Verð á eldsneytislítranum hjá Costco hefur hækkað á undanförnum vikum en á sama tíma hefur nýr keppinautur sótt verulega á svo nú munar aðeins nokkrum krónum á lítranum. Nú er svo komið að aðeins munar 5,9 krónum á lítranum af 95 oktana bensíni hjá Dælunni og Costco og aðeins 4 krónum á dísillítranum.
N1 opnaði þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar undir nafninu Dælan í lok maí í fyrra við Fellsmúla, Smáralind og Staldrið. Þar hefur lítraverðið verið lægra en hjá N1. Í gær kostaði bensínlítrinn 177,8 kr. hjá Dælunni en 171,9 hjá Costco. Dísillítrinn var á sama tíma á 167,9 kr. hjá Dælunni en 163,9 hjá Costco.
Þegar Costco hóf innreið sína á eldsneytismarkaðinn í sumar ætlaði allt um koll að keyra enda gat fyrirtækið boðið umtalsvert lægra verð en íslensku olíufélögin. Hefur þar munað ríflega 30 krónum á lítranum í mörgum tilfellum.
Þann 18. ágúst síðastliðinn kostaði bensínlítrinn í Costco 167,9 krónur og hefur því hækkað um 4 krónur síðan þá. Dísilolían hefur á sama tíma hækkað um 5 krónur.
Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta minnsti munur á lítraverði sem verið hefur hjá íslensku olíufélagi og Costco frá því erlendi risinn opnaði stöð sína í maí síðastliðnum. Costco hefur því gefið eftir en innlendir keppinautar sótt á. Hvort tímabært sé að tala um verðstríð verður þó að koma í ljós.
Andað ofan í hálsmál Costco
Sigurður Mikael Jónsson skrifar

Mest lesið

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent


Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent