Fullreynt með Benedikt í brúnni Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2017 04:00 Þorgerður Katrín er nú tekin við formennsku í Viðreisn. Hér er hún með Pawel Bartoszek og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmönnum flokksins, og Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra flokksins. Vísir/eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér embættinu. Þorgerður Katrín segist binda vonir við að Viðreisn nái vopnum sínum með formannsskiptunum. „Það eru rúmar tvær vikur eftir og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að tryggja það að frjálslynd viðhorf fái talsmenn á þingi,“ segir Þorgerður. „Höfum það í huga að hér er formaður að segja af sér sem stofnaði Viðreisn og gerir þetta algjörlega upp á sitt einsdæmi. Hann er á margan hátt ótrúlegur stjórnmálamaður og frábær samstarfsmaður.“Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.vísir/eyþórÞað væri alvarlegt mál ef frjálslynd áhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi „Ég ákvað þetta í ljósi stöðunnar. Viðreisn sem hefur afar góða málefnastöðu og hefur unnið vel nýtur ekki fylgis í samræmi við það. Því taldi ég rétt að við þær aðstæður myndi ég stíga til hliðar,“ segir Benedikt. „Fá ef nokkurt verkefni hef ég unnið af meiri væntumþykju en ég verð að láta mína hagsmuni víkja. Það væri alvarlegt mál ef frjálslynd viðhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir það veikleikamerki að flokkurinn skipti um mann á þessum tímapunkti. Hins vegar sé það styrkur að geta spriklað og breytt um kúrs á stuttum tíma. „Þetta sýnir, bæði þessi formannsskipti og stjórnarslit Bjartrar framtíðar í skjóli nætur, hvað nýir flokkar eru gjörólíkir þeim gömlu. Þeim skútum er erfitt að snúa og flokkarnir virðast eiga erfitt með að mæta kröfum samfélags og almennings um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð. Nýju flokkarnir bregðast hraðar við og að því leyti er það styrkleikamerki.“ Skoðanakannanir hafa sýnt Bjarta framtíð og Viðreisn úti í nokkurn tíma. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það stærstu tíðindin hvað frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar eigi erfitt uppdráttar á meðan tveir íhaldssamir þjóðernissinnaðir flokkar séu að rjúka upp og á góðri leið með að ná inn á annan tug þingmanna í næstu þingkosningum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér embættinu. Þorgerður Katrín segist binda vonir við að Viðreisn nái vopnum sínum með formannsskiptunum. „Það eru rúmar tvær vikur eftir og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að tryggja það að frjálslynd viðhorf fái talsmenn á þingi,“ segir Þorgerður. „Höfum það í huga að hér er formaður að segja af sér sem stofnaði Viðreisn og gerir þetta algjörlega upp á sitt einsdæmi. Hann er á margan hátt ótrúlegur stjórnmálamaður og frábær samstarfsmaður.“Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.vísir/eyþórÞað væri alvarlegt mál ef frjálslynd áhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi „Ég ákvað þetta í ljósi stöðunnar. Viðreisn sem hefur afar góða málefnastöðu og hefur unnið vel nýtur ekki fylgis í samræmi við það. Því taldi ég rétt að við þær aðstæður myndi ég stíga til hliðar,“ segir Benedikt. „Fá ef nokkurt verkefni hef ég unnið af meiri væntumþykju en ég verð að láta mína hagsmuni víkja. Það væri alvarlegt mál ef frjálslynd viðhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir það veikleikamerki að flokkurinn skipti um mann á þessum tímapunkti. Hins vegar sé það styrkur að geta spriklað og breytt um kúrs á stuttum tíma. „Þetta sýnir, bæði þessi formannsskipti og stjórnarslit Bjartrar framtíðar í skjóli nætur, hvað nýir flokkar eru gjörólíkir þeim gömlu. Þeim skútum er erfitt að snúa og flokkarnir virðast eiga erfitt með að mæta kröfum samfélags og almennings um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð. Nýju flokkarnir bregðast hraðar við og að því leyti er það styrkleikamerki.“ Skoðanakannanir hafa sýnt Bjarta framtíð og Viðreisn úti í nokkurn tíma. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það stærstu tíðindin hvað frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar eigi erfitt uppdráttar á meðan tveir íhaldssamir þjóðernissinnaðir flokkar séu að rjúka upp og á góðri leið með að ná inn á annan tug þingmanna í næstu þingkosningum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels