Falleg saga í ótrúlega ljótum heimi Guðný Hrönn skrifar 10. október 2017 18:00 Nokkrar senur Lof mér að falla voru teknar á Spáni. vísir/stefán Tökum á kvikmyndinni Lof mér að falla var að ljúka, fyrir utan nokkrar vetrarsenur sem verða teknar hér þegar snjóa tekur. Hluti myndarinnar var tekinn á Spáni og segir leikstjóri myndarinnar, Baldvin Zophoníasson, allt tökuferlið hafa gengið vel, þó að það hafi svo sannarlega verið krefjandi. Myndin segir sögu tveggja vinkvenna sem glíma við eiturlyfjafíkn. Söguþráðurinn byggir á dagbókum og sögum nokkurra kvenna sem hafa fengið að kynnast fíkn og undirheimunum á eigin skinni. „Þetta er saga um tvær stelpur, sem kynnast 15 og 16 ára gamlar. Og við í raun og veru fylgjum þeim í 15 ár, alveg frá því þær byrja í neyslu,“ útskýrir Baldvin sem var að koma frá Spáni. „Við tókum upp nokkrar senur á Spáni, sem eiga að gerast í Rio de Janeiro. Við eigum svo einn tökudag eftir, sem verður þegar snjórinn kemur.“ Byggt á dagbókum og reynslusögumSpurður út í hvernig það kom til að hann skrifar og leikstýrir mynd um undirheimana og afleiðingar fíknar segir hann: „Þetta byrjar þannig að mér var úthlutað forvarnarverkefni sem varð svo ekkert úr. En á meðan ég var að kynna mér hlutina fyrir það verkefni þá fæ ég í hendurnar dagbækur sem kona að nafni Kristín Gerður Guðmundsdóttir skildi eftir sig. Hún tók sitt eigið líf í kringum aldamótin.“Elín Sif og Eyrún Björk stóðu sig eins og hetjur að sögn Baldvins.vísir/stefán„Eftir það verður þessi heimur mér hugleikinn. Og svo í framhaldinu þá tengjumst við Biggi, sem skrifar handritið með mér, nokkrum stelpum sem voru í neyslu þegar við hittum þær. Þær fara að segja okkur sínar sögur og úr þessu öllu förum við að púsla saman sögunni,“ segir Baldvin. Hann viðurkennir að þessi undirbúningsvinna í kringum myndina hafi verið erfið en nauðsynleg.„Ég held að okkur Bigga hefði aldrei getað dottið í hug það sem gerist í myndinni, ef við myndum setjast niður og búa til sögu um fólk í neyslu. Þessi heimur er ótrúlega harður. Það er í raun ekki ein skálduð sena í myndinni, þó að myndin í heild sé skálduð.“ Aðspurður út í leikkonurnar sem fara með aðalhlutverkin segir Baldvin: „Þetta eru tvær 18 ára stelpur. Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir. Þær stóðu sig eins og algjörar hetjur. Þær eru ótrúlega flinkar leikkonur og gerðu sögunni góð skil.“ Að lokum nefnir Baldvin að Lof mér að falla sé ekki undirheimamynd. „Þetta er ástarsaga í grunninn. Þetta er ótrúlega falleg dramatísk saga sem gerist í ömurlega ljótum heimi.“ Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Tökum á kvikmyndinni Lof mér að falla var að ljúka, fyrir utan nokkrar vetrarsenur sem verða teknar hér þegar snjóa tekur. Hluti myndarinnar var tekinn á Spáni og segir leikstjóri myndarinnar, Baldvin Zophoníasson, allt tökuferlið hafa gengið vel, þó að það hafi svo sannarlega verið krefjandi. Myndin segir sögu tveggja vinkvenna sem glíma við eiturlyfjafíkn. Söguþráðurinn byggir á dagbókum og sögum nokkurra kvenna sem hafa fengið að kynnast fíkn og undirheimunum á eigin skinni. „Þetta er saga um tvær stelpur, sem kynnast 15 og 16 ára gamlar. Og við í raun og veru fylgjum þeim í 15 ár, alveg frá því þær byrja í neyslu,“ útskýrir Baldvin sem var að koma frá Spáni. „Við tókum upp nokkrar senur á Spáni, sem eiga að gerast í Rio de Janeiro. Við eigum svo einn tökudag eftir, sem verður þegar snjórinn kemur.“ Byggt á dagbókum og reynslusögumSpurður út í hvernig það kom til að hann skrifar og leikstýrir mynd um undirheimana og afleiðingar fíknar segir hann: „Þetta byrjar þannig að mér var úthlutað forvarnarverkefni sem varð svo ekkert úr. En á meðan ég var að kynna mér hlutina fyrir það verkefni þá fæ ég í hendurnar dagbækur sem kona að nafni Kristín Gerður Guðmundsdóttir skildi eftir sig. Hún tók sitt eigið líf í kringum aldamótin.“Elín Sif og Eyrún Björk stóðu sig eins og hetjur að sögn Baldvins.vísir/stefán„Eftir það verður þessi heimur mér hugleikinn. Og svo í framhaldinu þá tengjumst við Biggi, sem skrifar handritið með mér, nokkrum stelpum sem voru í neyslu þegar við hittum þær. Þær fara að segja okkur sínar sögur og úr þessu öllu förum við að púsla saman sögunni,“ segir Baldvin. Hann viðurkennir að þessi undirbúningsvinna í kringum myndina hafi verið erfið en nauðsynleg.„Ég held að okkur Bigga hefði aldrei getað dottið í hug það sem gerist í myndinni, ef við myndum setjast niður og búa til sögu um fólk í neyslu. Þessi heimur er ótrúlega harður. Það er í raun ekki ein skálduð sena í myndinni, þó að myndin í heild sé skálduð.“ Aðspurður út í leikkonurnar sem fara með aðalhlutverkin segir Baldvin: „Þetta eru tvær 18 ára stelpur. Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir. Þær stóðu sig eins og algjörar hetjur. Þær eru ótrúlega flinkar leikkonur og gerðu sögunni góð skil.“ Að lokum nefnir Baldvin að Lof mér að falla sé ekki undirheimamynd. „Þetta er ástarsaga í grunninn. Þetta er ótrúlega falleg dramatísk saga sem gerist í ömurlega ljótum heimi.“
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira