Segir Le Monde hafa misskilið ummæli sín um Miðflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 18:31 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir blaðamann franska dagblaðsins Le Monde hafa misskilið ummæli sín um „Trump-isma“ í umfjöllun blaðsins um alþingiskosningarnar á Íslandi, sem birt var í dag. Hann hafi sagt að áhrifa Bandaríkjaforsetans Donalds Trump, ef einhverra, hefði helst gætt í kosningabaráttu Miðflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, eins og blaðamaður hafði eftir honum. Í frétt Le Monde var Helgi sagður telja „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa rekið kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ „Það sem ég átti við með „Trump-faktorinn“, það var Miðflokkurinn,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Við vorum að tala um hvort að við fyndum fyrir einhverjum Trump-áhrifum á Íslandi og ég sagði að við værum nú að mestu laus við það og popúlisma, eins og þetta væri plága í Evrópu og Bandaríkjunum, en það væri svona smá Trump-faktor í „Center Party“, eða Miðflokknum. Þar væru merki um þessi áhrif, í framboði Miðflokksins,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við Vísi í dag.Umfjöllun fjölmiðla yfirleitt nokkuð neikvæð Helgi segir blaðakonuna greinilega hafa misskilið sig og sett ummælin í samhengi við umræðu um „Indipendence-party“, eða Sjálfstæðisflokkinn, en viðtalið fór fram á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um alþingiskosningarnar á Íslandi í dag og í aðraganda kosninganna og oft er dregin upp nokkuð ófögur mynd af stjórnmálum á Íslandi. Auk Le Monde hafa hið bandaríska New York Times og hið sænska Aftonbladet til að mynda fjallað um kosningarna. Í grein New York Times líkti fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð, formanni Miðflokksins, við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir blaðamann franska dagblaðsins Le Monde hafa misskilið ummæli sín um „Trump-isma“ í umfjöllun blaðsins um alþingiskosningarnar á Íslandi, sem birt var í dag. Hann hafi sagt að áhrifa Bandaríkjaforsetans Donalds Trump, ef einhverra, hefði helst gætt í kosningabaráttu Miðflokksins en ekki Sjálfstæðisflokksins, eins og blaðamaður hafði eftir honum. Í frétt Le Monde var Helgi sagður telja „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa rekið kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ „Það sem ég átti við með „Trump-faktorinn“, það var Miðflokkurinn,“ segir Helgi í samtali við Vísi. „Við vorum að tala um hvort að við fyndum fyrir einhverjum Trump-áhrifum á Íslandi og ég sagði að við værum nú að mestu laus við það og popúlisma, eins og þetta væri plága í Evrópu og Bandaríkjunum, en það væri svona smá Trump-faktor í „Center Party“, eða Miðflokknum. Þar væru merki um þessi áhrif, í framboði Miðflokksins,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við Vísi í dag.Umfjöllun fjölmiðla yfirleitt nokkuð neikvæð Helgi segir blaðakonuna greinilega hafa misskilið sig og sett ummælin í samhengi við umræðu um „Indipendence-party“, eða Sjálfstæðisflokkinn, en viðtalið fór fram á ensku. Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um alþingiskosningarnar á Íslandi í dag og í aðraganda kosninganna og oft er dregin upp nokkuð ófögur mynd af stjórnmálum á Íslandi. Auk Le Monde hafa hið bandaríska New York Times og hið sænska Aftonbladet til að mynda fjallað um kosningarna. Í grein New York Times líkti fréttamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson Sigmund Davíð, formanni Miðflokksins, við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þá birtir fastur pistlahöfundur sænska Aftonbladet pistil í dag með mynd af Sigmundi og Bjarna Benediktssyni og fyrirsögninni „Norður-Kórea Norðurlanda?“.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. október 2017 15:00