Báðir flokkar voru með þrjá þingmenn í þessu kjördæmi fyrir kosningar.
Píratar fengu 13,6 prósent atkvæða og eru með tvo þingmenn en töpuðu einu frá síðustu kosningum. Dettur því Gunnar Hrafn Jónsson út sem kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í þessu kjördæmi.
Samfylkingin fékk 12,8 prósent atkvæða og fær því einn þingmann en fékk engan þingmann í síðustu kosningum.
Viðreisn fékk 8,4 prósent atkvæða og hélt sínum þingmanni.
Flokkur fólksins hlaut 7,1 prósent atkvæða og náði því ekki kjördæmakjörnum manni inn í þessu kjördæmi.
Framsókn hlaut 5,3 prósent atkvæða og náði því ekki manni inn í þessu kjördæmi.
Björt framtíð hlaut 1,4 prósent atkvæða og tapaði því sínum þingmanni.
Alþýðufylkingin hlaut 0,3 prósent atkvæða.
