Björt gefur lítið fyrir ásakanir Jóns Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2017 14:23 Björt er helst á því að ummæli Jóns dæmi sig sjálf. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Jón Gnarr sent frá sér harðorða ádeilu á Bjarta framtíð, sem hann segir þjakaða af alvarlegum innanmeinum. Hann beinir einkum spjótum sínum af Björt Ólafdóttur umhverfisráðherra og svo Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en þær í sameiningu stóðu að sjoppulegasti aðför sem Jón hefur mátt sæta, að mati Jóns sjálfs.Segir Jón leggja sér orð í munn „Ég veit ekki alveg hvað hann Jón á við. Eins og fram kom óskaði ég honum velfarnaðar, honum og Samfylkingunni, og reyndar tók ég svo stórt uppí mig að við gerðum það öll í Bjartri framtíð,“ segir Björt í samtali við Vísi. Björt er þar að vísa til þess þar sem Jón fer yfir meintar launakröfur sínar til Bjartrar framtíðar, sem hann segir aldrei hafa neinar verið. „Hann er leggur mér þarna orð í munn, ég veit ekki alveg af hverju hann gerir það, mér þykir það dálítið miður. En, eins og ég segi, óska honum enn og aftur velfarnaðar í starfi fyrir sinn flokk.“Þakkar Jóni, svo langt sem það nær Jón segir á einum stað í pistli sínum að Björt væri vart á þeim stað sem hún er núna, ráðherra á sæmilegum launum, ef ekki væri fyrir það sem hann hefur gert. Björt gefur ekkert út á það. „Ég þakka honum ánægjuleg samskipti. Þau hafa reyndar ekki verið mikil í gegnum Bjarta framtíð, en það sem ég hef átt í samskiptum við hann hefur hingað til verð heldur gott. Og ég þakka fyrir það, svo langt sem það nær.“ Björt vill heldur ekki gera mikið úr því að hörð ádeila Jóns á Bjarta framtíð sé þungt högg fyrir flokkinn. „Nei, mér finnst þessi ummæli dæma sig svolítið sjálf. Og Jón verður bara að taka ábyrgð á eigin orðum.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hefur Jón Gnarr sent frá sér harðorða ádeilu á Bjarta framtíð, sem hann segir þjakaða af alvarlegum innanmeinum. Hann beinir einkum spjótum sínum af Björt Ólafdóttur umhverfisráðherra og svo Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en þær í sameiningu stóðu að sjoppulegasti aðför sem Jón hefur mátt sæta, að mati Jóns sjálfs.Segir Jón leggja sér orð í munn „Ég veit ekki alveg hvað hann Jón á við. Eins og fram kom óskaði ég honum velfarnaðar, honum og Samfylkingunni, og reyndar tók ég svo stórt uppí mig að við gerðum það öll í Bjartri framtíð,“ segir Björt í samtali við Vísi. Björt er þar að vísa til þess þar sem Jón fer yfir meintar launakröfur sínar til Bjartrar framtíðar, sem hann segir aldrei hafa neinar verið. „Hann er leggur mér þarna orð í munn, ég veit ekki alveg af hverju hann gerir það, mér þykir það dálítið miður. En, eins og ég segi, óska honum enn og aftur velfarnaðar í starfi fyrir sinn flokk.“Þakkar Jóni, svo langt sem það nær Jón segir á einum stað í pistli sínum að Björt væri vart á þeim stað sem hún er núna, ráðherra á sæmilegum launum, ef ekki væri fyrir það sem hann hefur gert. Björt gefur ekkert út á það. „Ég þakka honum ánægjuleg samskipti. Þau hafa reyndar ekki verið mikil í gegnum Bjarta framtíð, en það sem ég hef átt í samskiptum við hann hefur hingað til verð heldur gott. Og ég þakka fyrir það, svo langt sem það nær.“ Björt vill heldur ekki gera mikið úr því að hörð ádeila Jóns á Bjarta framtíð sé þungt högg fyrir flokkinn. „Nei, mér finnst þessi ummæli dæma sig svolítið sjálf. Og Jón verður bara að taka ábyrgð á eigin orðum.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15
Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50