Unnur Brá vonar að fólk beri gæfu til að vinna saman Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 02:01 Unnur Brá Konráðsdóttir, vísir/eyþór Ein af þeim konum sem líkast til eru að hverfa af þingi er forseti þingsins á síðasta kjörtímabili, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún brýnir til þeirra sem setjast á þing að afloknum þessum kosningum muni að bera virðingu fyrir hvort öðru í störfum sínum, þjóðinni til heilla. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að ná ekki því sem sóst var eftir og ekki hægt að neita því. Mér finnst ég eiga erindi á þing og sóttist eftir áframhaldandi veru þar. En þetta eru niðurstöður kosninga og kjósendur ráða. Maður verður að vera sátt við þá niðurstöðu sama hvernig hún fer,“ segir Unnur Brá. „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þrátt fyrir persónuleg vonbrigði.“ „Það verður að segjast að það lítur út fyrir að fáar konur verði í þingflokknum að loknum kosningum og það er auðvitað ekki gott. Sér í lagi að við vorum svo stolt af kynjahlutfallinu á þingi þegar ég var að taka á móti gestum í þinginu erlendis frá. þá hrifust næstum allir af því hvað við stóðum okkur vel í þeim efnum í þinginu,“ segir Unnur Brá. Unnur Brá var í fjórða sæti í Suðurkjördæmi á eftir þremur körlum. Þeir þrír eru inni samkvæmt nýjustu tölum. Hún segir niðurstöðu flokksins fyrir kosningar að hrófla ekki við röðuninni og því sé þetta svona. Hún segir þá stöðu sem uppi er núna verða snúna en brýnir fyrir þingmönnum að sýna hvoru öðru virðingu og muna eftir kjósendum. „Við getum sagt að það var tiltölulega flókið að vera forseti með sjö flokka. Það verður ekki einfaldara með átta flokka, það get ég sagt þér. Ég vona samt sem áður innilega að fólkið sem velst til starfa beri gæfu til að vinna saman og muna að allir á þingi eru fulltrúar einhverra Íslendinga. Þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera virðingu hvor fyrir öðrum og haga störfum sínum eftir því. Þeir verða að muna eftir fólkinu á bak við hvern einasta þingmann.“ Unnur Brá segist ekki vera farin að íhuga það hvort hún sé hætt aðkomu að stjórnvöldum. Nóttin sé enn ung og mikið geti gerst þó auðvitað verði það ólíklegra eftir því sem liður á kvöldið að hún komist inn. Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Ein af þeim konum sem líkast til eru að hverfa af þingi er forseti þingsins á síðasta kjörtímabili, Unnur Brá Konráðsdóttir. Hún brýnir til þeirra sem setjast á þing að afloknum þessum kosningum muni að bera virðingu fyrir hvort öðru í störfum sínum, þjóðinni til heilla. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að ná ekki því sem sóst var eftir og ekki hægt að neita því. Mér finnst ég eiga erindi á þing og sóttist eftir áframhaldandi veru þar. En þetta eru niðurstöður kosninga og kjósendur ráða. Maður verður að vera sátt við þá niðurstöðu sama hvernig hún fer,“ segir Unnur Brá. „Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn þrátt fyrir persónuleg vonbrigði.“ „Það verður að segjast að það lítur út fyrir að fáar konur verði í þingflokknum að loknum kosningum og það er auðvitað ekki gott. Sér í lagi að við vorum svo stolt af kynjahlutfallinu á þingi þegar ég var að taka á móti gestum í þinginu erlendis frá. þá hrifust næstum allir af því hvað við stóðum okkur vel í þeim efnum í þinginu,“ segir Unnur Brá. Unnur Brá var í fjórða sæti í Suðurkjördæmi á eftir þremur körlum. Þeir þrír eru inni samkvæmt nýjustu tölum. Hún segir niðurstöðu flokksins fyrir kosningar að hrófla ekki við röðuninni og því sé þetta svona. Hún segir þá stöðu sem uppi er núna verða snúna en brýnir fyrir þingmönnum að sýna hvoru öðru virðingu og muna eftir kjósendum. „Við getum sagt að það var tiltölulega flókið að vera forseti með sjö flokka. Það verður ekki einfaldara með átta flokka, það get ég sagt þér. Ég vona samt sem áður innilega að fólkið sem velst til starfa beri gæfu til að vinna saman og muna að allir á þingi eru fulltrúar einhverra Íslendinga. Þess vegna ber þingmönnum skylda til að bera virðingu hvor fyrir öðrum og haga störfum sínum eftir því. Þeir verða að muna eftir fólkinu á bak við hvern einasta þingmann.“ Unnur Brá segist ekki vera farin að íhuga það hvort hún sé hætt aðkomu að stjórnvöldum. Nóttin sé enn ung og mikið geti gerst þó auðvitað verði það ólíklegra eftir því sem liður á kvöldið að hún komist inn.
Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira