Faðir Kim Jong-un, Kim Jong-il, hemsótti verksmiðjuna fyrir 14 árum þegar hann gegndi enn embætti leiðtoga Norður-Kóreu. Verksmiðjan gekk nýlega í gegnum miklar endurbætur og virti Kim Jong-il herlegheitin fyrir sér ásamt eiginkonu sinni, Ri Sol-ju, og helstu ráðgjöfum.
Andrúmsloft á Kóreuskaga er eldfimt um þessar mundir vegna tíðra eldflauga- og kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu-manna. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna James Mattis lýsti því yfir á sunnudag að ekki kæmi til greina að bandaríska ríkisstjórnin samþykkti kjarnorkuvæðingu Norður-Kóreu.
Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir af leiðtoganum virða fyrir sér snyrtivörurnar, sem hann sagði í „heimsklassa.“


