Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2017 12:42 Björt Ólafsdóttir fráfarandi ráðherra fór ofan í saumana á atburðarásinni. Vísir/Laufey Elíasdóttir Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, segir að liðsmenn Bjartrar framtíðar hefðu þurft að vera skýrari með það hvers vegna þeir slitu ríkisstjórnarsamstarfinu. Aðrir hefðu náð tökum á umræðunni. Talsvert hafi verið það um að fólk túlkaði stjórnarslitin út frá sjálfu sér og hin og þessi ályktun hafi verið dregin. Björt var ómyrk í máli þegar hún ítrekaði ástæðuna fyrir stjórnarslitunum: „heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna. Þetta var út af kynferðisbrotamálum og leyndarhyggju.“ Þetta sagði Björt Ólafsdóttir sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist ekki mikið í aðdraganda kosninga en þegar lokatölur úr þingkosningunum liggja fyrir er ljóst að Björt Framtíð nær ekki inn á þing. Í kosningunum í fyrra vann Björt framtíð mikinn varnarsigur og hlaut 7,2% atkvæða en niðurstaða þingkosninganna í gær sýnir talsvert lakara gengi en flokkurinn hlaut 1,22 prósent atkvæða. Björt viðurkennir að þau hefðu þurft að vera skýrari varðandi það hvers vegna þau tóku þá afdrifaríku ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún segir nokkrir hefðu gengið svo langt að túlka ákvörðun þeirra sem viðleitni til að auka fylgi. „Því náði ég nú aldrei. Við vorum auðvitað að gefa eftir 7,2 prósent völd og þau mikil í ríkisstjórn,“ segir Björt sem segir að ein skýringin á slæmu gengi flokksins sé sú að fólk kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn en hún segir jafnframt að flestir hefðu verið ánægðir með stjórnarslitin: „Við hefðum tekið rétta ákvörðun að standa ekki meðvirk hjá þegar þetta gerðist en svo skilaði þetta sér ekki tilbaka,“ segir Björt „Við fórum með höfuðið í gapastokkinn varðandi þetta og ég er mjög stolt af því af því við þurfum að gera það en ég bara biðla til stjórnmálamanna og almennings um að við höldum okkur við efnið hvað þetta varðar. Það er mjög gott fólk í öllum flokkum og ég ber þá von í brjósti að þessi mál, hvernig við högum okkur, hvernig við breytum, verði ofar í huga næst - út af því það verður næst - þegar eitthvað álíka mál kemur upp,“ segir Björt sem brýnir fyrir fólki að vanda til verka. Björt segir að það hafi verið sannur heiður að fá að vera umhverfis-og auðlindaráðherra og að hún sé virkilega stolt af verkum sem unnin voru í ráðuneytinu. „Ég vona að þeir sem taka við setji umhverfismálin og náttúruauðlindirnar okkar á oddinn. Það verður að vera þannig. Við erum að treysta ykkur fyrir fjöregginu okkar,“ segir Björt. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Kristján fékk til sín góða gesti til að rýna í niðurstöður kosninganna. Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, segir að liðsmenn Bjartrar framtíðar hefðu þurft að vera skýrari með það hvers vegna þeir slitu ríkisstjórnarsamstarfinu. Aðrir hefðu náð tökum á umræðunni. Talsvert hafi verið það um að fólk túlkaði stjórnarslitin út frá sjálfu sér og hin og þessi ályktun hafi verið dregin. Björt var ómyrk í máli þegar hún ítrekaði ástæðuna fyrir stjórnarslitunum: „heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna. Þetta var út af kynferðisbrotamálum og leyndarhyggju.“ Þetta sagði Björt Ólafsdóttir sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist ekki mikið í aðdraganda kosninga en þegar lokatölur úr þingkosningunum liggja fyrir er ljóst að Björt Framtíð nær ekki inn á þing. Í kosningunum í fyrra vann Björt framtíð mikinn varnarsigur og hlaut 7,2% atkvæða en niðurstaða þingkosninganna í gær sýnir talsvert lakara gengi en flokkurinn hlaut 1,22 prósent atkvæða. Björt viðurkennir að þau hefðu þurft að vera skýrari varðandi það hvers vegna þau tóku þá afdrifaríku ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún segir nokkrir hefðu gengið svo langt að túlka ákvörðun þeirra sem viðleitni til að auka fylgi. „Því náði ég nú aldrei. Við vorum auðvitað að gefa eftir 7,2 prósent völd og þau mikil í ríkisstjórn,“ segir Björt sem segir að ein skýringin á slæmu gengi flokksins sé sú að fólk kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn en hún segir jafnframt að flestir hefðu verið ánægðir með stjórnarslitin: „Við hefðum tekið rétta ákvörðun að standa ekki meðvirk hjá þegar þetta gerðist en svo skilaði þetta sér ekki tilbaka,“ segir Björt „Við fórum með höfuðið í gapastokkinn varðandi þetta og ég er mjög stolt af því af því við þurfum að gera það en ég bara biðla til stjórnmálamanna og almennings um að við höldum okkur við efnið hvað þetta varðar. Það er mjög gott fólk í öllum flokkum og ég ber þá von í brjósti að þessi mál, hvernig við högum okkur, hvernig við breytum, verði ofar í huga næst - út af því það verður næst - þegar eitthvað álíka mál kemur upp,“ segir Björt sem brýnir fyrir fólki að vanda til verka. Björt segir að það hafi verið sannur heiður að fá að vera umhverfis-og auðlindaráðherra og að hún sé virkilega stolt af verkum sem unnin voru í ráðuneytinu. „Ég vona að þeir sem taka við setji umhverfismálin og náttúruauðlindirnar okkar á oddinn. Það verður að vera þannig. Við erum að treysta ykkur fyrir fjöregginu okkar,“ segir Björt. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Kristján fékk til sín góða gesti til að rýna í niðurstöður kosninganna.
Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira