Opna stjörnuturninn á Nesinu fyrir almenningi Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2017 09:45 Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var stofnað til að sjá um sjónaukann í stjörnuturninum ofan á Valhúsaskóla. Þórir Már Jónsson Eftir viðamiklar endurbætur á aðgengi að stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í sumar fá gestir og gangandi að kíkja á hann á Menningarhátíð bæjarins í kvöld. Fram að þessu hafa skólahópar vílað fyrir sér að skoða stjörnuturninn vegna aðgengisins. Seltjarnarnesbær kostaði endurbætur á aðgenginu að turninum í sumar sem nú er lokið. Þórir Már Jónsson, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem á sjónaukann, segir að til komast í stjörnuturninn hafi þurft að klífa bratta og leiðinlega heimasmíðaða tréstiga. Nú sé hins vegar búið að saga úr gólfinu og smíða almennilegan hringstiga að sjónaukanum. Stjörnuskoðunarfélagið hefur alltaf verið opið fyrir almenningi af landinu öllu og fólki og hópum hefur staðið til boða að koma og skoða kíkinn. Aðgengið hefur hins vegar hamlað því undanfarin ár. „Við vitum hins vegar að margir hafa vílað fyrir sér að fara þarna upp, sérstaklega skólahópar. Ég veit að skólar hafa ekki viljað bera ábyrgð á því að fara með hóp af yngri krökkum í svona príl,‟ segir Þórir Már.Ólíklegt er að hægt verði að skoða stjörnur annað kvöld vegna veðurs en gestir geta kynnt sér starfsemi Stjörnuskoðunarfélagsins og skoðað útsýnið úr turninum.Stjörnuskoðunarfélag SeltjarnarnessOpnað formlega með opnu húsi á MenningarhátíðEndurbæturnar sem nú hafa verið gerðar eiga því að gera þægilegra fyrir skólahópa og aðra að koma í heimsókn og fá að kíkja á stjörnurnar.Opið hús verður í Valhúsaskóla kl. 20 í kvöld í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar þar sem stjörnuturninn verður formlega opnaður eftir endurbæturnar. Veðurspáin lofar ekki góðu fyrir stjörnuskoðun en Þórir Már segir að félagar Stjörnuskoðunarfélagsins verði engu að síður til taks til að kynna félagið og sýna aðstöðuna. „Það er allavegana hægt að skoða útsýnið yfir borgina. Það er ekkert leiðinlegt að kíkja út þarna úr turninum þó að sjónaukinn verði að bíða til betri tíma,‟ segir hann. Seltjarnarnes Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Eftir viðamiklar endurbætur á aðgengi að stjörnusjónaukanum í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í sumar fá gestir og gangandi að kíkja á hann á Menningarhátíð bæjarins í kvöld. Fram að þessu hafa skólahópar vílað fyrir sér að skoða stjörnuturninn vegna aðgengisins. Seltjarnarnesbær kostaði endurbætur á aðgenginu að turninum í sumar sem nú er lokið. Þórir Már Jónsson, gjaldkeri Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem á sjónaukann, segir að til komast í stjörnuturninn hafi þurft að klífa bratta og leiðinlega heimasmíðaða tréstiga. Nú sé hins vegar búið að saga úr gólfinu og smíða almennilegan hringstiga að sjónaukanum. Stjörnuskoðunarfélagið hefur alltaf verið opið fyrir almenningi af landinu öllu og fólki og hópum hefur staðið til boða að koma og skoða kíkinn. Aðgengið hefur hins vegar hamlað því undanfarin ár. „Við vitum hins vegar að margir hafa vílað fyrir sér að fara þarna upp, sérstaklega skólahópar. Ég veit að skólar hafa ekki viljað bera ábyrgð á því að fara með hóp af yngri krökkum í svona príl,‟ segir Þórir Már.Ólíklegt er að hægt verði að skoða stjörnur annað kvöld vegna veðurs en gestir geta kynnt sér starfsemi Stjörnuskoðunarfélagsins og skoðað útsýnið úr turninum.Stjörnuskoðunarfélag SeltjarnarnessOpnað formlega með opnu húsi á MenningarhátíðEndurbæturnar sem nú hafa verið gerðar eiga því að gera þægilegra fyrir skólahópa og aðra að koma í heimsókn og fá að kíkja á stjörnurnar.Opið hús verður í Valhúsaskóla kl. 20 í kvöld í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar þar sem stjörnuturninn verður formlega opnaður eftir endurbæturnar. Veðurspáin lofar ekki góðu fyrir stjörnuskoðun en Þórir Már segir að félagar Stjörnuskoðunarfélagsins verði engu að síður til taks til að kynna félagið og sýna aðstöðuna. „Það er allavegana hægt að skoða útsýnið yfir borgina. Það er ekkert leiðinlegt að kíkja út þarna úr turninum þó að sjónaukinn verði að bíða til betri tíma,‟ segir hann.
Seltjarnarnes Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira