Nítján nýir þingmenn taka sæti Bjarki Ármannsson skrifar 29. október 2017 10:48 Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar. Vísir Þónokkrar breytingar urðu á þingskipan í nótt. Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar, en það eru töluvert minni sviptingar en í fyrra þegar 32 nýir þingmenn náðu kjöri. Þar af eru allir fjórir þingmenn Flokks fólksins; Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ólafur Ísleifsson. Fimm koma sömuleiðis nýir inn á þing fyrir Miðflokkinn: Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Bæði Birgir og Sigurður Páll hafa áður setið á þingi sem varaþingmenn Framsóknarflokksins. Þá var Þorsteinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016 en sat ekki á nýafstöðnu þingi. Fyrir Framsóknarflokkinn tekur Halla Signý Kristjánsdóttir sæti á þingi í fyrsta sinn en þau Willum Þór Þórsson, Ásmundur Einar Daðason og Líneik Anna Sævarsdóttir koma aftur inn eftir að hafa setið á þingi á árunum 2013 til 2016 en ekki á síðasta kjörtímabili. Ólafur Þór Gunnarsson nær í fyrsta sinn kjöri fyrir Vinstri græn en hann hefur nokkrum sinnum tekið sæti sem varaþingmaður flokksins. Þau Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Andri Thorsson koma ný inn á þing fyrir Samfylkinguna en Ágúst Ólafur sat líka á þingi fyrir flokkinn á árunum 2009 til 2013. Helgi Hrafn Gunnarsson kemur aftur inn á þing fyrir Pírata eftir að hafa ekki boðið sig fram í þingkosningunum í fyrra.Gunnar Hrafn Jónsson er einn þriggja þingmanna Pírata sem náðu ekki endurkjöri.Vísir/StefánÞeir sem hverfa á brott Þau Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir missa sæti sín á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn tapar þeim Benedikt Jóhannessyni, Pawel Bartoszek og Jónu Sólveigu Einarsdóttur. Fimm þingmenn Pírata taka ekki sæti á nýju þingi; þau Einar A. Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson og Eva Pandóra Baldursdóttir náðu ekki kjöri og bæði Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir eru hættar. Þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkast út. Þau Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty náðu ekki kjöri og Thedóra S. Þorsteinsdóttir bauð sig ekki fram að nýju. Þær Elsa Lára Árnadóttir og Eygló Harðardóttir buðu sig ekki fram að nýju fyrir Framsóknarflokkinn. Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þónokkrar breytingar urðu á þingskipan í nótt. Nítján nýir þingmenn taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar, en það eru töluvert minni sviptingar en í fyrra þegar 32 nýir þingmenn náðu kjöri. Þar af eru allir fjórir þingmenn Flokks fólksins; Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Guðmundur Ingi Kristinsson og Ólafur Ísleifsson. Fimm koma sömuleiðis nýir inn á þing fyrir Miðflokkinn: Þorsteinn Sæmundsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson. Bæði Birgir og Sigurður Páll hafa áður setið á þingi sem varaþingmenn Framsóknarflokksins. Þá var Þorsteinn þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013 til 2016 en sat ekki á nýafstöðnu þingi. Fyrir Framsóknarflokkinn tekur Halla Signý Kristjánsdóttir sæti á þingi í fyrsta sinn en þau Willum Þór Þórsson, Ásmundur Einar Daðason og Líneik Anna Sævarsdóttir koma aftur inn eftir að hafa setið á þingi á árunum 2013 til 2016 en ekki á síðasta kjörtímabili. Ólafur Þór Gunnarsson nær í fyrsta sinn kjöri fyrir Vinstri græn en hann hefur nokkrum sinnum tekið sæti sem varaþingmaður flokksins. Þau Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Guðmundur Andri Thorsson koma ný inn á þing fyrir Samfylkinguna en Ágúst Ólafur sat líka á þingi fyrir flokkinn á árunum 2009 til 2013. Helgi Hrafn Gunnarsson kemur aftur inn á þing fyrir Pírata eftir að hafa ekki boðið sig fram í þingkosningunum í fyrra.Gunnar Hrafn Jónsson er einn þriggja þingmanna Pírata sem náðu ekki endurkjöri.Vísir/StefánÞeir sem hverfa á brott Þau Teitur Björn Einarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir missa sæti sín á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viðreisn tapar þeim Benedikt Jóhannessyni, Pawel Bartoszek og Jónu Sólveigu Einarsdóttur. Fimm þingmenn Pírata taka ekki sæti á nýju þingi; þau Einar A. Brynjólfsson, Gunnar Hrafn Jónsson og Eva Pandóra Baldursdóttir náðu ekki kjöri og bæði Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir eru hættar. Þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkast út. Þau Óttar Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nicole Leigh Mosty náðu ekki kjöri og Thedóra S. Þorsteinsdóttir bauð sig ekki fram að nýju. Þær Elsa Lára Árnadóttir og Eygló Harðardóttir buðu sig ekki fram að nýju fyrir Framsóknarflokkinn.
Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira