Erlendir miðlar fjalla um möguleikann á vinstrimiðjustjórn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2017 14:10 Erlendu miðlarnir fjalla um möguleikann á að Katrín Jakobsdóttir myndi stjórn vinstri- og miðflokka. Vísir/Anton Úrslit þingkosninganna á Íslandi vekja athygli utan landssteinanna. Erlendir miðlar eins og Reuters, BBC og Bloomberg beina kastljósinu að möguleikanum á að stjórnarandstaðan gæti myndað vinstrimiðjustjórn. Reuters, breska ríkisútvarpið BBC, Bloomberg og breska blaðið The Guardian rekja öll hvernig hneykslismál sem varðaði föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, olli stjórnarslitum og skyndikosningum. „Ísland hallar sér að vinstristjórn í skyndikosningum“ er fyrirsögn á frétt á vefsíðu Reuters-fréttastofunnar sem Elías Þórsson skrifar. Þar segir að íslenskir kjósendur sem hafi verið reiðir vegna röð pólitískra hneykslismála hafi úthýst hægrimiðjstórn sinni. Það gæti greitt götu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til að mynda samsteypustjórn frá vinstri yfir miðjuna með naumum meirihluta. Reuters segir þó óvissu ríkja um myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forsetinn hafi ekki veit neinum stjórnarmyndunarumboð ennþá.Rifja upp Panamamálin í tengslum við uppgang Miðflokksins„Stjórnarflokkur íhaldsmanna kemur veiklaður út úr kosningum,“ segir Bloomberg-fréttastofan. Þar skrifar Ragnhildur Sigurðarsdóttir að Ísland standi frammi fyrir pólitísku umróti eftir að stjórnarflokkur íhaldsmanna tapaði fylgi í skyndikosningum. Möguleiki sé á vinstrimiðjustjórn í kjölfar þriðju kosninganna á fjórum árum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar jafnvel þó að ríkisstjórnin tapi mörgum sætum en vinstri- og miðjuflokkar sæki í sig veðrið. Búist sé við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum. Bendir BBC á að átta flokkar hafi náð sæti á þingi og aðeins sé hægt að mynda þriggja flokka samsteypustjórn ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn vinni saman. Fyrirsögn The Guardian beinir sjónum að því að hægrimiðstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tapi meirihluta sínum á þingi. Ekki sé loku fyrir það skotið að vinstristjórn komi upp úr krafsinu. Þá rifja allir ofangreindir miðlar upp hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi hrökklast frá völdum í fyrra eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum svonefndu. Hann sé engu að síður einn ef sigurvegurum kosninganna í gær. „Fyrrverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem mótmælendur sem slettu skyri hröktu frá völdum í fyrra eftir að nafn hans var að finna í Panamaskjölunum var einn helsti sigurvegarinn og fékk 10,9% atkvæða með nýstofnuðum Miðflokki sínum,“ skrifar Bloomberg. Kosningar 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Úrslit þingkosninganna á Íslandi vekja athygli utan landssteinanna. Erlendir miðlar eins og Reuters, BBC og Bloomberg beina kastljósinu að möguleikanum á að stjórnarandstaðan gæti myndað vinstrimiðjustjórn. Reuters, breska ríkisútvarpið BBC, Bloomberg og breska blaðið The Guardian rekja öll hvernig hneykslismál sem varðaði föður Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, olli stjórnarslitum og skyndikosningum. „Ísland hallar sér að vinstristjórn í skyndikosningum“ er fyrirsögn á frétt á vefsíðu Reuters-fréttastofunnar sem Elías Þórsson skrifar. Þar segir að íslenskir kjósendur sem hafi verið reiðir vegna röð pólitískra hneykslismála hafi úthýst hægrimiðjstórn sinni. Það gæti greitt götu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, til að mynda samsteypustjórn frá vinstri yfir miðjuna með naumum meirihluta. Reuters segir þó óvissu ríkja um myndun nýrrar ríkisstjórnar þar sem forsetinn hafi ekki veit neinum stjórnarmyndunarumboð ennþá.Rifja upp Panamamálin í tengslum við uppgang Miðflokksins„Stjórnarflokkur íhaldsmanna kemur veiklaður út úr kosningum,“ segir Bloomberg-fréttastofan. Þar skrifar Ragnhildur Sigurðarsdóttir að Ísland standi frammi fyrir pólitísku umróti eftir að stjórnarflokkur íhaldsmanna tapaði fylgi í skyndikosningum. Möguleiki sé á vinstrimiðjustjórn í kjölfar þriðju kosninganna á fjórum árum.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar jafnvel þó að ríkisstjórnin tapi mörgum sætum en vinstri- og miðjuflokkar sæki í sig veðrið. Búist sé við flóknum stjórnarmyndunarviðræðum. Bendir BBC á að átta flokkar hafi náð sæti á þingi og aðeins sé hægt að mynda þriggja flokka samsteypustjórn ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn vinni saman. Fyrirsögn The Guardian beinir sjónum að því að hægrimiðstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tapi meirihluta sínum á þingi. Ekki sé loku fyrir það skotið að vinstristjórn komi upp úr krafsinu. Þá rifja allir ofangreindir miðlar upp hvernig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi hrökklast frá völdum í fyrra eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum svonefndu. Hann sé engu að síður einn ef sigurvegurum kosninganna í gær. „Fyrrverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem mótmælendur sem slettu skyri hröktu frá völdum í fyrra eftir að nafn hans var að finna í Panamaskjölunum var einn helsti sigurvegarinn og fékk 10,9% atkvæða með nýstofnuðum Miðflokki sínum,“ skrifar Bloomberg.
Kosningar 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira