„Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 20:00 Hanna Katrín er full virðingar í garð fyrrverandi formanns Viðreisnar fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir. visir.is/Eyþór „Það er rosaleg eftirsjá að Benedikt úr þessu sæti. Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull. Ástæðan fyrir því að við erum flest hérna sem nýgræðingar í pólitík er sú að hann hreif okkur með sér með sýn og eldmóð. Ég hefði aldrei trúað því að nokkur næði að toga mig inn í þetta,“ segir Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar um ákvörðun Benedikts að stíga til hliðar sem formaður. Benedikt tilkynnti flokksmönnum það í morgun að hann hygðist víkja til hliðar og í hans stað kæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. „Benedikt tilkynnti okkur þetta á þingflokknum í morgun að hann væri búinn að stíga til hliðar, hann gerði það að tillögu sinni að Þorgerður tæki við sem formaður fram að landsþingi sem er fyrirhugað einhvern tíman í upphafi nýs árs,“ segir Hanna Katrín í samtali við Vísi.Mikil virðing borin fyrir BenediktHanna Katrín er full aðdáunar á Benedikt fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir því hún segir það hafa legið ljóst fyrir að flokkurinn kæmi ekki vel út í skoðanakönnunum. „Það er hins vegar staðreynd að við höfum fundið fyrir ákveðnum mótbyr. Það sem mér er efst í huga núna er að hann ætlar sér að halda áfram að starfa með okkur þó hann hafi stigið til hliðar sem formaður. Ég held að ef ekki fordæmalaust þá fordæmalítið í íslenskri pólitík að menn taki svona stóra ákvörðun, taki sjálfa sig til hliðar og láti hagsmuni flokks og kjósenda ganga fyrir.“ Hanna Katrín lýsir andrúmsloftinu á nýafstöðnum fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar: „Ef það er einhver tilfinning hér í salnum sem er öðrum fremur sterkari þá er það bara virðing. Fullkomin virðing,“ segir Hanna sem er full tilhlökkunar að hefja „þennan hasar“ undir forystu Þorgerðar Katrínar. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
„Það er rosaleg eftirsjá að Benedikt úr þessu sæti. Hann hefur verið ótrúlegur leiðtogi og frumkvöðull. Ástæðan fyrir því að við erum flest hérna sem nýgræðingar í pólitík er sú að hann hreif okkur með sér með sýn og eldmóð. Ég hefði aldrei trúað því að nokkur næði að toga mig inn í þetta,“ segir Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar um ákvörðun Benedikts að stíga til hliðar sem formaður. Benedikt tilkynnti flokksmönnum það í morgun að hann hygðist víkja til hliðar og í hans stað kæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. „Benedikt tilkynnti okkur þetta á þingflokknum í morgun að hann væri búinn að stíga til hliðar, hann gerði það að tillögu sinni að Þorgerður tæki við sem formaður fram að landsþingi sem er fyrirhugað einhvern tíman í upphafi nýs árs,“ segir Hanna Katrín í samtali við Vísi.Mikil virðing borin fyrir BenediktHanna Katrín er full aðdáunar á Benedikt fyrir að hafa látið hagsmuni flokksins ganga fyrir því hún segir það hafa legið ljóst fyrir að flokkurinn kæmi ekki vel út í skoðanakönnunum. „Það er hins vegar staðreynd að við höfum fundið fyrir ákveðnum mótbyr. Það sem mér er efst í huga núna er að hann ætlar sér að halda áfram að starfa með okkur þó hann hafi stigið til hliðar sem formaður. Ég held að ef ekki fordæmalaust þá fordæmalítið í íslenskri pólitík að menn taki svona stóra ákvörðun, taki sjálfa sig til hliðar og láti hagsmuni flokks og kjósenda ganga fyrir.“ Hanna Katrín lýsir andrúmsloftinu á nýafstöðnum fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar: „Ef það er einhver tilfinning hér í salnum sem er öðrum fremur sterkari þá er það bara virðing. Fullkomin virðing,“ segir Hanna sem er full tilhlökkunar að hefja „þennan hasar“ undir forystu Þorgerðar Katrínar.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Ráðgjafaráð fundar um stöðu formanns Viðreisnar: Benedikt er á staðnum Fundur stendur yfir hjá ráðgjafaráði Viðreisnar um stöðu Benedikts Jóhannessonar formanns flokksins. 11. október 2017 17:47
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
Segir mikilvægt að flokkurinn byggi á málefnum en ekki mönnum Bendikt tekur ákvörðunina í sátt og samlyndi við flokksmenn Viðreisnar. 11. október 2017 19:02