Sex hundruð Outlander seldir í ár Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 09:08 Sexhundruðuasti Outlander PHEV bíllinn afhentur í Heklu. HEKLA afhenti um helgina sexhundruðasta Mitsubishi Outlander PHEV bílinn til nýrra eigenda. Viðtökur Íslendinga við 100 ára afmælistilboði Mitsubishi hafa verið frábærar og langt umfram bjartsýnustu spár. Raunar hefur salan slegið öll met og aukist um mörg hundruð prósent milli ára. Vistvænir bílar verða æ vinsælli þegar bifreiðaeigendur huga að vistvænni lífsmáta eins og sölutölur á Outlander PHEV sýna. Samkvæmt opinbörum tölum er Outlander PHEV mest seldi bíllinn á Íslandi í flokki vistvænna bíla og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 sem og það sem af er árinu 2017. Það er ekki spurning að afar hagstætt verð spilar sinn þátt í þessari frábæru sölu á Mitsubishi, en fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli á þess ári, og hefur því boðið upp á sérstakt afmælisverð á þessum bílum. „Ég hafði mikla trú á Outlander PHEV frá byrjun og var viss um að Íslendingar tækju honum fagnandi en þessar viðtökur gat ég ekki ímyndað mér, “ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU við afhendingu sexhundruðasta bílsins. „Við þökkum Íslendingum kærlega fyrir frábærar viðtökur og það er ljóst að Mitsubishi á góðan stað í hjörtum Íslendinga. HEKLA mun áfram kappkosta að bjóða upp á vistvæna valkosti og vera í fararbroddi hvað þann flokk varðar.“ Friðbert og Guðmundur S. Guðmundsson í söludeild HEKLU afhentu sexhundruðasta bílinn um helgina og það voru Sólveig Sif Halldórsdóttir og Arnar Pálsson sem keyptu þann bíl. Var þeim afhentur bílinn með viðhöfn í sýningarsal Mitsubishi á Laugavegi. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent
HEKLA afhenti um helgina sexhundruðasta Mitsubishi Outlander PHEV bílinn til nýrra eigenda. Viðtökur Íslendinga við 100 ára afmælistilboði Mitsubishi hafa verið frábærar og langt umfram bjartsýnustu spár. Raunar hefur salan slegið öll met og aukist um mörg hundruð prósent milli ára. Vistvænir bílar verða æ vinsælli þegar bifreiðaeigendur huga að vistvænni lífsmáta eins og sölutölur á Outlander PHEV sýna. Samkvæmt opinbörum tölum er Outlander PHEV mest seldi bíllinn á Íslandi í flokki vistvænna bíla og á það bæði við um heildarsölu ársins 2016 sem og það sem af er árinu 2017. Það er ekki spurning að afar hagstætt verð spilar sinn þátt í þessari frábæru sölu á Mitsubishi, en fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli á þess ári, og hefur því boðið upp á sérstakt afmælisverð á þessum bílum. „Ég hafði mikla trú á Outlander PHEV frá byrjun og var viss um að Íslendingar tækju honum fagnandi en þessar viðtökur gat ég ekki ímyndað mér, “ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU við afhendingu sexhundruðasta bílsins. „Við þökkum Íslendingum kærlega fyrir frábærar viðtökur og það er ljóst að Mitsubishi á góðan stað í hjörtum Íslendinga. HEKLA mun áfram kappkosta að bjóða upp á vistvæna valkosti og vera í fararbroddi hvað þann flokk varðar.“ Friðbert og Guðmundur S. Guðmundsson í söludeild HEKLU afhentu sexhundruðasta bílinn um helgina og það voru Sólveig Sif Halldórsdóttir og Arnar Pálsson sem keyptu þann bíl. Var þeim afhentur bílinn með viðhöfn í sýningarsal Mitsubishi á Laugavegi.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent