Þingheimur eldist um sex ár Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. október 2017 16:20 Meðalþingmaðurinn á nýju þingi er að komast á sextugsaldur. Vísir/Anton Brink Meðalaldur þingmanna á nýju þingi verður tæp fimmtíu ár og hækkar um rúm sex ár frá því á síðasta þingi eftir kosningarnar í gær. Rúmir fjórir áratugir skilja að yngsta og elsta þingmanninn. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings og var sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall. Þingið nú er það elsta frá því eftir þingkosningarnar 2007. Aldursforseti nýs þings er Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna úr Suðurkjördæmi. Hann var 68 ára, tíu mánaða og 25 daga gamall á kjördag. Á milli hans og Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur, yngsta þingmannsins eru 42 ár. Áslaug Arna, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmi norður var 26 ára, tíu mánaða og 28 daga gömul þegar hún var kjörin á þing öðru sinni í gær. Sjáfstæðismenn eiga einnig næstyngsta þingmanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, en hún er 29 ára, ellefu mánaða og 24 ára gömul. Þær Áslaug Arna eru einu þingmennirnir sem eru undir þrítugu. Af þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri.Píratar yngstir, Flokkur fólksins elstur Af einstökum þingflokkum eru Píratar með áberandi lægsta meðalaldurinn, tæp 37 ár. Það er þó nokkuð hærra en eftir síðustu kosningar en þá voru þingmenn Pírata 33 ára gamlir að meðaltali. Á hinum endanum er Flokkur fólksins þar sem nýkjörnir þingmenn flokksins eru rúmlega sextugir að meðaltali. Aðeins þingflokkur Samfylkingarinnar yngist á milli kosninga. Eftir þingkosningarnar í fyrra var meðalaldur þingflokksins rúm 54 ár en er nú tæpt 51 og hálft. Aðrir flokkar sem áttu þingmenn á þingi fyrir eldast töluvert. Mesta öldrunin á sér stað í þingflokki Viðreisnar. Meðalaldur þingmanna flokksins var 44,7 ár á síðasta þingi en er nú rúm 53 ár. Þingflokkur Framsóknarflokksins eldist um tæp sex ár og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um það bil fjögur ár. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er 51 árs að meðaltali. Kosningar 2017 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Meðalaldur þingmanna á nýju þingi verður tæp fimmtíu ár og hækkar um rúm sex ár frá því á síðasta þingi eftir kosningarnar í gær. Rúmir fjórir áratugir skilja að yngsta og elsta þingmanninn. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings og var sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall. Þingið nú er það elsta frá því eftir þingkosningarnar 2007. Aldursforseti nýs þings er Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna úr Suðurkjördæmi. Hann var 68 ára, tíu mánaða og 25 daga gamall á kjördag. Á milli hans og Áslaugar Örnu Sigubjörnsdóttur, yngsta þingmannsins eru 42 ár. Áslaug Arna, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Reykjavíkurkjördæmi norður var 26 ára, tíu mánaða og 28 daga gömul þegar hún var kjörin á þing öðru sinni í gær. Sjáfstæðismenn eiga einnig næstyngsta þingmanninn, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, en hún er 29 ára, ellefu mánaða og 24 ára gömul. Þær Áslaug Arna eru einu þingmennirnir sem eru undir þrítugu. Af þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri.Píratar yngstir, Flokkur fólksins elstur Af einstökum þingflokkum eru Píratar með áberandi lægsta meðalaldurinn, tæp 37 ár. Það er þó nokkuð hærra en eftir síðustu kosningar en þá voru þingmenn Pírata 33 ára gamlir að meðaltali. Á hinum endanum er Flokkur fólksins þar sem nýkjörnir þingmenn flokksins eru rúmlega sextugir að meðaltali. Aðeins þingflokkur Samfylkingarinnar yngist á milli kosninga. Eftir þingkosningarnar í fyrra var meðalaldur þingflokksins rúm 54 ár en er nú tæpt 51 og hálft. Aðrir flokkar sem áttu þingmenn á þingi fyrir eldast töluvert. Mesta öldrunin á sér stað í þingflokki Viðreisnar. Meðalaldur þingmanna flokksins var 44,7 ár á síðasta þingi en er nú rúm 53 ár. Þingflokkur Framsóknarflokksins eldist um tæp sex ár og þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um það bil fjögur ár. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er 51 árs að meðaltali.
Kosningar 2017 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira