Fyrstu tölur: Stóra spurningin hver mun vilja vinna með Sigmundi Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2017 23:43 Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn eru með þrjátíu og einn þingmann þegar fyrstu tölur hafa verið birtar á landinu öllu og þurfa einn þingmann til viðbótar til að ná meirihluta. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur bendir á þetta og segir að ef Vinstri græn ætla að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokkurinn þá þyrfti það að vera fimm flokka stjórn.Vinstri græn þyrftu þar með að leita til Samfylkingar, Viðreisnar, og Pírata og taka annað hvort Framsóknarflokkinn eða Miðflokkinn með í stjórn sem yrði afar ólíklegt segir Baldur. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingurVísirHann segir að það gæti orðið afar erfitt að mynda ríkisstjórn eftir kosningar miðað við þessar fyrstu tölur og spurning sem eftir stendur er hver muni vilja vinna með Sigmundi Davíð. Baldur segir að eins og staðan er núna gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn bætt við sig Flokki fólksins í ríkisstjórn og fengið þannig 35 manna meirihluta. „Framsóknarflokkurinn getur unnið til hægri og vinstri en stóra spurningin er hver getur unnið með Sigmundi,“ segir Baldur. Hann segir Vinstri græna einnig geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og þá væri hægt að taka hvaða flokk sem er með í þá stjórn til að ná meirihluta í þriggja flokka stjórn. Flokkur fólksins er með þrjá þingmenn þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar. Hann var ekki inni á þingi á könnunum vikuna fyrir kosningar. Inga Sæland, formaður flokksins, fór mikinn í leiðtogaumræðum á RÚV í gær þar sem hún beygði meðal annars af þegar hún talaði um hluta þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.Baldur segir þá frammistöðu Ingu mögulega hafa skilað einhverju en telur líklegra að flokkurinn hafi verið vanmetinn í könnunum, líkt og jafnan er með minni flokka. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn dala eilítið og Framsókn vinna varnarsigur. Vinstri græn bæta litlu við sig sem hann segir að hljóti að vera vonbrigði fyrir flokkinn miðað við stöðuna sem var uppi fyrir kosningar. Fjöldi þingmanna þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar.Vísir Kosningar 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn eru með þrjátíu og einn þingmann þegar fyrstu tölur hafa verið birtar á landinu öllu og þurfa einn þingmann til viðbótar til að ná meirihluta. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur bendir á þetta og segir að ef Vinstri græn ætla að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokkurinn þá þyrfti það að vera fimm flokka stjórn.Vinstri græn þyrftu þar með að leita til Samfylkingar, Viðreisnar, og Pírata og taka annað hvort Framsóknarflokkinn eða Miðflokkinn með í stjórn sem yrði afar ólíklegt segir Baldur. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingurVísirHann segir að það gæti orðið afar erfitt að mynda ríkisstjórn eftir kosningar miðað við þessar fyrstu tölur og spurning sem eftir stendur er hver muni vilja vinna með Sigmundi Davíð. Baldur segir að eins og staðan er núna gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn bætt við sig Flokki fólksins í ríkisstjórn og fengið þannig 35 manna meirihluta. „Framsóknarflokkurinn getur unnið til hægri og vinstri en stóra spurningin er hver getur unnið með Sigmundi,“ segir Baldur. Hann segir Vinstri græna einnig geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og þá væri hægt að taka hvaða flokk sem er með í þá stjórn til að ná meirihluta í þriggja flokka stjórn. Flokkur fólksins er með þrjá þingmenn þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar. Hann var ekki inni á þingi á könnunum vikuna fyrir kosningar. Inga Sæland, formaður flokksins, fór mikinn í leiðtogaumræðum á RÚV í gær þar sem hún beygði meðal annars af þegar hún talaði um hluta þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.Baldur segir þá frammistöðu Ingu mögulega hafa skilað einhverju en telur líklegra að flokkurinn hafi verið vanmetinn í könnunum, líkt og jafnan er með minni flokka. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn dala eilítið og Framsókn vinna varnarsigur. Vinstri græn bæta litlu við sig sem hann segir að hljóti að vera vonbrigði fyrir flokkinn miðað við stöðuna sem var uppi fyrir kosningar. Fjöldi þingmanna þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar.Vísir
Kosningar 2017 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira