Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Suðurkjördæmi, eða 25,16 prósent og verða með tvo þingmenn í kjördæminu. Þar á eftir fylgir Framsóknarflokkurinn með 18,65 prósent og heldur flokkurinn sínum tveimur þingmönnum í kjördæminu. Þar á eftir kemur Miðflokkurinn sem hlaut 14,26 prósent og fær einn mann kjörinn inn á þing.
Vinstri græn hlutu 11,84 prósent í kjördæminu og heldur Ari Trausti Guðmundsson sínu sæti. Samfylkingin hlaut 9,59 prósent og heldur Oddný G. Harðardóttir einnig sínu sæti.
Flokkur fólksins hlaut 8,94 prósent í kjördæminu og kemur Karl Gauti Hjaltason nýr inn á þing.
Píratar hlutu 7,08 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi og heldur Smári McCarthy sínu þingsæti.
Viðreisn hlaut 3,11 prósent atkvæða og því missir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður flokksins, sitt sæti á þingi.
Björt Framtíð hlaut 1,03 prósent atkvæða, en hafði áður ekki verið með þingmann í kjördæminu.
Dögun hlaut 0,36 prósent atkvæða en flokkurinn bauð eingöngu fram í Suðurkjördæmi.
Einhverjir þingmenn gætu mögulega dottið inn sem jöfnunarþingmenn snemma í fyrramálið.
