Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2017 11:55 Albertína Friðbjörg hefur aldrei tekið sæti á Alþingi áður. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. „Ég viðurkenni að ég lagði mig milli fjögur og sjö. Ég var inni þegar ég fór að sofa og ennþá inni þegar ég vaknaði. Svo beið maður eftur Norðvestur og Kraganum,“ segir Albertína en hún er uppbótarþingmaður Norðausturkjördæmis. Þeir sem eru í uppbótarsætunum um miðja kosninganótt eiga flestir svefnlitlar nætur og hún var engin undantekning. Albertína Friðbjörg er búsett á Akureyri, en hún er framkvæmdastjóri jarðorkufyrirtækisins Eims, og hefur í hyggju að búa þar áfram eftir að hún hefur tekið sæti. Hún segist ekki enn vera búin að plana neitt hvernig fyrirkomulagið verður, það verði að skýrast. „Ég þorði ekki að gera neitt í gær til að „jinxa“ þetta. Ég er ekki búin að græja neitt en það verður sett á fullt núna. Ég var í ofboðslega áhugaverðu starfi áður en ég kom inn á þing og ég hugsa að sú reynsla muni koma til með að nýtast vel.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar rúmlega tvöfaldast frá því sem áður var, fer úr þremur mönnum í sjö. Um tíma í nótt var flokkurinn með átta menn inni á þingi en þegar yfir lauk voru þeir sjö talsins. Albertína segist ánægð með niðurstöðuna þó hún hafi vissulega vonast eftir enn fleiri þingmönnum miðað við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. „Við fundum fyrir miklum meðbyr. Á ferðalagi okkar um kjördæmið var mikið fjör og fundirnir vel sóttir,“ segir Albertína. „Ég er ofboðslega þakklát öllum þeim sem að studdu okkur í þessari baráttu og sýndu stuðning í verki. Ég er gríðarlega spennt að takast á við þetta nýja verkefni.“ Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. „Ég viðurkenni að ég lagði mig milli fjögur og sjö. Ég var inni þegar ég fór að sofa og ennþá inni þegar ég vaknaði. Svo beið maður eftur Norðvestur og Kraganum,“ segir Albertína en hún er uppbótarþingmaður Norðausturkjördæmis. Þeir sem eru í uppbótarsætunum um miðja kosninganótt eiga flestir svefnlitlar nætur og hún var engin undantekning. Albertína Friðbjörg er búsett á Akureyri, en hún er framkvæmdastjóri jarðorkufyrirtækisins Eims, og hefur í hyggju að búa þar áfram eftir að hún hefur tekið sæti. Hún segist ekki enn vera búin að plana neitt hvernig fyrirkomulagið verður, það verði að skýrast. „Ég þorði ekki að gera neitt í gær til að „jinxa“ þetta. Ég er ekki búin að græja neitt en það verður sett á fullt núna. Ég var í ofboðslega áhugaverðu starfi áður en ég kom inn á þing og ég hugsa að sú reynsla muni koma til með að nýtast vel.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar rúmlega tvöfaldast frá því sem áður var, fer úr þremur mönnum í sjö. Um tíma í nótt var flokkurinn með átta menn inni á þingi en þegar yfir lauk voru þeir sjö talsins. Albertína segist ánægð með niðurstöðuna þó hún hafi vissulega vonast eftir enn fleiri þingmönnum miðað við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. „Við fundum fyrir miklum meðbyr. Á ferðalagi okkar um kjördæmið var mikið fjör og fundirnir vel sóttir,“ segir Albertína. „Ég er ofboðslega þakklát öllum þeim sem að studdu okkur í þessari baráttu og sýndu stuðning í verki. Ég er gríðarlega spennt að takast á við þetta nýja verkefni.“
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47