eru um að þeir veiti leyfi fyrir því að nöfn þeirra séu þar. Þá þarf að skila inn meðmælum, skriflegri yfirlýsingu um stuðning við listann frá kjósendum í viðkomandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki. Kjörstjórnir fara síðan yfir hvort framboð séu gild og veita flokkum skamman frest, ef þörf er á, til að bæta úr. Staðan á framlagningu framboðslista er mismunandi milli kjördæma. Í Suðvesturkjördæmi hafði til að mynda enginn flokkur skilað inn formlegum framboðslista þegar Fréttablaðið athugaði málið hjá yfirkjörstjórn þar. Tekið verður á móti framboðum í Kaplakrika kl. 10-12 í dag og stefnir því í að það verði traffík í Krikanum fram að hádegi. Í Norðvesturkjördæmi höfðu þrír flokkar skilað inn listum í gær, Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn. Þar fengust þær upplýsingar að von væri á fleiri framboðum, eins og gefur að skilja. Staðan er best í Norðausturkjördæmi þar sem 10 flokkar hafa skilað framboðslistum og bjóst oddviti yfirkjörstjórnar ekki við fleiri listum. Sjö framboðslistar höfðu borist í Suðurkjördæmi og höfðu þeir komið á þriðjudag. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, suður og norður, höfðu aðeins Vinstri græn og Píratar skilað inn framboðslistum sínum á þriðjudag.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira