Freyr: Sumir að taka fram úr okkur og því má ekki sofna á verðinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2017 19:15 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að íslenskur kvennafótbolti megi ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að vera í fremstu röð. Freyr valdi í dag hópinn fyrir leikina á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er eini nýliðinn í hópnum sem Freyr valdi fyrir þessa gríðarlega erfiðu og mikilvægu leiki sem munu hafa mikil áhrif á leið stelpnanna á heimsmeistaramótið. Þýskaland er eitt besta lið heims og eitt besta lið sögunnar en Freyr vonast eftir að komast að minnsta kosti með fjögur stig heim úr ferðinni. Er það raunhæfur möguleiki? „Það er möguleiki eins og alltaf í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag á móti Þýskalandi og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr. Tékkneska liðið, eins og fleiri um gervalla Evrópu, hefur bætt sig mikið og gert það hratt. Liðið vann Færeyjar, 8-0, eins og Ísland og tapaði ekki nema 1-0 fyrir Þjóðverjum á sjálfsmarki. Þetta er enn eitt dæmið um þjóð sem var á eftir Íslandi en sækir nú hratt að okkar stelpum. Er þetta áhyggjuefni? „Þetta er spurning sem að ég og fólkið hérna erum búin að spyrja okkur að. Ég held að við verðum bara að viðurkenna það, að sum eru að nálgast okkur á ógnarhraða og sum búin að taka fram úr okkur,“ segir Freyr. Hann segir að íslenska landsliðið hafi verið á undan sinni samtíð um 2006-2008 þökk sé mikilli jafnréttishugsjón hér á landi en nú þurfum við að hafa augun opin fyrir miklum uppgangi kvennaboltans út um alla álfuna. „Við þurfum virkilega að skoða allt sem við erum að gera allt frá grasrótinni upp í A-landsliðið og passa að sofna ekki á verðinum. Ég gat sagt það fyrir mitt leyti að ég er stöðugt að skoða hvað við getum gert betur og leggja til hluti. Ég vonast til að KSÍ og félögin séu tilbúin að horfa inn á við án þess að vera í einhverju panikki. Við þurfum að vera meðvituð að við getum gert margt betur þrátt fyrir að vera í fremstu röð.“ Freyr hefur verið að vinna mikið með karlalandsliðinu að undanförnu en hann segir það ekki bitna á stelpunum. Þær eru meðvitaðar um að hann vinnur mikið fyrir KSÍ en aðallega þær. „Fyrst og síðast hef ég bara fengið frábærar kveðjur frá leikmönnum kvennalandsliðsins. Þær vita að ég er með þeim 100 prósent og fylgist með öllu sem að þær gera. Þetta bitnar fyrst og síðast á fjölskyldulífinu, því miður. Ég er búinn að lofa því að ég verð rosalega öflugur heima í desember,“ segir Freyr Alexandersson brosmildur. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45 Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30 Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að íslenskur kvennafótbolti megi ekki sofna á verðinum þrátt fyrir að vera í fremstu röð. Freyr valdi í dag hópinn fyrir leikina á móti Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019. Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er eini nýliðinn í hópnum sem Freyr valdi fyrir þessa gríðarlega erfiðu og mikilvægu leiki sem munu hafa mikil áhrif á leið stelpnanna á heimsmeistaramótið. Þýskaland er eitt besta lið heims og eitt besta lið sögunnar en Freyr vonast eftir að komast að minnsta kosti með fjögur stig heim úr ferðinni. Er það raunhæfur möguleiki? „Það er möguleiki eins og alltaf í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag á móti Þýskalandi og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr. Tékkneska liðið, eins og fleiri um gervalla Evrópu, hefur bætt sig mikið og gert það hratt. Liðið vann Færeyjar, 8-0, eins og Ísland og tapaði ekki nema 1-0 fyrir Þjóðverjum á sjálfsmarki. Þetta er enn eitt dæmið um þjóð sem var á eftir Íslandi en sækir nú hratt að okkar stelpum. Er þetta áhyggjuefni? „Þetta er spurning sem að ég og fólkið hérna erum búin að spyrja okkur að. Ég held að við verðum bara að viðurkenna það, að sum eru að nálgast okkur á ógnarhraða og sum búin að taka fram úr okkur,“ segir Freyr. Hann segir að íslenska landsliðið hafi verið á undan sinni samtíð um 2006-2008 þökk sé mikilli jafnréttishugsjón hér á landi en nú þurfum við að hafa augun opin fyrir miklum uppgangi kvennaboltans út um alla álfuna. „Við þurfum virkilega að skoða allt sem við erum að gera allt frá grasrótinni upp í A-landsliðið og passa að sofna ekki á verðinum. Ég gat sagt það fyrir mitt leyti að ég er stöðugt að skoða hvað við getum gert betur og leggja til hluti. Ég vonast til að KSÍ og félögin séu tilbúin að horfa inn á við án þess að vera í einhverju panikki. Við þurfum að vera meðvituð að við getum gert margt betur þrátt fyrir að vera í fremstu röð.“ Freyr hefur verið að vinna mikið með karlalandsliðinu að undanförnu en hann segir það ekki bitna á stelpunum. Þær eru meðvitaðar um að hann vinnur mikið fyrir KSÍ en aðallega þær. „Fyrst og síðast hef ég bara fengið frábærar kveðjur frá leikmönnum kvennalandsliðsins. Þær vita að ég er með þeim 100 prósent og fylgist með öllu sem að þær gera. Þetta bitnar fyrst og síðast á fjölskyldulífinu, því miður. Ég er búinn að lofa því að ég verð rosalega öflugur heima í desember,“ segir Freyr Alexandersson brosmildur. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45 Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30 Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Svona var fundur Freys í Laugardalnum Stelpurnar okkar eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í undankeppni HM 2019. 12. október 2017 12:45
Einn nýliði í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019 á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. 12. október 2017 13:30
Freyr fékk símtöl úr Pepsi-deildinni Stóð aldrei til að hætta þjálfun kvennalandsliðsins núna. 12. október 2017 13:58