Verzlingar sóttu hart að Bjarna á framboðsfundi Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2017 15:55 Ljóst er að spennustigið í hinni snörpu kosningabaráttu er farið að segja til sín. Bjarni brást harkalega við fyrirspurn nemanda við Verzlunarskóla Íslands í dag. visir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást fremur harkalega við fyrirspurn úr hópi nemenda á framboðsfundi í Verzlunarskólanum í dag. Svo hastur var hann í máli að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, sem jafnframt var í pallborðsumræðunum ásamt öðrum frambjóðendum, taldi það ekki verjanlegt að veitast að nemandanum með slíkri framgöngu.Brást illa við efni fyrirspurnarinnar en ekki nemandanum Bjarni sagði síðar á fundinum að hann hefði ekki verið að veitast að nemandanum heldur væri hann verið að bregðast við efni fyrirspurnarinnar sem slíkrar. Hún snerist um það að Bjarna væri tíðrætt um mikilvægi baklands stjórnmálaflokka, að það þurfi að kjósa flokk með sterkt bakland. En, er það ekki bakland flokksins sem hefur komið honum í sífelld vandræði, svo sem Borgunarmálið og Landsréttarmálið? Góðar undirtektir voru við þeirri fyrirspurn, hlátur og klapp í salnum en Bjarna var ekki skemmt. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu. Það hefur hvergi nokkur staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra, eða einhver sem var inni í stjórnkerfinu, hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli,“ sagði Bjarni.Ótrúlega ómerkilegur áróður Og færðist þá enn í aukana: „Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hér inn í salinn um það mál. Þetta er ekkert nema áróður, þetta Borgunarmál. Það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðunum. Ég verð að fá að verja mig hér fyrst að menn ætla að taka það hér upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt. Landsréttarmálið er svo allt annað mál.“ Björt tók við míkrófóninum og taldi, sem áður sagði, það ekki boðlegt að veitast með þessum hætti að ungum kjósendum. Ef marka má viðtökur í salnum, þá féll það upplegg í kramið. Sjá má myndbandið hér neðar en ljóst er að mikill hiti er að færast í kosningabaráttuna. Kosningar 2017 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást fremur harkalega við fyrirspurn úr hópi nemenda á framboðsfundi í Verzlunarskólanum í dag. Svo hastur var hann í máli að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, sem jafnframt var í pallborðsumræðunum ásamt öðrum frambjóðendum, taldi það ekki verjanlegt að veitast að nemandanum með slíkri framgöngu.Brást illa við efni fyrirspurnarinnar en ekki nemandanum Bjarni sagði síðar á fundinum að hann hefði ekki verið að veitast að nemandanum heldur væri hann verið að bregðast við efni fyrirspurnarinnar sem slíkrar. Hún snerist um það að Bjarna væri tíðrætt um mikilvægi baklands stjórnmálaflokka, að það þurfi að kjósa flokk með sterkt bakland. En, er það ekki bakland flokksins sem hefur komið honum í sífelld vandræði, svo sem Borgunarmálið og Landsréttarmálið? Góðar undirtektir voru við þeirri fyrirspurn, hlátur og klapp í salnum en Bjarna var ekki skemmt. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu. Það hefur hvergi nokkur staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra, eða einhver sem var inni í stjórnkerfinu, hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli,“ sagði Bjarni.Ótrúlega ómerkilegur áróður Og færðist þá enn í aukana: „Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hér inn í salinn um það mál. Þetta er ekkert nema áróður, þetta Borgunarmál. Það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðunum. Ég verð að fá að verja mig hér fyrst að menn ætla að taka það hér upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt. Landsréttarmálið er svo allt annað mál.“ Björt tók við míkrófóninum og taldi, sem áður sagði, það ekki boðlegt að veitast með þessum hætti að ungum kjósendum. Ef marka má viðtökur í salnum, þá féll það upplegg í kramið. Sjá má myndbandið hér neðar en ljóst er að mikill hiti er að færast í kosningabaráttuna.
Kosningar 2017 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Sjá meira