Erlendir miðlar fjalla um möguleikann á vinstrimiðjustjórn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 14:10 Erlendu miðlarnir fjalla um möguleikann á að Katrín Jakobsdóttir myndi stjórn vinstri- og miðflokka. Vísir/Anton Úrslit þingkosninganna á Íslandi vekja athygli utan landssteinanna. Erlendir miðlar eins og Reuters, BBC og Bloomberg beina kastljósinu að möguleikanum á að stjórnarandstaðan gæti myndað vinstrimiðjustjórn. Reuters, breska ríkisútvarpið BBC, Bloomberg og breska blaðið The Guardian rekja öll hvernig hneykslismál sem varðaði föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, olli stjórnarslitum og skyndikosningum. „Ísland hallar sér að vinstristjórn í skyndikosningum“ er fyrirsögn á frétt á vefsíðu Reuters-fréttastofunnar sem Elías Þórsson skrifar. Þar segir að íslenskir kjósendur sem hafi verið reiðir vegna röð pólitískra hneykslismála hafi úthýst hægrimiðjstórn sinni. Það gæti greitt götu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til að mynda samsteypustjórn frá vinstri yfir miðjuna með naumum meirihluta. Reuters segir þó óvissu ríkja um myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forsetinn hafi ekki veit neinum stjórnarmyndunarumboð ennþá.Rifja upp Panamamálin í tengslum við uppgang Miðflokksins„Stjórnarflokkur íhaldsmanna kemur veiklaður út úr kosningum,“ segir Bloomberg-fréttastofan. Þar skrifar Ragnhildur Sigurðarsdóttir að Ísland standi frammi fyrir pólitísku umróti eftir að stjórnarflokkur íhaldsmanna tapaði fylgi í skyndikosningum. Möguleiki sé á vinstrimiðjustjórn í kjölfar þriðju kosninganna á fjórum árum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar jafnvel þó að ríkisstjórnin tapi mörgum sætum en vinstri- og miðjuflokkar sæki í sig veðrið. Búist sé við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum. Bendir BBC á að átta flokkar hafi náð sæti á þingi og aðeins sé hægt að mynda þriggja flokka samsteypustjórn ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn vinni saman. Fyrirsögn The Guardian beinir sjónum að því að hægrimiðstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tapi meirihluta sínum á þingi. Ekki sé loku fyrir það skotið að vinstristjórn komi upp úr krafsinu. Þá rifja allir ofangreindir miðlar upp hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi hrökklast frá völdum í fyrra eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum svonefndu. Hann sé engu að síður einn ef sigurvegurum kosninganna í gær. „Fyrrverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem mótmælendur sem slettu skyri hröktu frá völdum í fyrra eftir að nafn hans var að finna í Panamaskjölunum var einn helsti sigurvegarinn og fékk 10,9% atkvæða með nýstofnuðum Miðflokki sínum,“ skrifar Bloomberg. Kosningar 2017 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Úrslit þingkosninganna á Íslandi vekja athygli utan landssteinanna. Erlendir miðlar eins og Reuters, BBC og Bloomberg beina kastljósinu að möguleikanum á að stjórnarandstaðan gæti myndað vinstrimiðjustjórn. Reuters, breska ríkisútvarpið BBC, Bloomberg og breska blaðið The Guardian rekja öll hvernig hneykslismál sem varðaði föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, olli stjórnarslitum og skyndikosningum. „Ísland hallar sér að vinstristjórn í skyndikosningum“ er fyrirsögn á frétt á vefsíðu Reuters-fréttastofunnar sem Elías Þórsson skrifar. Þar segir að íslenskir kjósendur sem hafi verið reiðir vegna röð pólitískra hneykslismála hafi úthýst hægrimiðjstórn sinni. Það gæti greitt götu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til að mynda samsteypustjórn frá vinstri yfir miðjuna með naumum meirihluta. Reuters segir þó óvissu ríkja um myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forsetinn hafi ekki veit neinum stjórnarmyndunarumboð ennþá.Rifja upp Panamamálin í tengslum við uppgang Miðflokksins„Stjórnarflokkur íhaldsmanna kemur veiklaður út úr kosningum,“ segir Bloomberg-fréttastofan. Þar skrifar Ragnhildur Sigurðarsdóttir að Ísland standi frammi fyrir pólitísku umróti eftir að stjórnarflokkur íhaldsmanna tapaði fylgi í skyndikosningum. Möguleiki sé á vinstrimiðjustjórn í kjölfar þriðju kosninganna á fjórum árum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar jafnvel þó að ríkisstjórnin tapi mörgum sætum en vinstri- og miðjuflokkar sæki í sig veðrið. Búist sé við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum. Bendir BBC á að átta flokkar hafi náð sæti á þingi og aðeins sé hægt að mynda þriggja flokka samsteypustjórn ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn vinni saman. Fyrirsögn The Guardian beinir sjónum að því að hægrimiðstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tapi meirihluta sínum á þingi. Ekki sé loku fyrir það skotið að vinstristjórn komi upp úr krafsinu. Þá rifja allir ofangreindir miðlar upp hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi hrökklast frá völdum í fyrra eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum svonefndu. Hann sé engu að síður einn ef sigurvegurum kosninganna í gær. „Fyrrverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem mótmælendur sem slettu skyri hröktu frá völdum í fyrra eftir að nafn hans var að finna í Panamaskjölunum var einn helsti sigurvegarinn og fékk 10,9% atkvæða með nýstofnuðum Miðflokki sínum,“ skrifar Bloomberg.
Kosningar 2017 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira