BL hefur selt 5.600 fólks- og sendibíla á árinu Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 13:24 Bílaumboð BL er söluhæst það sem liðið er af ári. Bílasala hefur verið með ágætum þetta árið og nýtt sölumet afar líklegt þegar árið verður gert upp. Söluhæsta umboð landsins, líkt og í fyrra, er BL en þar á bæ hafa verið seldir 5.596 fólks- og sendibílar til loka september. Á sama tíma í fyrra var salan hjá BL 4.502 bílar og því um 24,3% söluaukningu að ræða. Næsta umboð á eftir BL í sölu er svo Toyota á Íslandi með 3.554 fólks- og sendibíla. Þar á bæ er um 18,7% söluaukningu að ræða. Þriðja söluhæsta umboðið er svo Hekla með 3.103 bíla og 1,3% aukningu, þá Brimborg með 2.761 bíl og 13,7% aukningu, svo Askja með 2.537 selda fólks- og sendibíla og 43,3% aukningu. Er það mesta aukningin á meðal bílaumboðanna milli ára. Fjögur önnur bílaumboð eru á Íslandi og hefur ekkert þeirra selt fleiri bíla en 650 á árinu, en Suzuki hefur selt 648 bíla, Bílabúð Benna 622, Bernhard 479 og Ísband 339 bíla, en það umboð er nýstofnað. Alls hafa verið seldir 19.824 fólks- og sendibílar til loka september.Sala BL er afgerandi mest á árinu og vöxturinn víðast hvar mikill á milli ára. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent
Bílasala hefur verið með ágætum þetta árið og nýtt sölumet afar líklegt þegar árið verður gert upp. Söluhæsta umboð landsins, líkt og í fyrra, er BL en þar á bæ hafa verið seldir 5.596 fólks- og sendibílar til loka september. Á sama tíma í fyrra var salan hjá BL 4.502 bílar og því um 24,3% söluaukningu að ræða. Næsta umboð á eftir BL í sölu er svo Toyota á Íslandi með 3.554 fólks- og sendibíla. Þar á bæ er um 18,7% söluaukningu að ræða. Þriðja söluhæsta umboðið er svo Hekla með 3.103 bíla og 1,3% aukningu, þá Brimborg með 2.761 bíl og 13,7% aukningu, svo Askja með 2.537 selda fólks- og sendibíla og 43,3% aukningu. Er það mesta aukningin á meðal bílaumboðanna milli ára. Fjögur önnur bílaumboð eru á Íslandi og hefur ekkert þeirra selt fleiri bíla en 650 á árinu, en Suzuki hefur selt 648 bíla, Bílabúð Benna 622, Bernhard 479 og Ísband 339 bíla, en það umboð er nýstofnað. Alls hafa verið seldir 19.824 fólks- og sendibílar til loka september.Sala BL er afgerandi mest á árinu og vöxturinn víðast hvar mikill á milli ára.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent