Verstu, næstverstu og þriðju verstu úrslitin öll á vakt Bjarna Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 16:17 Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Vísir/Anton Brink Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum er það næstminnsta í sögu flokksins og hefur þingflokkurinn aldrei verið minni, þó flokkurinn sé vissulega áfram sá stærsti á þingi. Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Fyrir þingkosningarnar árið 2009, þær fyrstu eftir hrun, hafði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fengið minna en 27 prósenta fylgi. Flokkurinn hlaut 27,2 prósent í kosningunum árið 1987 undir stjórn Þorsteins Pálssonar þegar flokkurinn klofnaði og Borgaraflokkurinn bauð fram. Árið 2009 hlaut flokkurinn hinsvegar aðeins 23,7 prósenta fylgi og nýtt met var slegið. Árið 2013 hlaut flokkurinn 26,7 prósenta fylgi og nú 25,2 prósenta fylgi. Bestu úrslit flokksins í stjórnartíð Bjarna eru 29 prósenta fylgi í fyrra, en það eru jafnframt fimmtu verstu úrslit flokksins frá upphafi. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir þetta fylgistap flokksins, í sögulegu samhengi, stafa af mörgum ólíkum þáttum. Hrunið sé einn þeirra, innanborðsdeilur um Evrópusambandið annar.Fortíð Bjarna í atvinnulífinu ekki hjálpað „Kosningatapið árið 2009 endurspeglaði það að kjósendur töldu margir hverjir Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð á hruninu,“ segir Stefanía. „Síðan verður ákveðið uppbrot á hægri vængnum út af Evrópumálum. Við getum sagt að ýmsir kjósendur sem höfðu stutt Sjálfstæðisflokkinn í grunninn en voru Evrópusinnaðir hafi verið að kjósa annað en Sjálfstæðisflokkinn 2009 og 2013, jafnvel.“ Evrópudeilan sem Stefanía vísar til leiddi svo til klofnings fyrir kosningarnar í fyrra, þegar Viðreisn bauð fram í fyrsta sinn. Sá flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn fengu þá samanlagt um fjörutíu prósenta fylgi, sem Stefanía bendir á að hefði þótt gott fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér áður fyrr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Vísir/HörðurÍ nýafstaðinni kosningabaráttu var talsvert gert úr þátttöku Bjarna í atvinnulífinu fyrir hrun og telur Stefanía að það hafi ekki hjálpað flokknum. Þá stóð til að Sjálfstæðismenn héldu landsfund sinn um þetta leyti áður en til kosninga var boðað. „Varaformaður flokksins hafði þá fallið frá og það gafst ekki tækifæri til að endurnýja umboð forystunnar,“ bendir Stefanía á. „Það átti að vera landsfundur nú í nóvember en það verkefni bíður.“ Að lokum nefnir Stefanía það að í dag sé fólk ef til vill ólíklegra til þess að tengja sig við stjórnmálaflokka en áður fyrr. Stjórnmálaþátttaka geti í dag falist í svo mörgu öðru en að skrá sig í flokk.Öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill Athyglisvert verður að sjá hvort þessi úrslit muni hafa nokkur áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar sem formanns þegar loks kemur að landsfundi, þá sérstaklega ef svo fer að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki með í ríkisstjórn. Á annan bóginn hafa úrslit á hans vakt verið sögulega slæm en á hinn bóginn hefur flokkurinn lengst af verið í ríkisstjórn. Á annan bóginn er Bjarni ítrekað gagnrýndur fyrir mál sem snerta hann eða fjölskyldu hans en á hinn bóginn fær Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað mjög góða kosningu í kjördæmi Bjarna, Suðvesturkjördæmi. „Það hefur oft verið mikið að honum sótt en hann stendur þetta nú mest af sér,“ segir Stefanía. „Og hann er nú orðinn verulega reyndur stjórnmálamaður. Það er spurning hvernig þessi úrslit koma inn í samkeppni manna um völdin innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni virðist, utan frá séð, í sterkri stöðu þar sem fólk hefur ekki getað bent á aðra valkosti en hann. Eins og ég lít á það, er Bjarni öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill vera í því.“ Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum er það næstminnsta í sögu flokksins og hefur þingflokkurinn aldrei verið minni, þó flokkurinn sé vissulega áfram sá stærsti á þingi. Undir stjórn Bjarna Benediktssonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið verstu, næstverstu og þriðju verstu kosningu í sögu flokksins. Fyrir þingkosningarnar árið 2009, þær fyrstu eftir hrun, hafði Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fengið minna en 27 prósenta fylgi. Flokkurinn hlaut 27,2 prósent í kosningunum árið 1987 undir stjórn Þorsteins Pálssonar þegar flokkurinn klofnaði og Borgaraflokkurinn bauð fram. Árið 2009 hlaut flokkurinn hinsvegar aðeins 23,7 prósenta fylgi og nýtt met var slegið. Árið 2013 hlaut flokkurinn 26,7 prósenta fylgi og nú 25,2 prósenta fylgi. Bestu úrslit flokksins í stjórnartíð Bjarna eru 29 prósenta fylgi í fyrra, en það eru jafnframt fimmtu verstu úrslit flokksins frá upphafi. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir þetta fylgistap flokksins, í sögulegu samhengi, stafa af mörgum ólíkum þáttum. Hrunið sé einn þeirra, innanborðsdeilur um Evrópusambandið annar.Fortíð Bjarna í atvinnulífinu ekki hjálpað „Kosningatapið árið 2009 endurspeglaði það að kjósendur töldu margir hverjir Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð á hruninu,“ segir Stefanía. „Síðan verður ákveðið uppbrot á hægri vængnum út af Evrópumálum. Við getum sagt að ýmsir kjósendur sem höfðu stutt Sjálfstæðisflokkinn í grunninn en voru Evrópusinnaðir hafi verið að kjósa annað en Sjálfstæðisflokkinn 2009 og 2013, jafnvel.“ Evrópudeilan sem Stefanía vísar til leiddi svo til klofnings fyrir kosningarnar í fyrra, þegar Viðreisn bauð fram í fyrsta sinn. Sá flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn fengu þá samanlagt um fjörutíu prósenta fylgi, sem Stefanía bendir á að hefði þótt gott fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér áður fyrr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Vísir/HörðurÍ nýafstaðinni kosningabaráttu var talsvert gert úr þátttöku Bjarna í atvinnulífinu fyrir hrun og telur Stefanía að það hafi ekki hjálpað flokknum. Þá stóð til að Sjálfstæðismenn héldu landsfund sinn um þetta leyti áður en til kosninga var boðað. „Varaformaður flokksins hafði þá fallið frá og það gafst ekki tækifæri til að endurnýja umboð forystunnar,“ bendir Stefanía á. „Það átti að vera landsfundur nú í nóvember en það verkefni bíður.“ Að lokum nefnir Stefanía það að í dag sé fólk ef til vill ólíklegra til þess að tengja sig við stjórnmálaflokka en áður fyrr. Stjórnmálaþátttaka geti í dag falist í svo mörgu öðru en að skrá sig í flokk.Öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill Athyglisvert verður að sjá hvort þessi úrslit muni hafa nokkur áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar sem formanns þegar loks kemur að landsfundi, þá sérstaklega ef svo fer að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki með í ríkisstjórn. Á annan bóginn hafa úrslit á hans vakt verið sögulega slæm en á hinn bóginn hefur flokkurinn lengst af verið í ríkisstjórn. Á annan bóginn er Bjarni ítrekað gagnrýndur fyrir mál sem snerta hann eða fjölskyldu hans en á hinn bóginn fær Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað mjög góða kosningu í kjördæmi Bjarna, Suðvesturkjördæmi. „Það hefur oft verið mikið að honum sótt en hann stendur þetta nú mest af sér,“ segir Stefanía. „Og hann er nú orðinn verulega reyndur stjórnmálamaður. Það er spurning hvernig þessi úrslit koma inn í samkeppni manna um völdin innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni virðist, utan frá séð, í sterkri stöðu þar sem fólk hefur ekki getað bent á aðra valkosti en hann. Eins og ég lít á það, er Bjarni öruggur í formannssætinu eins lengi og hann vill vera í því.“
Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira