Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 02:20 Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. Vísir/Ernir „Þetta verður klárlega spennandi nótt,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um talningu atkvæða. Staðan sé þannig að það stefni í gríðarlega flóknar og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður og því muni hver þingmaður reynast dýrmætur þegar uppi er staðið. Eins og staðan er núna er til dæmis komin upp sú staða að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað 32 manna ríkisstjórn með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins.Margir möguleikar í stöðunni „Það eru mjög margir möguleikar í stöðunni. Þetta er mjög flókið og verður gríðarlega erfitt að mynda ríkisstjórn.“Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði,.Hann segir að í þessari flóknu stöðu sé mikilvægt að kanna ýmsar leiðir. Til dæmis að mynda minnihlutastjórn með stuðningi ákveðinna flokka. Þá kemur stór samsteypustjórn einnig til greina. „Samsteypustjórn sem er stærri heldur en þarf til að ná þingmeirihluta og fara þannig hina svokölluðu finnsku leið. Þannig að einn flokkur geti hlaupist undan merkjum en ríkisstjórnin standi samt eftir. Ég er ekki viss um að íslensk stjórnmál séu tilbúin að vinna með aðferðum sem þarf að nota til að minnihlutastjórnir gangi til lengri tíma litið. Það væri þá frekar að menn gætu farið í einhverja stærri samsteypustjórn.“ Hann segir að að slík stjórn gæti talið um sex flokka sem væri hægt að mynda út frá mið-hægri og mið-vinstri. Staða Sjálfstæðisflokksins sterk Sjálfstæðisflokkurinn er í afar sterkri stöðu að sögn Baldurs í ljósi þess að hann er stærsti flokkurinn á þingi en það þurfi ekki endilega að þýða að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef að myndast meirihluta stuðningur á meðal flokkanna um að tiltekinn formaður fái stjórnarmyndunarumboðið þá fái hann það. „Það eru í rauninni flokkarnir sem geta komið sér saman um að einhver eigi að fá fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn. Ef það tekst ekki ákveður forsetinn það og veitir þeim formanni sem skipar stærsta flokkinn umboðið eða þeim formanni sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn.“ Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
„Þetta verður klárlega spennandi nótt,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um talningu atkvæða. Staðan sé þannig að það stefni í gríðarlega flóknar og erfiðar stjórnarmyndunarviðræður og því muni hver þingmaður reynast dýrmætur þegar uppi er staðið. Eins og staðan er núna er til dæmis komin upp sú staða að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað 32 manna ríkisstjórn með Framsókn, Viðreisn og Flokki fólksins.Margir möguleikar í stöðunni „Það eru mjög margir möguleikar í stöðunni. Þetta er mjög flókið og verður gríðarlega erfitt að mynda ríkisstjórn.“Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði,.Hann segir að í þessari flóknu stöðu sé mikilvægt að kanna ýmsar leiðir. Til dæmis að mynda minnihlutastjórn með stuðningi ákveðinna flokka. Þá kemur stór samsteypustjórn einnig til greina. „Samsteypustjórn sem er stærri heldur en þarf til að ná þingmeirihluta og fara þannig hina svokölluðu finnsku leið. Þannig að einn flokkur geti hlaupist undan merkjum en ríkisstjórnin standi samt eftir. Ég er ekki viss um að íslensk stjórnmál séu tilbúin að vinna með aðferðum sem þarf að nota til að minnihlutastjórnir gangi til lengri tíma litið. Það væri þá frekar að menn gætu farið í einhverja stærri samsteypustjórn.“ Hann segir að að slík stjórn gæti talið um sex flokka sem væri hægt að mynda út frá mið-hægri og mið-vinstri. Staða Sjálfstæðisflokksins sterk Sjálfstæðisflokkurinn er í afar sterkri stöðu að sögn Baldurs í ljósi þess að hann er stærsti flokkurinn á þingi en það þurfi ekki endilega að þýða að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef að myndast meirihluta stuðningur á meðal flokkanna um að tiltekinn formaður fái stjórnarmyndunarumboðið þá fái hann það. „Það eru í rauninni flokkarnir sem geta komið sér saman um að einhver eigi að fá fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn. Ef það tekst ekki ákveður forsetinn það og veitir þeim formanni sem skipar stærsta flokkinn umboðið eða þeim formanni sem hann telur líklegastan til að mynda ríkisstjórn.“
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira